12.9.2007 | 01:49
11. september afmælið mitt.
Þessi dagur var hreint frábær. Við litla skottið hún nafna mín áttum allan fyrripart dagsins saman.
Svo komu börnin í vöflur, rjóma og heitt súkkulaði, eins og vera ber.
Dóttir mín og litla Hanna Sólin komu frá Reykjavík í dag, hún er aldeilis börubrött sú stutta, þó hún sé nýkomin úr uppskurði þar sem teknir voru bæði háls og nefkirtlar.
Eins og sjá má var sú litla glöð aðsjá mömmu sína og systur.
Þarna klappa þau fyrir ömmu sinni.
Því næst vorum við boðin í mat hjá okkar góðu vinum og fjölskyldu frá El Salvador.
Þessi áletrun var til mín, yndislegt alveg. Alejandra spilaði afmælis söngin á skemmtara, þegar ég kom greinilega búið að æfa það vel. En hve ég er heppin.
Sjáiði bara hvað stendur í rammanum á veggnum, hvað er íslenskara en áletrunin Drottinn blessi heimilið.
Og ég fékk líka pakka frá þeim. Fékk fékk gamla brýnið fullt af pökkum, þessa peysu sem ég er í, gáfu mér sonur minn Skafti og Tinna. Önnur tengdadóttir færði mér rauðvínsflösku og glænýjar kartöflur úr garðinum. Það er algjört sælgæti glænýjar kartöflur.
Ég er svo heppin að eiga svona gott fólk að.
Og þær ræðast við, önnur á spænsku og hin svarar da da da.... og skilur alveg, því þau heyra hljómin í röddinni fyrst og fremst.
Meðan Hanna Sólin mín tékkar á hvort húsgögnin séu nú í góðu standi.
Isabel og Pablo eru nýbúin að kaupa sér þessa yndislegu íbúð. Þau eru virkilega að setjast hér að fyrir lífið.
Já og svo er smáfjalla/himna sýning svona að lokum.
Jamm yndislegur dagur liðin. Ég vil bara þakka enn og aftur fyrir mig, og góðar óskir. Þær munu fleyta mér langt inn í nóttina og draumalandið. Það er svo mikils virði að finna svona hlýhug, og væntumþykju.
Og ég vona að þið eigið öll góða nótt.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 7
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 30
- Frá upphafi: 2022159
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Til hamingju með daginn mín elskulega.
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 12.9.2007 kl. 02:31
Til hamingju með afmælið þitt.. og ekki síður með öll ömmubörnin þín fallegu. Þetta voru yndislegar myndir.
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 12.9.2007 kl. 03:47
Aftur til hamingju með daginn í gær, ég sé að dagurinn hefur verið frábær!
Huld S. Ringsted, 12.9.2007 kl. 09:43
Takk öll sömul, já þetta var yndislegur dagur. Þessi verður líka góður, því ég þarf að bjarga blómunum mínum inn í gróðurhús undan vonda veðrinu sem er að bresta á. Mér liður vel með það.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.9.2007 kl. 09:50
Já aftur til hamingju með daginn í gær, mikið hefur verið gaman hjá þér.
Kristín Katla Árnadóttir, 12.9.2007 kl. 09:57
Kæra Ásthildur. Innilega til hamingju með daginn í gær ég blístra fyrir þig afmælissönginn því ég er hræðilegur söngvari
Fulltrúi fólksins, 12.9.2007 kl. 10:12
Til hamingju með gærdaginn elsku Ía mín. Ég man hvaða ár þú ert fædd - og furða mig á því að þú skulir ekki vera orðin eldri, miðað við hvað það er langt síðan þú fæddist.
Laufey B Waage, 12.9.2007 kl. 10:56
Til hamingju með gærdaginn elsku Ía mín. Ég man hvaða ár þú ert fædd - og furða mig á því að þú skulir ekki vera orðin eldri, miðað við hvað það er langt síðan þú fæddist.
Knús til þín Lubban mín.
Þetta var flott blístur Fullrtúi góður, ég heyrði alveg hve það var fínt Takk.
Já elsku Kristín Katla mín, þetta var sko góður dagur
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.9.2007 kl. 11:49
Innilega innilega til hamingju með enn eitt árið mín elskulega bloggvinkona.....maður getur sko alltaf blómum á sig bætt....einhvernveginn....veit ekki finnst mér afmæli svo neikvætt orð....(af-mæli.....)
Þannig að ég segi áfangann til þín, .....
Næ ekki að senda þér hjarta, þannig að frá mér færðu að gjöf fallegar og kærleiksríkar hugsanir, ásamt risastórum kossi.
Fagurlega innpakkaðan með rauðri risastórri slaufu.
Þú ert yndið mitt.....kannski ekki yngsta.....en með þeim bestu.
Heiða Þórðar, 12.9.2007 kl. 11:54
Innilega til hamingju með daginn, stór dagur til eiga í nútíma heimi.
Vinafólkið ykkar frá El Salvador getur ekki verið annað en frábært. Ég var svo heppinn að hafa kynnst honum Rolando í gegnum Ágúst og Flosa á sínum tíma.
Torfi Jóhannsson - Framtíðin er okkar., 12.9.2007 kl. 11:59
Takk fyrir knúsið Hanna Birna mín.
Já Torfi Rolando er mjög vandaður ungur maður með framtíðina fyrir sér. þann 7. desember eru 7 ár frá því að hann kom hingað til okkar, fólks sem hann hafði einu sinni séð áður, þurfti að hrökklast frá heimalandinu og fjölskyldunni. Hann var ekki með Visa til BNA, svo það þurfti að koma hinum beint hingað. Hann fór huldu höfði í einhverjar vikur, áður en honum tókst að komast hingað. Fór úr sólríku heitu landi, beint í snjó, frost og kulda, til að fara að beita á Suðureyri. Aldrei heyrðist æðruorð frá honum. Alltaf brosandi og ljúfur. Mestu áhyggjurnar í fyrstu voru hvort hann yrði fyrir aðkasti fyrir að vera brúnn á hörund. Við gátum sagt honum að hér væri fólk fá fjölmörgum þjóðlöndum, og enginn væri að spá í húðlit. 'Eg var ánægð með að geta sagt þetta með sanni.
Elsku Heiða mín, takk fyrir kærleiksríkar hugsanir og risakoss, hvað er betra í heimi hér, nákvæmlega ekkert. Þetta með afmælið er auðvitað hárrétt, þess vegna ætla ég að gera eins og Björk segja ammæli, eða amma_mælir. hehehehe.....
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.9.2007 kl. 12:39
Ásthildur; þú ert ALLTAF í góðum félagsskap. Þú ert heppin kona.
Jenný Anna Baldursdóttir, 12.9.2007 kl. 14:01
Takk elsku Jenný mín, ég er líka rosalega heppinn með bloggvini
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.9.2007 kl. 15:21
Hrönn Sigurðardóttir, 12.9.2007 kl. 15:57
Þú ert mjög rík
kidda, 12.9.2007 kl. 17:26
Til hamingju með daginn þó seint sé ljúfan
Saumakonan, 12.9.2007 kl. 18:00
Elsku hjartans engillinn minn innilegar hamingjuóskir með afmælið.....í gær
Katrín, 12.9.2007 kl. 19:17
Solla Guðjóns, 12.9.2007 kl. 19:17
Hjartanlega til haminju með afmælisdaginn. Þú ert algjör gullmoli Og takk svo fyrir frábærar myndir
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 12.9.2007 kl. 19:35
Gott að heyra hvað dagurinn þinn var vel lukkaður. Yndislegar myndir. Hvað er að frétta af málum litlu vinkonu þinnar.??
Ásdís Sigurðardóttir, 12.9.2007 kl. 20:42
Innilega til hamingju með daginn, Pablo og fjölskylda eru svo sannarlega heppin að eiga þig að og þú þau
Ísak Pálmason, 12.9.2007 kl. 22:23
til hamingju með daginn í gær, þú ert þá sama dag og minn betri helmingur
kveðja Halli
Hallgrímur Óli Helgason, 12.9.2007 kl. 22:37
Takk öll sömul, þið eruð yndæl öll sem eitt
fjlskyldan er að vinna að því að sækja um íslenskan ríkirborgararétt. Það eru rosalega margir pappírar, og svo þarf að þýða þetta á norrænt eða enskt tungumál, það sem er á spænsku. Það þarf að vera löggiltar þýðingar, sem kosta stórfé. En ég hitti Össur í haust, og ræddi þetta við hann. Það var hann sem ráðlagði að þau sæktu öll um ríkisborgararétt. Ef þau fá neitun, þá fer þetta svo till alsherjarnefndar og alþingis, og hann ætlar að vera innan handar þar. Ég er mjög bjartsýn á að þetta gangi vel fyrir sig.
Til lukku með frúna Hallgrímur.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.9.2007 kl. 22:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.