Haust.

Já það er greinilegt að haustið er komið.  Það var fallegur dagur í dag, en ég er viss um að það verður næturfrost í nótt.

IMG_8953

Fjörðurinn minn í sínum fegursta skrúða.

IMG_8954

Og hér er dálítið annað sjónarhorn. Þarna má sjá snæfjallaströndina hvíta af snjó.

IMG_8955 

Já þetta er við flugvöllinn.

IMG_8956

Fallegur fjallahringurinn.  Séð inn í Tunguskóg, þar sem ísfirðingar eiga sumarhúsin sín.  Þeir sem eiga heima í miðbænum, færa sig inn í Tunguskóg þegar sumrar og eru þar allt sumarið.

IMG_8957

Sést betur hér, og svo er þetta nýja byggingarhverfið. 

IMG_8958

Og gamla Holtahverfið.

IMG_8959

Góustaðir og Úlfsá og fleiri sem hér voru bóndabæir áður. 

IMG_8961

Hér sést vel að lyngið er orðið eldrautt, og kallast á við snjóinn sem kom um daginn.  En sólin hefur brætt hann að mestu.

IMG_8962

Hér sést hvernig fjörðurinn kúrir undir fjöllum á alla vegu.  Þess vegna eigum við þetta dýrðar koppalogn svo oft á kvöldin. Hér sést Snæfjallaströndin betur.

IMG_8965

Og nú er komið kvöld, og geislar sólarinnar leika sér í skýjunum.

IMG_8966

Það er fallegt sjónarspil.

IMG_8964

Svo er litla skottið hún Evíta Cesil, svona broshýr, en amma var að passa hana og bróður hennar Aron Mána í dag.  Svona til að fá ekki fráhvarfseinkenni hehehehe...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fínar myndir hjá þér Ásthildur. Það er fátt fallegra en Skutulsfjörður á haustin í svona veðri. Tók þessa í miðbænum í dag. Ég tók eina skemmtilega af húsinu þínu. Þarf að koma henni til þín :)

Gústi (IP-tala skráð) 14.9.2007 kl. 21:40

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

 Fallegar myndir hjá þér Cesil mín. Það er fátt fallegra en haustið, þegar allir þessir litir skarta sínu fegursta

Hrönn Sigurðardóttir, 14.9.2007 kl. 21:50

3 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Fallegar myndir af haustinu  fallegt litla skottið þitt.

Kristín Katla Árnadóttir, 14.9.2007 kl. 21:54

4 Smámynd: kidda

Vá, þvílíkur munur á myndunum eftir því hvernig veðrið er Það vantar ekki að þú hefur dásamlegt útsýni.

kidda, 14.9.2007 kl. 22:22

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já Ólafía mín ég hef gott útsýni.  Takk Kristín Katla mí og Hrönn

Gústi endilega komdu henni til mín flottastur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.9.2007 kl. 00:58

6 Smámynd: Saumakonan

alltaf jafn fallegar myndirnar þínar...   dauðlangar að koma vestur en sé ekki fram á það á næstunni   

Eigðu góðan dag ljúfan

Saumakonan, 15.9.2007 kl. 10:06

7 Smámynd: Merlin

Mér finnst svo gaman að skoða myndirnar þínar og þú settir inn nokkrar um daginn sem mér finnst svo flottar, má ég taka þær og fikta aðeins með þær og senda þér svo afraksturinn í pósti? þ.e. ef þær koma vel út

Merlin, 15.9.2007 kl. 11:41

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já auðvitað Merlin mín.  Alveg sjálfsagt. 

Sömuleiðis Saumakona mín.  Vonandi kemurðu samt fyrr en seinna. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.9.2007 kl. 11:55

9 Smámynd: Huld S. Ringsted

Falegar myndir, það var líka svona veður hérna á Akureyri í gær

Huld S. Ringsted, 15.9.2007 kl. 12:31

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já hann er hvassari núna, en hlýtt og sól.  Ágætis veður.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.9.2007 kl. 12:43

11 identicon

Mig vantar email hjá þér Ásthildur, sendu mér póst á gusti hjá snerpa.is.

Gústi (IP-tala skráð) 15.9.2007 kl. 18:24

12 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já geri það Ágúst minn.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.9.2007 kl. 18:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband