Öldruð kona finnst látinn í íbúð sinni eftir marga mánuði frá dauða hennar.

 

 

Einhvernveginn svona hljómaði frétt í vetur.  En þá fannst gömul kona dáin í íbúð sinni og hafði legið þar í marga mánuði án þess að nokkur saknaði hennar.

Menn voru undrandi og hneykslaðir á þessu.  En þessi kona var fyrir flesta bara kenniltala og númer.

Það vill svo til að í gær kom þessi saga einhvernveginn upp að mér.  Og þar sem hún var einstæðingur sem enginn saknaði, langar mig til að senda henni kveðju frá jörðinni, með virðingu.  Ég veit nefnilega að hún er hamingjusöm og ánægð því hún hefur horfið til ástvinar síns að lokum.

 

Birna bjó á Vitastíg.  Hún átti þar þriggja hæða hús og var velstæð að hætti þess tíma.

Birna kynntist amerískum hermanni og eignaðist með honum son.  Ekki veit ég hvort Bidda eins og hún var kölluð elskaði þennan mann, en allavega áttu þau ekki samleið.  Ef til vill var hann giftur ytra, eða þau áttu ekki saman, nema drenginn.  Nafn drengsina var Knútur Lister, kallaður Kúddi. 

Kúddi ólst upp á Vitastígnum og átti nokkra góða vini þar í kring.  Mamma hans átti og rak Vitabar.  Hún var vel stæð og þess vegna fékk Kúddi meira umleikis en leikfélagar hans.  Hann var vinsæll meðal félaga sinna.  Í húsinu var meira að segja stúkað af á efstu hæðinni herbergi sem var afdrep fyrir viltar dúfur í miðbænum þar áttu þær skjól og gátu flogið út og inn.  Mér er sagt að Kúddi hefði líka fengið lausari taum með flest en vinir hans.  Þó þeir brölluðu ýmislegt saman.

Birna elskaði þennan einkason sinn, og hann var eini fjölskyldumeðlimurinn hennar í þessu stóra húsi.

Birna var bráðdugleg manneskja og sá vel fyrir syni sínum. 

 

Sorgin barði að dyrum hjá Birnu þegar Kiddi var 18 ára, hann datt niður stiga og dó. 

Það var stóra sorgin hennar Birnu. Það hlýtur að vera hræðilegt að missa eina barnið sitt, og eina fjölskyldumeðlim sinn.   

Vinir hans muna vel eftir honum, og jafnvel er hægt að heyra á þeim að þeir sakni hans ennþá.  Þeir tala oft um hann, þegar þeir hittast.  Hann hefur því verið einstakur drengur.

Í sumar gekk einn  af vinum hans framhjá Vitastígshúsinu, hann sá að verið var að bera út jarðneskar eigur móður þessa vinar síns.  Hann gaf sér tíma til að stoppa,  þetta voru þá starfsmenn frá ríkinu, skiptastjórar eða eitthvað álíka.  Hann spyr hvað sé um að vera, hvort hún sé dáinn. 

Þá fær hann að frétta að þetta sé einmitt þessi gamla kona sem kom í fréttunum í sumar. 

Hann sagði mér líka að gamla konan sem var einstæðingur, átti þó vini, gott fólk sem leit til hennar af og til, en býr ekki á landinu, sem hafði ekki séð hana lengi, en þar sem hún hafði stundum farið til Ameríku til að hitta föðurfólk sonar síns, og ekki látið af sér vita.  Þá hélt fólk að hún hefði farið slíka ferð.  Þess vegna varð málið eins og það var.

Vinirnir sem ég veit um eru Elías Skaftason, Sturla Fjeldsted, Hörður Torfason, Jakob Guðmundsson.

Ég man að ég tók einu sinni fyrir langalöngu Sturla með mér á miðilsfund í Hnífsdal, þar kom Kúddi fram og gerði svo vel grein fyrir sér og öllu sem þeir þekktu saman, að Sturla gat ekki efast um að þetta væri hann í raun og veru.  Enginn sem var á fundinum þekkti til.   

Þannig er sagan um hana Birnu.  Hún er stutt, því ég sá hana aldrei eða hitti, en minn maður var einn af þessum vinum, og ég veit að þeir tala oft um hann Kúdda vin sinn. 

Það er nefnilega svo að það er enginn bara nafn og kennitala.  Bak við allt slíkt býr fólk með vonir og drauma, og ævistarf. 

Það væri gaman að heyra ef einhver hér þekkir þessa gömlu sögu og getur bætt einhverjum fróðleik við.  Þannig að Birna og Kúddi eignist smá pláss í hugum fólks. 

Kúddi2

Kúddi og Sturla mynd tekinn árið 1959.

Kúddi

Kúddi fyrir framan Vitabar.  Líka tekinn árið 1959.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Elsku Ásthildur mikið er þetta  sorglegt ég fékk tár í augun meðan ég var að lesa þetta, en ég veit að þau eru glöð núna.

Kristín Katla Árnadóttir, 22.9.2007 kl. 16:47

2 Smámynd: Gulli litli

Afar falleg saga sem fær mann til að hugsa hvort okkur liggi virkilega svo á að maður taki ekki eftir nágrönnum okkar og vinum

Gulli litli, 22.9.2007 kl. 16:53

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já það er nefnilega spurning.  Ég var að lesa einmit í dag grein í Blaðinu held ég um Spaugstofuna og þar varpaði höfundurinn fram þeirri spurningu hvort við værum öll eyland.  Hvort okkur kæmi ekki við þeir sem í kring um mann eru.  Og hverngi varð þetta svona, því það gerðist ekki á einni nóttu.  En einhvernveginn náðu systurnar Græðgi og Öfund tangahaldi á hugum okkar, og leiddu okkur inn í heim græði og einststæðingsskapar.  Leið sem ég er viss um að er ekki góð þegar til lengdar lætur.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.9.2007 kl. 17:04

4 Smámynd: Solla Guðjóns

Ég man eftir þessari frétt og man að ég var hneiksluð á hvernig svona gæti gerst...en ekkert meira með það...jú maður er með sínar einigin áliktanir en...

Nú hefur hún eignast fleiri vini með þinni frá sögn sem mann óraði ekki fyrir að væri svona...þvílík sorg sem hún hefur upplifað......nú setur mig hljóða og sendi ég henni ,,,veit ekki hvernig ég á að orða það ,,,samúð og hlíju..

Takk Ásthildur.

Solla Guðjóns, 22.9.2007 kl. 17:39

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Ollasak mín, ég vona það.  Það er nefnilega dálítið sárt að fara héðan á þennan hátt.  Þau eru örugglega ánægð með að fá sendar kveðjur og samúð og hlýju frá okkur hér.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.9.2007 kl. 18:01

6 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég vil bara fá að senda þeim fallegar hugsanir og hlýju, nú hafa þau náð saman og eru vonandi sæl. Takk fyrir að minnast þeirra, þetta er þeirra útfarargrein og vel skrifað eins og alltaf hjá þér, kærleikskona 

Ásdís Sigurðardóttir, 22.9.2007 kl. 21:07

7 Smámynd: Huld S. Ringsted

Sorgleg saga.

Huld S. Ringsted, 22.9.2007 kl. 21:28

8 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

 Sorgarsaga en því ekkert einsdæmi

Hrönn Sigurðardóttir, 22.9.2007 kl. 22:19

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Því miður er þetta ekkert einsdæmi því miður, satt er það.   Takk Ásdís mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.9.2007 kl. 22:39

10 Smámynd: Jens Guð

  Það er fallegt af þér að skrifa þessa færslu. 

Jens Guð, 22.9.2007 kl. 22:46

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Jens minn.  Ég hef verið að hugsa um þessa konu.  Það hlýtur að hafa verið óvenjulegt á þessum tíma að vera einstæð móðir, og vera svona stöndug.  Á þessum tíma var litið niður á konur sem voru í "ástandinu".  Það væri fróðlegt að vita hvort hún erfði húsið, eða vann sig upp sjálf, og kom á fót þessum bar.  Hún átti allt húsið, og það hefur ekki verið neitt smá á þessum tímum. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.9.2007 kl. 23:38

12 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

 Blessun

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 23.9.2007 kl. 02:09

13 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Missti af þessari færslu í gær en fór nærri því að vatna músum þegar ég las hana.  Yndislegur minnisvarði yfir merkilega konu.  Takk kærlega.

Jenný Anna Baldursdóttir, 23.9.2007 kl. 21:12

14 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

 Það er sem betur fer fullt af fólki með hjartað á réttum stað elsku Jenný mín.  Guði sé lof fyrir það. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.9.2007 kl. 21:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.9.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 40
  • Frá upphafi: 2021759

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband