16.9.2007 | 10:11
Stundum eru vegir mannsins órannsakanlegir.
Þð gerðist dálítið skemmtilegt í gær, eiginlega kraftaverk í anda Leyndarmálsins. En maðurinn minn hefur lengi rætt um að hann þyrfti að fá mann í vinnu, það er mikið að gera og erfitt að fá góða menn. Hann hafði fengið loforð um að fá pólskan mann í vinnu í múrverk, en þegar til átti að taka, þá var hann kominn í vinnu annað. Við erum að ræða þetta við eldhúsborðið, í því er í fréttunum sagt að margir pólverjar hafi verið sendir út landi fyrr í vikunni, því að starfsmannaleigan sem þeir voru ráðnir hjá hafði ekki tilskilinn leyfi.
Við vorum að vorkenna þessum pólsku mönnum og ég segi við hefðum ef til vill getað ráðið einhvern af þeim, þá er bankað og ungt par stendur fyrir utan, erindið var, að spyrja hvort manninn minn vantaði ekki mann í vinnu, hann er pólskur og talar að vísu ekki orð í íslensku, en er mjög duglegur, sögðu hjónin og hann er múrari.
Við litum hvort á annað, og hugsuðum þetta var einmitt það sem var í huga okkar beggja, og svo kemur bara svona tilboð upp í hendurnar.
Unga fólki er pólskt og talar ágæta íslensku, þau voru með litla stúlku með sér Júlíu, 6. mánaða.
Hér er hún Júlía litla, svona falleg og myndarleg.
Þau búa í Bolungarvík og falla algjörlega inn í okkar íslenska samfélag. Mjög sennilega er Júlia litla íslenskur ríkisborgari.
Þessar hnátur komu lika í heimsókn í gær.
Og Sigurjón litli líka, hér kveðjast þeir bræðurnir.
Annars var veðrið gott í gær, svolítið villtur himininn.
En við vorum lengi hugsi yfir því hvernig umræður okkar voru og síðan að þau skyldu koma hingað á sama tíma og bjóða fram mann, sem passaði alveg inn i það sem við vorum að ræða um. Það er ef til vill öðruvísi að lesa svona um það. En í raun og veru var þetta eins og kraftaverk, í upplifun.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 20
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Lífið er ótrúlegt Ásthildur!. Til hamningju með lánið ykkar. Lenti sjálf í svipuðu um dæmi ...svona Secrets-dæmi í síðustu viku....knús og koss á kinnina þín mín elskuleg.
Heiða Þórðar, 16.9.2007 kl. 10:37
Takk og knús til baka.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.9.2007 kl. 10:40
Það er svona sem við verðum vör við kraftaverkin ef við hlustum Þau eru alltaf að gerast í kring um okkur
En þetta Secret dæmi, minnið í mér svíkur mig núna alveg. Var það bók eða mynd? Það eina sem ég man er að þetta ætlaði ég að kynna mér betur.
kidda, 16.9.2007 kl. 11:01
Kraftaverkin gerast enn! Gaman af svona sögum en ég þarf greinilega að fara að fá mér Secret bókina, mér veitir ekki af smá kraftaverki í mitt líf.
Eigðu góðan dag Ásthildur
Huld S. Ringsted, 16.9.2007 kl. 11:20
Góðan daginn heilladísir. Secret bókin hún getur verið ágæt til aflestrar,
en ég held ég fái mér hana ekki, þarf hana ekki, þurftu þau hjón hana, nei nei.
þau voru bara að tala um og hugsa þá kom kraftaverkið.
Það kemur nefnilega þegar það á að koma. Allt hefur sinn tíma,
ekki satt Ásthildur mín?
Eigið þið góðan dag Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 16.9.2007 kl. 11:44
Já þetta var aldeilis vel tímasett hjá þeim.
Falleg litla stelpan Júlía sem og Sigurjón litli hann er alltaf eins klipptur út úr krúttblaði.
á kinn
Hrönn Sigurðardóttir, 16.9.2007 kl. 11:48
Ég nefndi Secret, ég er ekki alveg búin að lesa hana, en boðskapur hennar þóknast mér vel, og það er margt í henni sem ég finn samsvörun í með sjálfri mér, og það sem hefur verið að gerast í mínu lífi. Hún er hverjum manni holl lesning.
Það er að vísu alveg rétt að allt hefur sinn tíma, en sumt gerist samt sem áður aðeins fyrir kraftaverk. Og kraftaverkin gerast ekki nema við biðjum um þau. Það er þeirra eðli. Þannig að ef við viljum eitthvað, þá er best að hugsa um það og biðja um aðstoð.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.9.2007 kl. 12:46
Ég er búinn að horfa á myndina mjög oft og finnst boðskapurinn frábær og svo sannarlega eitthvað til að skoða og reyna. Hef reynt að tileinka mér nokkra þætti úr myndinni og finnst þetta virka rosalega vel. Mæli með myndinni nr.1-2-3 hef skoðað bókina og finnst hún ekki komast með tærnar þar sem myndin er með hælana
Torfi Jóhannsson - Framtíðin er okkar., 16.9.2007 kl. 14:09
Það er misjafnt hvað gefur fólki meira myndmál eða prentmál. Ég er alveg viss um að það er gott að hafa bókina við hendina og kíkja í hana við tækifæri. Ég gaf syni mínum bókina, en ætla að kaupa mér aðra til að hafa við hendina. Myndin er líka frábær.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.9.2007 kl. 16:08
Skemmtilega saga. En þegar minnst er á Secret þá fannst mér þessi í Spaugstofunni sem fór í bankann til að taka út allar milljónirnar „að hætti Secret“ nokkuð góður.
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 16.9.2007 kl. 16:09
Mér fannst ennþá betri útfærslan á að síkríta bílinn, það var brjálæðislega fyndið. Eina atriðið sem ég virkilega hló að í Spaugstofunni. Enda er þetta ekki spaugstofan lengur að mínu mati. Þeir týndust í öllum hasarnum strákarnir okkar. Og sum atriðin voru beinlínis pínleg eins og út að hlaupa atriðið, allir móðir og másandi. Ekki fyndið fyrir fimm aura að mínu mati. Þarna kom í ljós að góðir dramaleikarar eru alls ekki góði skopleikarar.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.9.2007 kl. 16:23
Það er gott Ásthildur mín hann hefur verið sendur til ykkar.
Kristín Katla Árnadóttir, 16.9.2007 kl. 17:03
Já Kristín Katla mín, ég er alveg viss um að hann á eftir að reynast vel, og vera hjálplegur mínum manni, svo hann geti slakað aðeins á. Þetta var allavega skemmtilegt og gefandi uppákoma.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.9.2007 kl. 17:12
Þetta The Secret dæmi er dæmigert fyrir hópsál Íslendinga. Ég hef gluggað í þessa bók. Hún er ein af þessum sjálfshjálparbókum sem segir nákvæmlega ekkert og er eiginlega bara fyrir aula sem ekkert vita og ekkert skilja. Bókinni svipar til allra þessara sjálfshjálparnámskeiða sem fólk borgar tugi þúsunda króna fyrir að fara á. Til að finna sjálft sig, hugsa jákvætt, borga niður skuldir fremur en vera í vanskilum og svo framvegis.
Ég rak á tímabili nýaldarbúð. Var þar með auglýsingatöflu sem stöðugt var þétt pökkuð af auglýsingum um námskeið um það hvernig á að finna sálarró, koma sér úr skuldafeni, þvo sálina, vinna úr vandamálum fyrra lífs og annað álíka rugl.
Námskeiðshaldarar rökuðu saman peningum frá fólki sem var algjörlega ringlað (lost) og eyddi stórfúlgum í að hlusta á kjaftæði sem var ýmist bara almenn skynsemi eða bull.
Jens Guð, 17.9.2007 kl. 01:09
Ég fer ekki á svoleiðis námskeið, ég er að mörgu leyti sammála þér þar. En mér finnst allt í lagi að eiga svona bók og glugga í hana. Hún getur ekkert gert mér nema gott. Hún plokkar heldur ekki af mér peninga, nema þegar ég kaupi hana. En getur lyft lundinni í skammdeginu þegar hún er þung og leið. Þá er gott að grípa í eitthvað sem er jákvætt. Þannig séð er bókin ágæt til síns brúks. En ég er líka viss um að það sem hún segir í grunninn er rétt. Ég finn það bara inn í mér. Það er dálítið þar inni sem við köllum innsæi, sumir hrærast svo mikið í mörgu öðru, að þeir hafa gleymt því. Það verður nefnilega að hafa næði og ró, og vilja til að fá það til að virka. Mér finnst allt í lagi að fólk geri grín að mér og hlæji að upplifinum mínum. Það særir mig ekki neitt, og gott ef fólk getur hlegið. Það hefur samt enginn áhrif á hver eg er, hvernig ég er alin upp af skyggnum afa, og svo framvegis. Það hefur mótað mig alveg örugglega og hjálpað mér til að skilja að það er svo óendanlega margt til í heiminum, sem við sjáum ekki, en getum skynjað og upplifað, ef við bara leyfum því að vera til. En afneitum ekki.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.9.2007 kl. 08:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.