15.9.2007 | 13:03
Hvað á maður að halda ?
Ætli fólkið sem gaf í sjóð til aðstoðar við leit að litlu Madeleine, verði ánægt með að peningarnir þeirra renni í lögfræðikostnað til foreldranna. Þær upplýsingar sem liggja fyrir, benda eindregið til þess að þau hafi sjálf orðið barninu að bana, og gert ráðstafanir til að láta það líta úr sem brottnám. Líkamsvessar og hár í skottinu á bíl þeirra, sem þau geta ekki gefið viðunandi skýringar á. Einnig eru sönnunargögn um hana að finna í íbúðinni og annari íbúð sem þau höfðu á leigu eftir að barnið týndist.
Fólkið er gjörsamlega siðlaust, ef þetta er vona búið. En ætli það séu nú margir sem vilja aðstoða meðan málið liggur svona ? Það er forgangsatriði í dag að finna sannleikann um hvað gerðist, en ekki að finna barnið sem nú þegar er augljóslega dáið, miðað við þær upplýsingar sem fyrir liggja, og því miður öll sönnunargögnin kring um foreldrana sjálfa. Blessuð litla sálin.
Tíu milljón króna auglýsingaherferð í leitinni að Madeleine | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 20
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
LESA áður en þú gagnrýnir...
" Í dag var einnig tilkynnt að fé úr sjóðnum yrði ekki notað til að greiða lögfræðikostnað McCann hjónanna."
Logi (IP-tala skráð) 15.9.2007 kl. 13:08
"Í dag var einnig tilkynnt að fé úr sjóðnum yrði ekki notað til að greiða lögfræðikostnað McCann hjónanna."
Lesa betur
Ragnhildur (IP-tala skráð) 15.9.2007 kl. 13:12
Já hvað á maður að halda þetta lítur ekki vel út með hjónin maður er bara undrandi á þessu getur verið að þau hafi gert svona hræðilegt.
Kristín Katla Árnadóttir, 15.9.2007 kl. 13:14
Æ, maður veit ekki hvað maður á orðið að hugsa um þetta mál.
Huld S. Ringsted, 15.9.2007 kl. 13:22
Hann faðir minn heitinn gaf mér gott ráð. Hann sagði stundum við mig: Kata litla maður á ekki að halda heldur VITA.
Og nú gef ég þér þetta ráð mín kæra vinkona
Katrín, 15.9.2007 kl. 13:26
Ef að lögreglan væri 100% viss um hvað hefði gerst og að foreldrarnir hafi banað barninu sínu þá væru þau í haldi núna, ekki satt. Svo að vonandi er fólk enn á varðbergi ef að það skildi sjá stúlkuna.
HOG (IP-tala skráð) 15.9.2007 kl. 13:30
ÚBBS las þetta með vitlausum gleraugum. Þetta litla ekki fór fram hjá mér. Sorrý. Vonandi er þetta allt bara ýkjur. En ansi er ég hrædd um að landið liggi svona. Sannarlega sorglegt mál, sem vonandi fæst full niðurstaða um, svo ekki verði um villst. Það er hræðilegt að liggja undir þessum grun.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.9.2007 kl. 13:36
Það er gaman að fylgjast með því hvað fólk er fljótt að dæma. Hér kemur það svo skemmtilega fram. Í fyrsta lagi fer Ásthildur kolrangt með staðreyndir í upphafi blogg síns og dæmir hart út frá þeirri vitneskju en áttar sig sem betur fer á því og dregur í land. En á þessu getum við lært að vera róleg í að dæma fyrr en öll kurl eru komin til grafar. Ég vil nú leyfa foreldrum stúlkunnar að njóta vafans þar sem ég hef því miður bara alla mína vitneskju um málið úr blöðunum og á netinu og veit ekki hvað er satt og logið sem þar kemur fram. Hins vegar er líka ótrúlega gaman að fylgjast með bloggum um þetta mál en fólk fullyrðir svo svakalega að það mætti halda að þeir fengju sínar upplýsingar beint frá Portúgölsku lögreglunni.
Margrét (IP-tala skráð) 15.9.2007 kl. 16:03
Það hefur komið fram að Madelein var gefið svefnlyf. Það hefur líka komið fram að líkamsvessar, sem talið er að séu frá henni hafa fundist í skotti bíls foreldranna, þau afsökuðu sig með því að þetta væri frá sjúkrahúsinu sem þau vinna á. Það hefur líka komið fram að það fundust einnig leifar í húsnæði sem þau leigðu eftir að þau fóru frá hótelinu sem þau bjuggu á þegar Madelein var rænt. Ég veit ekki hvort það er fljótfær dómur að finnast böndin berast að foreldrunum.
Ég sé þetta fyrir mér svona: Hjónin ákveða að fara út að borða, enginn efast um að það er rétt. Þau skilja þrjú litil börn eftir á hótelherbergi eða íbúð. Ef það er rétt sem fram hefur komið, að hár og líkamsvessar sýna að barnið hafi dáið af svefnlyfi, þá þykir mér mjög sennilegt að þau hafi gefið börnunum svefnlyf áður en þau fóru út. Eitthvað fór úrskeiðis, og litla stúlkan er dáin þegar þau koma heim. Þau horfast í augu við afleiðingarna; hvernig verður tekið á læknum sem gefa barninu sínu of stórn svefnlyfjaskammt; síðan er fordæming samfélagsins. Er þá ekki raunhæft að ætla að þau grípi til örvæntingaraðgerða, eins og að setja á svið barnsrán, og síðan leit að barninu.
Það er margt óljóst í ferlinu, eins og ef einhver braust inn og rændi barni, af hverju tók hann þá ekki öll börnin ?
Af hverjum voru líkamsvessar og hár í íbúðum og bíl hjónanna ?
Mér finnst stundum eins og fólk vilji ekki ræða ýmsa hluti, og fyllist vandlætingu ef fólk segir hluti sem ekki falla inn í kramið. Eins og til dæmis, að fólk drepur börnin sín, sumir af óvilja, aðrir viljandi. Af því að það passar ekki inn í viðurkennt atferli. Það heyrast oft fréttir af fólki sem drepur börnin sín og sumir alla fjölskylduna ef því er að skipta.
Þegar ég var au-pair í Skotlandi 1965, hjá hjartaskurðlækni og konu hans hinu mætasta fólki sem mátti ekki vamm sitt vita, þeim fannst ekkert mál að gefa börnunum svefnlyf ef þau buðu fólki heim eða ætluðu eitthvað út. Ég átti ekki orð til, yfir þessu. En þeim fannst þetta bara ekkert mál. Þau sögðu að margir gerðu þetta. Þó var þetta fólk sem neytti ekki víns eða neins annars. Þeim fannst ekkert mál að gefa börnunum sínum, svefnlyf.
Það er enginn að segja að þetta hafi verið viljaverk. Það er verið að tala um að þau hafi gefið barninu of stóran skammt í ógáti, og viðbrögðin hafi síðan grundvallast á ótta við afleiðingarnar. Það er skiljanlegt. En að sama skapi ekki geðfellt.
Þau hafa talað um að einhver hafi viljað koma á þau sök. Hver átti svo sem að gera það ? Einhver rænir barni, og reynir síðan að klína því á foreldrana, þetta þykir mér nokkuð langsótt.
Enda þykir mér afsakanir hjónanna, bæði með þetta að reynt hafi verð að klína á þau sök og að líklyktin og vessarnir í bílnum hafi verið frá því að þau voru við vinnu á spítalanum nokkuð langsótt.
Ég las fyrirsögnina vitlaust, með að þau ætluðu að nota hluta peninganna í lögfræðing, það var leiðrétt, og ég ætlaði sannarlega ekki að gera þeim meiri sök en til stóð. En eftir stendur þetta. Meðan það er ekki hreinsað upp, eða dregið til baka af breskum eða portúgölkum yfirvöldum, þá hallast ég að þeirri kenningu að litla stúlkan hafi dáið af of stórum svefnlyfsskammti sem foreldar hennar gáfu henni áður en þau fóru út að borða.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.9.2007 kl. 17:27
Hér er umfjöllun um málið. Tekið af heimasíðu Þorleifs Ágústssonar. http://www.aftonbladet.se/nyheter/article776000.ab
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.9.2007 kl. 17:50
Það er auðvitað grundvallaratriði að enginn er sekur fyrr en sekt er sönnuð, það má enginn gleyma í hita leiksins. Þar sem ég hef ekki beina tengsl inn í Portúgölsku lögregluna heldur hef ég alla mína vitneskju um málið úr blöðum og af netinu vil ég ekki hrapa að ályktun því ég veit ekki hvað er sett fram til að segja sannleikann eða til að selja blaðið/blöðin eða almennt til að ná athygli fólks.
Það er vissulega margt sem komið hefur fram í blöðum og á netinu sem beinir spjótum að foreldrunum en það er líka margt annað sem beinir spjótum frá þeim. T.d. núna um daginn hefur það komið í ljós að árið 2004 hvarf 8 ára stúlka, Joana Cipriano, í bæ sem er aðeins 7 mílur frá þeim stað sem Madeleine hvarf. Móðir hennar og frændi voru dæmd fyrir að hafa drepið hana. Hins vegar hefur komið í ljós að 5 lögreglumenn pintuðu þau til að segja það sem þeir vildu fá fram. Í sömu grein kemur fram að maður sem á að vera crime expert Mr. William Thomas segir að líkurnar á því að svona gerist á sama stað á eins skömmum tíma (2004/2007) séu hverfandi og því gæti þetta mál jafnvel tengst hvarfinu á Madeleine litlu. Ég ítreka að þessa vitneskju hef ég einungis úr blöðum og af netinu.
Það er auðvelt að týna eitthvað út úr heildarmyndinni sem styður manns málstað og sleppa hinu sem síður passar.
Við skulum bíða og sjá hvað gerist á næstu dögum og þangað til leyfa fólki að njóta vafans, hvort sem er um fjölskyldu stúlkunnar að ræða eða Portúgölsku lögregluna.
Margrét (IP-tala skráð) 15.9.2007 kl. 18:44
Já við skulum gera það Margrét mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.9.2007 kl. 19:21
Þetta er bara hræðilega sorglegt í alla stað, hvort sem foreldrarnir eru sekir eða ekki. Ég vona að svo innilega að það rétta komi í ljós sem fyrst, allra vegna og ekki síst fyrir aðstandendur litlu stúlkunnar sem syrgja. Engin er sekur fyrr en sekt er sönnuð, í guðs bænum ekki gleyma því.
Linda Ósk Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 15.9.2007 kl. 20:40
Það sem kom mér mest á óvart við hvarf litlu stúlkunnar var það að í stað þess að drífa sig heim og syrgja og láta lögregluna um að leita þá fóru þau í hálfgerða pílagrímsferð alla leið í páfagarð ef ég man rétt. Ég hefði lagst í sorg og reynt að eyða öllum mínum tíma með þeim tveim börnum sem ég þyrfti að gæta en væri ekki á flakki um heimsbyggðina. Er ekki að dæma einn né neinn, en mér hefur alltaf fundist vond lykt af þessu máli. Kær kveðja til þín elsku Ásthildur og takk fyrir falleg orð til mín. Ég er hressari
Ásdís Sigurðardóttir, 15.9.2007 kl. 21:20
Ekki veit ég hvort foreldrarnir eru sekir eða saklausir. Ég veit þó að morð á smábörnum í USA og á Bretlandi eru í yfirngnæfandi meirihluta, framinn af foreldrum eða ættingjum.
Það kemur ákaflega illa við fólk þegar einhver vogar sér að setja fram spurningu um hvort það hafi getað gerst með þessa litlu telpu. Alveg sama hver hin raunverulega ástæða hvarfsins er þá er það ekkert óeðlilegt að fólk velti þessum möguleika upp.
Þegar stúlkan hvarf bloggaði ég um að mér fyndist það með ólíkindum að fólk með ráði og rænu skyldi 3 óvita eina eftir meðan fullorðna fólkið fór út að borða. Ég hélt að kommentakerfið mitt myndi brenna yfir. Ég dró þá ályktun að fólk setti mörkin við hvað er leyfilegt í þessum efnum við eigin reglur. Það er eina skynsamlega ástæðan sem ég fann vegna þeirrar reiði sem þessi skoðun mín olli.
Umræður um þessi mál eru af hinu góða. Foreldraábyrgð svona almennt séð er aldrei of oft rædd.
Takk fyrir færslu Ásthildur.
Jenný Anna Baldursdóttir, 15.9.2007 kl. 21:57
Takk Elskulega Ásdís mín
Linda mín, hér er ekki verið að ásaka neinn í raun og veru. Það er verið að leita svara. Svara sem ómögulegt er að segja til um ennþá hver eru. Ég er að setja mínar hugsanir um hvernig þetta var á blað. Og ég segi það satt, mér finnst það miklu ásættanlegra út frá mínu hjarta, ef það hefur farið svona fram, heldur en litla barnið hafi verið numið á brott af einhverjum pervert, sem hefur annað hvort myrt það eða sett það í miklu verri aðstöðu. Ef það hefur dáið innan um sína heittelskuðu fjölskyldu af slysni, er í mínum huga besta lausnin. Þó það virðist vera kalt að segja það. Þá vitum við að það eru hræðilegir hlutir að gerast í heiminum, þar sem börnum er rænt og þau misnotuð og myrt á hrottalegan hátt, jafnvel fyrir framan myndavélar til að svala fýsnum fólks, sem á ekki skilið að kallast mannverur. Heldur miklu fremur kvikindi sem eiga sér í raun og veru engan tilverurétt. Svokallaðir barnaníðingshringir. Ég myndi miklu heldur vita af barninu mínu dánu einhversstaðar, en að vita af því í svoleiðis aðstæðum. En þannig er ég bara. Vegna þess að ég veit að dauðinn er miskunnsamur, og þegar börn deyja, þá eru þau sótt af englum, sem líkjast móðurinni. Sumum finnst þessi umræða óþægileg. Ég veit ekki alveg af hverju. Þá er ég ekki að tala um örlög barnsins, heldur virðist það vera tabú að sumt fólk grunar foreldrana um verkaðinn. Stundum er lífið bara svoleiðis. Það er ekki alltaf glansmynd eða sanngjarnt. Og stundum getur fólk gert hluti í örvæntingu, sem það myndi ekki gera annars.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.9.2007 kl. 22:05
Ég er ykkur alveg sammála að auðvitað er gott að ræða málið og málin almennt, það er bara hollt. Hins vegar er jafn mikilvægt að vanda orðavalið og setja ekki hlutina fram sem fullyrðingu ef maður hefur einungis sína vitneskju úr blöðum eða af netinu. Hér er ég ekkert sérstaklega verið að vísa til þessa bloggs heldur bloggs almennt.
Varðandi það að foreldrar skilji þrjú börn sín eftir ein á meðan þau fari út að borða er eitthvað sem ég skil ekki og myndi aldrei gera en ég er líka alin upp á Íslandi og þar tíðkast þetta ekki, allavega ekki í kringum mig. Foreldrar stúlkunnar eru hins vegar alin upp í öðru landi og þar eru aðrar hefðir og aðrir siðir og það hefur komið fram í umræðunni að þetta sé almennt gert af fólki frá þessu landi og þykir ekkert tiltökumál.
Annað er, ef ég hefði verið í sömu stöðu og foreldrarnir finnst mér líklegt að ég hefði tekið nákvæmlega sömu ákvörðun og þau gerðu þ.e. valið að vera á staðnum en ekki farið heim, svona er fólk einfaldlega misjafnt.
En, annars, bíðum og sjáum hvað gerist.
Margrét (IP-tala skráð) 16.9.2007 kl. 09:01
Það er margt sagt og miklu logið, líka í fjölmiðlum. Ég trúi enn staðfastlega á sakleysi foreldranna. Það eru ennþá kurl ókomin til grafar í þessu skelfilega máli. Spyrjum að leikslokum.
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 16.9.2007 kl. 09:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.