13.9.2007 | 18:30
Öfgahópar og hryðjuverkamenn, hvað er hægt að gera ?
Ekki verður þetta til að auka hróður Islam. Þó þessar ágætu konur megi svo sem alveg vera siðprúðari fyrir minn smekk, með tilliti til þess hvaða áhrif þær hafa á ungar stúlkur. Svona roll model, þá eru svona yfirlýsingar út í móa, og sýna svo ekki verður um villst umburðarleysi ofsatrúarmanna, hvaðan sem þeir koma. En sennilega er málið líka að fólk frá þessum heimshluta metur líf sitt og annara minna en í hinum vestræna heimi. Því þeir trúa því að með því að gerast dómarar yfir lífi þeirra sem þeir telja ekki lifa lífinu samkvæmt þeirra reglum, verði þeir verðlaunaðir þegar þeir koma yfir. Rétt eins og víkingar töldu að með því að deyja í bardaga kæmust þeir til Valhallar, það væri eina leiðinn. Lengra hefur nú ekki siðmenninginn skilað sumum enn þann dag í dag.
En þetta verður meira æpandi af því að bara í gær ... eða fyrradag var viðtal við konu sem kemur frá landi múslima, þar sem hún talar um harðræði og áþján kvenna úr þeim heimi.
Hvað er til ráða ? hvernig eiga menn að bregðast við svona drápsvélum. Þessi ágæta kona ásamt Salman Rustie eru á dauðalista hjá öfgamönnum, og þeim er full alvara. Á þeim lista eru líka blaðamenn frá Danmörku. Fólk þarf að fara huldu höfði, og vera með batterí í kring um sig til að fá að lifa. Er þetta hægt ?
Hótar að hálshöggva Britney og Madonnu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 4
- Sl. sólarhring: 12
- Sl. viku: 27
- Frá upphafi: 2022156
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Nákvæmlega þeir virðast skilgreina heiminn eftir sínu höfði. Í raun og veru virðast þeir meðhöndla sínar eigin konur eins og vændiskonur, ef það er rétt sem fram hefur komið m.a. í viðtali við hina ágætu konu í gær/fyrradag.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.9.2007 kl. 19:19
Það eru svo margir ofsatrúarmenn/hópar sem eru fullir af bæði reiði og heift. Þarna er kvenfyrirlitningin í sögulegu hámarki.
Jenný Anna Baldursdóttir, 13.9.2007 kl. 20:43
Við skulum varast að dæma heilar þjóðir samkvæmt óráðshjali örfárra valdsjúkra og biturra geðsjúklinga. Þá eigum við líka. Ég vona svo sannarlega að heimurinn sé ekki að hlusta eftir rausi þeirra og álíta það hugarþel mitt.
Jón Steinar Ragnarsson, 13.9.2007 kl. 20:45
Nei ég geri það reyndar ekki Jón Steinar minn. En ég hlustaði á sláandi viðtal við ágæta konu í gær eða fyrradag, sem var að tala um kúgun karlmanna í islamskri trú við konur. Hún upplifði sjálf að vera umskorin og neytt til að giftast gömlum manni gegn vilja sinum. En hefur komist brott frá því lífi og var lengi í Hollandi, en er núna í Bandaríkjunum, í nánast gjörgæslu vegna morðhótana ofsatrúarmanna. Þetta er bara rosalegt ástand.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.9.2007 kl. 20:49
Við ættum að hafa í huga að það er ákveðin fáfræði sem veldur þessari "réttlátu" reiði og hneykslan okkar vesturlandabúa. Það væri ráð að kynna sér menningarheim múslima og rökræða þessar upphrópanir við þá. Þeir eru klofnir í amk tvo hópa. Annar aðhyllist réttrúnað kóransins en hinn rit afkomenda hans, sem eru töluvert öfgafyllri og hylla klerka og karlveldi, sem ég tel aldrei hafa vakað fyrir Múhameð. Múhameð skrifaði svo aldrei stafkrók í kóraninum, heldur er hann ritaður síðar úr munnlegri geymd eftir ræðum hans. Víst er að eitthvað hefur skolast til á þeirri leið. Vert er einnig að hafa í huga að hin "Heilaga ritning" Múhameðs er engin önnur en Biblían okkar og er vísað í Araham, Nóa og Krist í Kóraninum. Múhameð kom jú fram á sjónarsviðið 600 árum eftir Krist.
Það er heldur ekki langt síðan að sömu kreddur íþyngdu okkar menningarheimi, með karl og klerkaveldi, kúgun kvenna og vitfirrtri refsingargleði og hugasanavöktun. Okkur hefur tekist að sjá í gegnum þann moðreyk og ættum að vona að slíkt hið sama verði hjá Múslimum. Þeir eru bara soldið á eftir blessaðir. Þetta hefur lítið með trú að gera enda er Kóraninn uppfullur af þeim góðu gildum, sem finna má í Biblíunni. Hann er þó á sama hátt og Biblían, fullur af misvísandi málsgreinum, sem valdsjúkar sálir hafa einblínt á á kostnað hins góða. Múslimir virðast á sama stað í dag og við vorum á tímum krossferðanna, þar sem landvinningar og pólitískar forsendur ´réðu í stað manngilda.
Víst þurfum við að sporna við slíku, en það gerist ekki með ofstæki og fordæmingu. Þetta er í kjarnann sama fólk og við. Þráir eins og elskar eins, óttast eins og yrkir eins. Það eru þó enn við líði gráðug öfl sem vilja hafaa allt vald með óttann að vopni. Einhvern samhljóm á það finnst mér í stefnu þeirra sem þykjast vera boðberar friðar og frelsis í okkar vestræna heimi. Það er bara ekki eins áberandi spyrt saman við trúarsannfæringu okkar. Það þarf þó ekki að leggja við hlustir lengi til að sjá þann samanburð líka.
Jón Steinar Ragnarsson, 13.9.2007 kl. 21:11
Horfum stíft á það sem við viljum sjá....aftur og aftur...gefum ekki því sem við viljum ekki sjá orku eða hugsun.
Einbeitum okkur að því sem við viljum hafa..viljum sjá. Enginn má dæma neinn. Aldrei. En við megum vera vakandi og skýra hugsun okkar út frá því. Það er mikilvægra en nokkru sinni fyrr að við nærum það góða ef við viljum að það sigri.
Verði ljós!
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 13.9.2007 kl. 21:12
Það er bara eitt ráð sem á að nota gagnvart svona mönnum en það er að slátra þeim hvar sem til þeirra næst. Það erum ekki við Jón Steinar sem erum að dæma heilu þjóðirnar, heldur eru það svona ofsatrúarmenn sem það gera. Hinu verður ekki hægt að líta framhjá að það virðist vera innbyggt í trú þeirra sem lofa Íslam að níðast á konum, ég las um þessa konu sem Ásthildur nefnir og það voru ekki fagrar lýsingar hjá henni hvernig það er að vera kona í þessum löndum.
Jakob Falur Kristinsson, 13.9.2007 kl. 21:12
'Eg þarf ekki að bæta neinu við rökræðuna hér. Síðasti penni skýrir allt, sem ég vildi sagt hafa.
Jón Steinar Ragnarsson, 13.9.2007 kl. 21:20
Eins og Matti vinur minn bendir réttilega á í nýjustu bloggfærslu sinni er hæpið að fært muni að taka grey Britney af lífi í tvígang. Við vitum nebblega ekki betur en að bandaríski skemmtanabransinn sé búinn að klára verkið nú þegar, eftir hina miður velheppnuðu síðustu "upptroðslu" hennar.
Greta Björg Úlfsdóttir, 13.9.2007 kl. 22:24
Reyni aftur að troða inn línk á Matta:
Matti
Greta Björg Úlfsdóttir, 13.9.2007 kl. 22:26
Jæja, einhverjir hryðjuverkamenn hér á ferð, sennilega. Here goes:
http://arogsid.blog.is/blog/arogsid/entry/311379/
Greta Björg Úlfsdóttir, 13.9.2007 kl. 22:27
En sennilega átti hann Matti nú við þetta hérna: ...Abdel-Al er leiðtogi palestínsks hryðjuverkahóps. Hann segir í nýrri bók: „Ef ég mæti þessum hórum á förnum vegi mun mér hlotnast sá heiður - ég endurtek, hlotnast sá heiður - að verða fyrstur manna til að gera Madonnu og Britney Spears höfðinu styttri, haldi þær áfram að útbreiða sína satanísku menningu til höfuðs íslam.“
Matti hefur alltaf verið lúnkinn að sjá spaugilegu hliðarnar á hlutunum.
Greta Björg Úlfsdóttir, 13.9.2007 kl. 22:33
Bara rétt að kíkkkkkka á þig og smella koss á kinn og......bjóða þér og þínum góðrar nætur og ósk um draumfagra nótt.
Heiða Þórðar, 13.9.2007 kl. 23:31
Sömuleiðis ljúfust.
Gréta mín Matti er með puttan á þessu.
Ég tel mig vera umburðarlynda manneskju og vill að allir eigi að hafa sína trú og sína siði í friði, svo fremi sem það gengur ekki útyfir annað fólk. Og víst er það sama hvort það eru ofsatrúa múslimar, eða kristnir, allt er öfgum háð, en samt sem áður, þá er virðing fyrir mannslífum minni þarna austurfrá. Ég fer ekki ofan af því. Þeir ekki bara hóta, heldur taka af lífi fólk sem þeim finnst mega drepa, eins og hollendingin Van Gogh, eða hvað hann nú hét sá ágæti maður. Þeir drápu hann með köldu blóði af því að hann vogaði sér að gera mynd eftir handriti konunnar sem ég ræddi um áður. Og hún þarf að fara huldu höfði. Þannig að fyrir þeim er dauðinn paradís, ef þeir drepast "hetjudauða" ala Víkingarnir sem fóru til Valhalla.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.9.2007 kl. 23:36
Frábær færsla hjá þér Ásthildur. Nú hafa einmitt 2 fyrrverandi múslimakonur verið hér á landi undanfarna daga og haldið fyrirlestra um þessa öfga hjá múslimum og líka komið fram á Sjónvarpsstöðvum hér. Þær geta ekki ferðast um nema með hóp lífvarða vegna þess að múslimar hóta þeim lífláti hægri, vinstri. Málið er svo það að sumir sem tjá sig um þessi mál hér fá framan í sig að vera rasistar, þó að þeir ræði þessi mál á nákvæmlega sama grundvelli og þessar blessaðar konur. Ég held að orðið rasisti sé mest misnotaða orð sem hér finnst.
Stefán (IP-tala skráð) 14.9.2007 kl. 10:40
Já ég get alveg tekið undir það Stefán. Ég er ennþá miður mín yfir hamaganginum og hatrinu sem fólk lagði á Frjálslynda flokkinn fyrir að vekja máls á aðstæðum erlends verkafólks og hve hættulegt að væri að flytja svona marga inn í einu. En nú hefur komið á daginn að það var allt saman rétt og satt og orð í tíma töluð. En nú þykjast aðrir hafa fundið þetta út. Meira að segja fólk sem fordæmdi Frjálslynda harðlega.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.9.2007 kl. 11:31
Já þegar stórt er spurt verður fátt um svör. Og ef það má ekki ræða þessi mál á skynsamlegum nótum, þá er hætt við að ekkert verði gert. Það er enginn að tala um friðsamt fólk sem lifir í sátt við umhverfi sitt. Það er verið að tala um fólk sem ætlast til þess að allir lúti þeirra skoðunum. Stjúpsonur minn bjó um tíma í Dubai, konan hans kom í heimsókn, starfsfélagar hans fóru með hjónunum á ströndina, þeir höfðu konurnar sínar með, en þær voru lokaðar inni í einhverjum skúr, í svörtum klæðum með slæður meðan á stranddvölinni stóð. Tengdadóttir mín sem er frá El Salvador var alveg gáttuð á þessu atferli. Þó er meira frelsi í Dubai en víða annarsstaðar þar austur frá.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.9.2007 kl. 19:16
Já, ég get alveg tekið undir það, að heimurinn er ótryggari en áður. Þar getum við líka kennt um stjórninni í Bandaríkjunum. Þeir hafa verið dyggir stuðningsmenn hryðjuverkamanna. Þeir beinlínis þarfnast þeirra til að viðhalda óttanum. þannig er það því miður.
En hér þarf virkilega að setjast niður og skoða hvað er hægt að gera. Meðan við leyfum yfirgang hinna frekari, og gerum ekkert í að veita mótspyrnu, þá minnkar ekki ágangurinn. En við verðum líka að átta okkur á því að öfgarnar eru næstum því, ég segi næstum því jafn miklar í biblíubeltinu í BNA. Þaðan er forsetinn upprunninn, og þangað leitar hann að vísdómnum. Vonandi fer valdatíma hans að ljúka, og að við taki menn sem geta betur ráðið við vandamálin, þau er örugglega hægt að leysa, en ekki meðan þessir apar ganga um með lyklavöldin.
Það er sorglegt að horfa upp á að vestræn ríki gefa svo mikið eftir við öfgamúslima, og dæma jafnvel í þeirra málum eftir hinum hræðilegum sharialögmáli.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.9.2007 kl. 20:08
Já það er alveg rétt, það setur að manni nettan hroll við þjónkun Evrópuleiðtoga við bröltið í BNAmönnum, og líka undanlátssemin við klerkaveldi músima. Það er eins og þeir þori ekki að móðga neinn. Og úr því verður eitthvað moð sem æril óstöðugan.
Kína... ég veit ekki. Þeir eru nú ekki manna bestir í frelsinu. En hver veit. Eitthvað þarf að gerast til að menn taki saman höndum og geri heiminn friðvænlegri. Svona getur þetta ekki gengið lengur.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.9.2007 kl. 21:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.