Tónleikar.

Alveg eins og ég bjóst við voru tónleikarnir framar bestu vonum.  Drengurinn er gjörsamlega frábær.  Enda hefur hann þetta allt í sér, frábær, leikari, leikstjóri og tón- og ljóðskáld. Þegar allt þetta kemur saman, þá getur það bara einfaldlega ekki klikkað.

En fyrst fórum við litla fjölskyldan á Thai Koon.

IMG_9089

Þegar maður fer að skemmta sér á annað borð, þá á auðvitað að gera það almennilega.

IMG_9090

Thai Koon er mjög vinsæll Thailenskur matsölustaður.  Alveg frábær.   

IMG_9093

Svo á tónleikana.  Vá hvað það var gaman.

IMG_9094

Svo segir hann sögur inn á milli.  Sögurnar um hvernig ljóðin verða til.

IMG_9100

Upp brekkuna maður fer. 

IMG_9102

Amma var ekki allt í lagi að hann skrifaði nafnið mitt á áritunina. 

Jú jú, sagði amma, þú átt hvort sem er að erfa þetta seinna.

Já égi veit, en þú mátt nú hafa ýmislegt með þér á Hlíf.  LoL

Vorum nýbúin að var gegnum þetta í sambandi við Kúluhúsið.  Þau ætla öll að flytja og búa í kúlunni þegar við deyjum barnabörnin.

IMG_9103

Jamm það fylgir að árita og selja diskana.

IMG_9105

Og syngja um allan tilfinningaskalann.

IMG_9107

Laufey I love you, I really really really do. hehehehe... Það var aukalagið.

Það er svon sannarlega gefandi fyrir sálina að koma sér út úr húsi og leyfa sér að upplifa listina.  Hvort sem það er leiksýning, konsert eða tónleikar.   Það nærir sálina og skilur eftir gleðitilfinningu, jafnvel þó maður sé dálítið dapur inn í sér.  Þá gefur þetta augnablik svo mikið.  Takk fyrir mig.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

oooo hvað það hefur verið gaman hjá ykkur.  Fyrirgefðu forvitnina en ertu semsagt að ala upp barnabarn? 

Ásdís Sigurðardóttir, 20.9.2007 kl. 23:57

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já stubburinn minn hefur verið hér hjá mér síðan hann var 6. ára.  Vistaður vegna ástands hans elskulegu foreldra. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.9.2007 kl. 23:59

3 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Listin er það sem gefur lífinu gildi og líka listina að lifa sem þú kannt svo vel ásthildur mín. Og þú gefur lífinu listina að vera til.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 21.9.2007 kl. 00:15

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk fyrir þessi orð ljósið mitt. Og sömuleiðis.  Ég veit ekki um margar manneskjur sem eru jafngefandi og þú. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.9.2007 kl. 00:19

5 identicon

AÐ næra sálina er nauðsynlegra en margur heldur.Tónlist,leiklist ljóðlist allt það og meira til Ásthildur mín.Þetta eru ADRENALÍNGJAFAR til Sálarinnar.Alltaf skemmtilegar myndir hjá þér.Hafðu þökk fyrir.Þórarinn Gíslason.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 21.9.2007 kl. 02:11

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

ADRENSLÍNGJAFAR sálarinnar, góð samlíking Þói minn.  Já þetta er nefnilega alveg rétt. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.9.2007 kl. 08:08

7 Smámynd: Huld S. Ringsted

Hörður Torfa alltaf góður. Ég hef einu sinni farið á tónleika með honum fyrir alveg svakalega mörgum árum!

Huld S. Ringsted, 21.9.2007 kl. 09:45

8 Smámynd: Guðný GG

Ji hvað það hefur verið gaman hjá ykkur þetta er nauðsynlegt að gera . Frábærar myndir eins og alltaf  ..knús frá mér

e.s. ég þorði ekki annað en að hlýða þér og er búini að klára færsluna

Guðný GG, 21.9.2007 kl. 09:46

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hehehe sá það. Guðný mín. 

Stelplur mínar þá er bara að drífa sig næst þegar hann verður á ferðinni. Veit ekki hvar hann verður næst.  En ég get lofað ykkur góðri stund með frábærum listamanni.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.9.2007 kl. 10:37

10 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Það er gott að þið skylduð skemmta ykkur vel. Svo eru myndirnar þínar flottar að venju.

Kristín Katla Árnadóttir, 21.9.2007 kl. 10:47

11 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Ég held að þú sért með fallegasta myndablogg á Íslandi. Allt sem þú birtir tengist fjölskyldu þinni og ástvinum, sem segir margt um þína persónu. Þú ert algjört gull. Guð blessi þig Ásthildur mín og haltu áfram þessu góða starfi.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 21.9.2007 kl. 11:14

12 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Guðsteinn mín. Ég er upp með mér af þessum orðum þínum

Takk Kristí Katla mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.9.2007 kl. 12:36

13 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ég fór á tónleika með Herði í fyrra. Hann er alveg frábær

Hrönn Sigurðardóttir, 21.9.2007 kl. 12:39

14 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hann var að fara út úr dyrunum hjá mér.  Hann verður á Hólmavík í kvöld, og svo verður hann á Græna Hattinum á Akureyri í næstu viku. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.9.2007 kl. 12:54

15 Smámynd: kidda

Hann Hörður er góður, klikkar ekki

Ég borða alltaf á þessum stað þegar ég kem við á Ísafirði, og í gamla bakaríinu. Það er algjörlega ómissandi að koma við í besta bakaríinu á landinu

kidda, 21.9.2007 kl. 14:19

16 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Einmitt Ólafía mín, hjá henni Rut okkar allra.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.9.2007 kl. 19:15

17 Smámynd: Þórdís Einarsdóttir

Kókoslengjurnar og snúðarnir með súkkulaðinu frá Rut. Ohhh hvað mig langar að skjótast í Gamla núna. Þetta er lang besta bakaríið á landinu.

ÞE 

Þórdís Einarsdóttir, 21.9.2007 kl. 22:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 2022144

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband