Eitthvað hlýtt og notalegt, þó það séu bara minningar.

Já það er búið að vera rosalega kalt í dag.  Ég byrjaði daginn á fundi með bæjarstjóranum og yfirmanni tæknideildar, og tæknifræðing, þar var líka mættur Árni Steinar, umhverfisstjóri í Fjarðarbyggð.  Þeir höfðu beðið hann um að taka út svæðin hér í Ísafjarðarbæ, með tilliti til útboðs og ýmsar ráðleggingar utanaðkomandi.  Við fórum svo skoðunarferð um alla byggðarkjarnana.  Veðrið var hundleiðinlegt, ískalt og rigning. Ég var köld i gegn þegar ég kom heim.  Svo mér datt í hug að setja smá lit og hlýju inn á bloggið mitt.

Danmark 302

Hér er sölutorg í litlu indíjánaþorpi í suður Mexíco.  Í kirkjunni getur maður fengið heilun, með því að kveikja á kerti eða slátra hana. 

Danmark 304

Þessi er ansi liðtæk við að prjóna.

Danmark 312

Búningarnir eru ansi skrautlegir og hver kynstofn hefur sinn eigin búning.

Danmark 316

Fórum í heimsókn inn á þetta heimili.  Hér eru stúlkubörn gefin eiginmanni þegar þær eru um 7 - 8ára gamlar. Þessi maður átti 7 konur, og svo tók hann að sér systur einnar líka.  Hann spókar sig meðal karlanna í þorpinu en þær vinna.

Danmark 318

Þær virðast ánægðar með hlutskifti sitt, þekkja ekkert annað.

Danmark 319

Við vorum dubbaðar upp í búninga, en þær eru svo miklu minni en við, bæði á lang- og þververg.

Danmark 320

Karlarnir eru jafnvel ennþá skrautlegri í klæðaburði.

Danmark 323

Hér er eldhúsið, og það er verið að baka tortillur, auðvitað var okkur boðið upp á slíkar.

Danmark 325

Svona eru mótin hjá þeim. 

Danmark 343

Þessi ágæti leigubílstjóri er alveg stálheiðarlegur.  Við höfðum tekið leigubíl, og föttuðum svo nokkru seinna að við höfðum gleymt myndavélinni í bílnum.  Þar sem við gengum aðalgötuna kallaði hann til okkar að við hefðum gleymt myndavélinni í bílnum hans.  Við vorum ekki einu sinni farin að sakna hennar.  Bíðið augnablik sagði þessi öðlingur, ég fór með hana niður á stöð, ég sæki hana eftir augnablik.  Og það stóð.  þess vegna eru þessar myndir til.

Danmark 346

Hér erum við komin að landamærastöð Guatemala.  Ætlum yfir sundið.

Danmark 358

Þessi ungi maður var í rútunni sem við ferðuðumst með,  hann var 7 ára, og fór margra kílómetra ferðalag í næsta þorp til að sækja nagla, hann var að hjálpa pabba sínum að smíða.  En hann fór samt nokkra klukkutíma á dag í skólann.

Danmark 362

Á inkaslóðum í Guatemala.

Danmark 373

Hér er í komin til Belize, á eyju sem heitir Caye Caulker.   MM heitt og notalegt, hreinn sjór.  Hér meira að segja eru kórallarnir alfriðaðir, þeir stúta þeim ekki eins og við gerum.

Danmark 396

Svo snorkar maður, hér voru hákarlar og skötur, þau voru gæludýr, það fór samt svolítið um mig þegar ég renndi mér niður til þeirra.

Danmark 416

Hér er sko ekkert verið að pakka appelsínunum inn í neytendapakkningar.

Danmark 488

Jamm hér ríður maður á hesti.  Við fórum upp í 3400 metra hæð yfir sjávamáli til að skoða fiðrildi sem eru alfriðuð í heiminum.  Hér í Mexícó þar sem við erum er einn af örfáum griðarstöðum þeirra. Þau koma fljógandi alla leið frá Candada og lifa í 8 mánuði, sem er met hjá fiðrildum. 

Danmark 477

Þau eru þarna í milljónavís, en hefur fækkað gríðarlega vegna mengunar.

Danmark 530

Hér er svo ströndin í Mazatlán, í Mexico, hér var fiskimaður sem fór út á hverjum morgni og kom með ferskar ostrur upp á ströndina, þar var hægt að kaupa þær spriklandi fyrir 1 pesó. 

Æ það er ágætt að rifja upp suðlægari slóðir þegar kári kuldaboli ræðst á mann óforvarendis. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Æðislegar myndir. Ég vildi að ég væri þarna mín  ljúfust. 

Kristín Katla Árnadóttir, 17.9.2007 kl. 23:00

2 Smámynd: Steingrímur Helgason

Nú lángar mig í kjúklíngabúrrítós & hálfs gallóns krapaða margarítu.

En hér verður þó ekki engisprettufaraldur.

S.

Steingrímur Helgason, 17.9.2007 kl. 23:26

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það er heilmikil og mögnuð saga, sem getur falist í einni mynd og nokkrum línum, eins og þarna með blessaðann litla drenginn, sem er að fara langar leiðir til að ná í nagla til að hjálpa pabba sínum. Minnir mann líka á hve maður tekur lífsgæðunum hér heima, sem sjálfsögðum hlut. Hér er allt innan seilingar o ef það er það ekki þá ærumst við oft úr frekju og óánægju.  Sagan minnir mig á frásögnina um skrúfumanninn í Kúlusuk.

Ferskur blær sem fylgir svona færslum.  Takk Ía mín.

Jón Steinar Ragnarsson, 17.9.2007 kl. 23:38

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þetta eru frábærar myndir og hlýjar sem er ekki minna um vert.  Sit hér vafin í teppi og er þrælkallt.

Jenný Anna Baldursdóttir, 17.9.2007 kl. 23:43

5 Smámynd: Jens Guð

  Mikið sem er gaman að skoða svona færslu þegar maður kemur inn úr rigningunni með kuldahroll.  Ég verð að hrósa þér fyrir það hvað þú dúkkar oft upp með skemmtilega öðruvísi blogg en maður finnur í bloggheimi.  Kuldahrollurinn er að líða hratt úr mér. 

Jens Guð, 17.9.2007 kl. 23:44

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk elskurnar mínar. 

Þessi litli drengur var svo stoltur af að fá að fara þessa ferð fyrir pabba sinn, hann var uppáklæddur i sitt fínasta púss, í sparifötin ekkert minna dugði til að fara í kaupstaðinn.  Og hann var líka svo stoltur af pabba sínum sem var smiður.  Sem betur fer var mágkona mín með í för, en hún hefur búið í Mexico í yfir 30 ár, og gat talað og túlkað.  Það er svo gott að hafa slíkan förunaut.  Þá upplifir maður ennþá betur það sem er að gerast. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.9.2007 kl. 00:02

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Steingrímur ég get lofað þér því að við drukkum fullt af krapaðri Margarítu

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.9.2007 kl. 00:07

8 identicon

Algjörlega frábærar myndir. Ég fer að sofa með sól í hjarta - takk - knús til þín vestur frá norðankonu

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 18.9.2007 kl. 00:50

9 Smámynd: Gló Magnaða

Vel til fundið að setja inn myndir af hita. Það tekur mann alltaf töluverðan tíma að venjast kuldanum á haustin.

Gló Magnaða, 18.9.2007 kl. 07:28

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég er bara fegin að mér skyldi detta þetta í hug, sé að það hefur yljað fleirum en mér. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.9.2007 kl. 08:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 2022144

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband