Á léttari strengi undir svefninn.

Jamm, maður á alltaf að fara glaður í svefninn.  Þess vegna ætla ég að segja ykkur frá því að ég var í matarboði áðan, hjá El Salvadorisku fjölskyldunni minni.  Alejandra átti nefnilega afmæli í gær, og við vorum boðin í mat í kvöld.  Barnaveislan var í gær.

En fyrst að veðrinu.  Það er ekki vont veður, en frekar kallt.

IMG_9138

Þið sjáið að snjórinn er kominn í fjallatindana.

IMG_9111

Tveir ömmusnúðar voru hér í gær, og þannig var umhorfs, þeir voru samt svo glaðir yfir þessu.  Að týna njóla, sem betur fer voru ekki eftir nein fræ. 

IMG_9152

Það var uppáhalds maturinn minn frá El Salvador Babúsas, þ.e. litlar maískökur með kjöti inn í, eða osti.  Rosalega góðar.  En það var líka þessi dýrindis fiskisúpa.

IMG_9151

Þetta er hann Ísac Logi með öfunum sínum tveimur.

IMG_9157

Þetta var ósköp notalega kvöldstund í góðra manna hópi.

IMG_9160

Isobel hjá pabba sínum.

IMG_9163

Hér er svo afi gamli, þeir eru að drekka dús. 

IMG_9166

Hann benti mér á myndavélina og pósaði svo, það var greinilegt að sá stutti vildi fá mynd, enda algjört krútt.

IMG_9173

En þessi ömmustubbur var bara orðin sybbinn.

Jamm það eru svo sem fleiri syfjaðir.  En ósköp er gott að eiga góða fjölskyldu, stóra og mikla, bæði börn og barnabörn, en líka systkini og frændur og stóran ættboga.  Og með svona minningar eins og hér að neðan, þá verður maður ennþá þakklátari fyrir að hafa eignast svona góða að.  Og ekki síður góða vini hér líka. Fyrir þetta er ég þakklát og glöð. Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Rosalega hljómar þessi matur girnilega. Maiskökur með kjöti/osti og fiskisúpa. Namm....

Hann er algjört krútt sá litli í pósunni

Hrönn Sigurðardóttir, 23.9.2007 kl. 09:47

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já hann Ísac Logi er sko fjörugur lítill maður.   Þessi matur er algjört æði get ég sagt þér.  Og Arna mín það er gott að eiga stóra og góða fjölskyldu.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.9.2007 kl. 10:17

3 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Það var gott Ásthildur mín að þetta var góður dagur ,já það er satt hjá þér það er gott að eiga góða fjölskyldu.

Kristín Katla Árnadóttir, 23.9.2007 kl. 11:16

4 Smámynd: Fríða Eyland

Bara að kvitta löngu kominn tími til. Færslan um gömlu konuna sem dó án þess að tekið var eftir er svo falleg að ég varð orðlaus samt langaði mig að skrifa athugasemd, bara gat ekki fundið orðin.

Fríða Eyland, 23.9.2007 kl. 14:31

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Velkomin til mín Fríða mín.   Og takk fyrir að kvitta.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.9.2007 kl. 15:37

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Elsku Ásthildur, geturðu fengið uppskriftina af Babúsas?  Ég fæ vatn í munninn.  Til hamingju með afmælisbarnið

Jenný Anna Baldursdóttir, 23.9.2007 kl. 21:07

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já ég skal fá uppskriftina.  Hef svo sem verið að spá í það sjálf að fá hana.  Þetta er svo dómadagsgott.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.9.2007 kl. 21:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 2022150

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband