Kveðjustund.

Allt fram steymir endalaust,

Ár og dagar líða.

Nú er komið hrímkalt haust,

horfin sumarblíða.

Einhvernveginn svona er ljóðið sem er í sálu minni núna.  Það er ótrúlega erfitt að segja bless við ástvini sína.  Nú var dóttir mín að leggja af stað suður til Reykjvíkur með litlu dæturnar.  Húsið verður tómlegt, sem betur fer er stubburinn hér og mun halda okkur við efnið, með glaðværð og athygli.  Svo veit ég að hin litlu barnabörnin mín verða áfram duglega að koma hingað.  Svo það þarf ekki að kvíða, neinu, en samt, þar er bara erfitt að segja bless.

IMG_8922

Sem betur fer er sólin að brjótast fram, þá verður ekki eins erfitt að ferðast, og ef það væri hellirigning eða snjókoma.

IMG_8923

En himininn brosir við okkur öllum og segir, eilífðin er bara eitt andartak og það líður fljótt.

IMG_8924

Svona eru fjöllin mín í dag.

IMG_8945

Og haustlitirnir að myndast.

IMG_8946

Já, þetta er að lagast og sólin er kominn.

IMG_8949

IMG_8950

Eins og sjá má.

IMG_8925

Þá er að skrifa í gestabókina, allt orðið klárt til brottfarar.

IMG_8932

Amma vill fá að taka mynd áður en stelpurnar hennar fara.

IMG_8943

Allir klárir í slaginn.  Og amman með kökk í hálsinum. 

Mér verður víst ekki mikið úr verki í dag, vil helst skríða upp í rúm og breiða yfir haus.  Hér er nú samt hann Kristján Logi litli, hann er í pössun, vegna þess að mamma hans er í skólanum, og hann var veikur.  Það er svo sem alltaf eitthvað til að draga mann út úr sjálfinu sínu. 

Ég veit að ég ætti að sökkva mér niður í gróðurinn úti, eða fara í góðan göngutúr.  En ég bara kem mér ekki að neinu núna.  Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Æi Elsku Ásthildur mín ég skil þig vel en reyndu að jafna þig þú ert svo jákvæð alltaf að gefa manni góðan styrk nú ætla ég að senda þér jákvæða orku til þín.

Kristín Katla Árnadóttir, 13.9.2007 kl. 15:29

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk elsku Kristín Katla mín, ég þarf á því að halda núna að fá smáknús.  Það er svo notalegt, þegar sálin er dofin af söknuði. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.9.2007 kl. 15:32

3 identicon

Æi hvað ég skil þig vel að finnast allt ósköp tómlegt. Eeldri stelpan mín flutti til Reykjavíkur fyrir tveimur árum og það voru mikil viðbrigði. Mikið eru myndirnar þínar góðar. Þær lýsa svo vel þessu stórbrotna sem fer í gang þegar veðrið og náttúran kallast á og svo því hvað það getur stundum verið erfitt að kveðja fólkið sitt . Eigðu góðan og gefandi dag elsku Ásthildur  

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 13.9.2007 kl. 15:34

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Anna  mín.  Já haustið kallast á við sumarið, sólin á rigninguna, og söknuðurinn er í loftinu hjá svo mörgum. 

En minn söknuður er eigingirni, því ég veit fullvel að stúlkan mín er að fara til ástvinar síns og barnsföður.  Ætlar að eiga með honum nokkra daga áður en hún fer út í námið.  Hann fer sum sé ekki með henni.  En það fer með henni ung stúlka sem ætlar að vera aupair hjá henni.  Auðvitað er það gleðistund fyrir hana að hitta sinn heitt elskaða, og gott fyrir börnin að eiga samband við föður sinn áður en þær halda út.

Skynsemin segir mér að ég eigi að gleðjast fyrir þeirra hönd.  En tómið í hjartanu er af eigingjörnum toga.  Að geta ekki sleppt því yndislega sem ég hef haft nú í tvo mánuði.

Við erum oftast svo sjálflæg, og hugsum fyrst og fremst út frá okkar eigin tilfinningum, í stað þess að hafa yfirsýnina og kærleikan til að gleðjast með þeim sem við elskum.  Ég er líka svo heppin að eiga elskulegan eiginmann, og lítinn stubb sem er algjör gleðigjafi.  Sú litla fjölskylda er samhent og hamingjusöm. 

Ég ætla því að reyna að vera sterk og senda út gleðistrauma, til að fá þá til baka eftir lögmálum leyndarmálsins.  En mikið er gott að fá svona knús. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.9.2007 kl. 16:19

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Knús og kossar elsku Ásthildur mínÞað er alltaf svo erfitt að kveðjast. 

Jenný Anna Baldursdóttir, 13.9.2007 kl. 20:45

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk fyrir knúsið Jenný mín, nákvæmlega það sem ég þarf einmitt núna.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.9.2007 kl. 20:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 2022156

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband