Fyrsta haustlægðin í ár.

Veðrið er búið að vera svolítið æst í dag.  Ég bjargaði nokkrum blómum inn í gróðurhús í dag.  Þarf að ganga frá þeim á næstu dögum í mold og búa að þeim fyrir veturinn.  Það er samt voða notalegt að gera það.  Einskonar umönnunnarhlutverk.

IMG_8906

Eins og sjá má er lognið að flýta sér.  Stubburinn að koma heim úr skólanum, með félaga sínum Sakaríasi. 

IMG_8907

Ennþá er allt í lagi með gróðurinn, en haustlitirnir eru farnir að koma fram.

IMG_8908

Sjávarperlan mín ennþá í sínu fegursta, þessi heitir "Norðurljós" og er einstaklega flott planta.

IMG_8909

Lóðin mín er orðin að einskonar frumskógi, þar sem allt vex vel, sem betur fer, en dálítið villt.

IMG_8911

Tengdadóttir mín hún Tinna kom með lítinn mann í heimsókn í dag, og sú stutta var ansi hrifinn, hún nafna mín. 

IMG_8914´

Það þurfti náttúrulega að skoða hann og tékka á aðstæðum. 

Heyrðu góð þetta er mitt dót LoL

IMG_8919

Ég skal passa þig, segir Óðinn Freyr, en stubbur er ekki alveg ánægður. 

Dóttir mín ætlar að fara suður á morgun.  Það verður sorgardagur hjá mér, að missa þessar elskur.  Ég hata svona kveðjustundir.  En það er víst ekkert við því að gera.  Þau eru frjáls eins og fuglinn, og geta flogið um.  Ég er bara svo ánægð að hafa getað gert mitt til að þeim hefur liðið vel hér, þessa tvo mánuði sem þær hafa dvalið hjá mér. Nú liggur leiðin til Vínar.   Skóli, leikskóli og aupair.  Það er það sem verður. 

En ég mun halda áfram að vinna við að koma plöntunum mínum á sinn stað, svo þær geti unað sér vel og lengi yfir skammdegið.  Ég er viss um að það koma góðir dagar hér eftir, sem verður gott að vinna í garðinum við frágang og flutninga á runnum og fjölæringum.  Alltaf má breyta og bæta.  Finna pláss fyrir eðalplöntur og svo framvegis.  En ég er að verða klár í haustið og kuldann.  Það er aðalmálið.

Jamm það er komin tími til að halla sér.  Ég er svo ánægð með allar góðu óskirnar sem ég hef fengið frá ykkur öllum og fjölskyldunni minni, líka Málverjunum mínum.  Einn dag á ári á maður sjálfur.  Minn er 11. september, og það getur enginn tekið frá mér, jafnvel ekki menn sem nota sér ískaldan húmor eða djöfulskap og nýta sér dagsetninguna nine one one til að ráðast á saklausa borgara og deyða fleiri þúsund manns. Hverjir svo sem þar áttu hlut að máli.  Það var verulega ljótt. 

Hver er sinnar gæfu smiður.  Við fáum til baka það sem við sendum frá okkur.  Það er vert að hafa í huga.  Megi allir góðir vættir vaka með ykkur og vernda.  Góða nótt. Heart

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Elsku Ásthildur, það er svo vonta að sjá á baki börnum og barnabörnum til útlanda.  Láttu mig vita það.  Ég veit ekkert verra en þegar Maysan mín fer heim eftir að hafa komið í heimsókn.  En einhvernveginn lærir maður að lifa með þessu.  Svona er víst lífið.

Knús á þig í byrjun dags

Jenný Anna Baldursdóttir, 13.9.2007 kl. 09:07

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk stelpur mínar, Sunna mín ég skal knúsa Báru og stelpurnar frá þér.  Við söknum þín líka hér í firðinum okkar fallega.

Já Jenný  mín, það er einhvernveginn svo erfitt að kveðja.  En samt vill maður ekki missa af því að fá þær í heimsókn.  Ég er búin að fá að hafa þær núna í tvo mánuði.  Það er alveg heilmikið.  En samt.....

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.9.2007 kl. 09:38

3 Smámynd: Solla Guðjóns

Já kveðjustundir með börnunum sínum eru erfiðar og mikill söknuður á eftir...en við getum glaðst sem horfum á eftir börnunum okkar til náms og annara framtíðar möguleika.

Knús til þín.

Solla Guðjóns, 13.9.2007 kl. 10:13

4 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

 Ég skil þig vel elsku . Ásthildur mín það er alltaf erfitt  sjá eftir börnunum til útlanda.

Kristín Katla Árnadóttir, 13.9.2007 kl. 10:14

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Að heilsast og kveðjast það er lífsins saga.  Mér fannst þetta verra þegar ég var barn, þá notaði maður bréfaskriftir og svo var bara hringt milli landa ca. 1 sinni í mán. í mesta lagi.  Með nútíma tækni er hægt að sjá og heyra í þessum elskum hvern dag og finnst mér það yndislegt.

Ásdís Sigurðardóttir, 13.9.2007 kl. 11:00

6 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

kæra cesil !!! tak fyrir fræin ! þau eru komin svo fallega inn pökkurð þetta verður blómið sem ég man alltaf eftir, því það er frá bloggvini, cesil !!!

ást og ljós

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 13.9.2007 kl. 13:23

7 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

aðeins að bæta við, ég þekki þetta svo vel að vera burtu frá ástvinum , en hlutir eru eins og þeir eru, og við berum hvert annað í hjartanu, þangað til stundir mætast aftur

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 13.9.2007 kl. 13:24

8 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

afsakið, gleymdi að skrifa sendi þér fræin á morgun!

ljós s 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 13.9.2007 kl. 13:25

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk allar , já þetta er erfitt, það er verið að pakka og gera sig klára.  Verst er að þær ætla að fara akandi og veðrið  er ekki upp á það besta.  En ég veit að allar góðar vættir vaka yfir þeim.  Og víst er auðveldara að vera í sambandi með tölvuna.   Það er bara einhver fjandans kökkur í hálsinum og sárt í hjartanu. 

Elsku Steina mín, gott að fræin eru komin.  Og ég hlakka til að fá frá þér. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.9.2007 kl. 13:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 5
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 2022157

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband