9.9.2007 | 11:24
Lúðuveisla og hádegisstemning.
Jæja lúðan var æðisleg. Sonur minn byrjaði að elda um tólfleytið. Hann útbjó stórt grill úti úr múrsteinum, því hún er svo stór.
Hér er hún í allri sinni dýrð, engin smásmíði.
Grænmetið sem er í pottinum, setti hann inn í fiskinn. Það var algjört sælgæti.
Hér er svo kokkurinn.
Nammi namm. Þetta var skemmtileg hádegisstemning.
Það eru sko ekki bara börnin sem finnst gott að liggja á teppinu hennar ömmu.
Það er alltaf þessi skrýtna skemmtilega stelpa þarna, sem er svo gaman að spjalla við. En maður skilur ekki af hverju það er ekki hægt að ná almennilega til hennar, þá verður maður hugsandi á svipinn, en svo brosir maður og hún brosir á móti.
Hún er alveg mögnuð þessi stelpa.
Hann Sigurjón Dagur lét sig ekki vanta í veisluna. Tilbúinn í slaginn.
Stubburinn minn líka, hann er örugglega að hugsa um náttúrufræði, en hann er snillingur í því fagi. Horfir á alla náttúrulífsþætti sem hann finnur í sjónvarpinu.
Smá knús, svo notalegt.
Svo er lagt í langferð. Sonur minn ætlar að hafa litlu pæjuna í nótt.
En eigiði góðan dag.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 4
- Sl. sólarhring: 12
- Sl. viku: 27
- Frá upphafi: 2022156
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hann Sigurjón Dagur er ólöglega mikil dúlla. Alveg sama við hvernig aðstæður þú tekur myndirnar af honum, hann er alltaf jafn tryllingslega dúllaður. Krúttkast á allar dúllurnar og knús til SD.
Sá kúluna í blaðinu í gær. Flott.
Jenný Anna Baldursdóttir, 9.9.2007 kl. 11:56
Enn og aftur takk fyrir að deila þessum svipmyndum úr lífi þínu með okkur.
Var kúlan sem sagt í Blaðinu á föstudaginn? En þá fékk ég víst ekki B., því ég fæ það bara stundum, þegar vel liggur á blaðberanum, held ég.
Greta Björg Úlfsdóttir, 9.9.2007 kl. 12:26
Lúða er besti fiskur sem ég fæ, verst hvað er erfitt að fá smálúðuflök núorðið En þessir englar sem þú sýnir okkur myndirnar af eru algjörir hjartabræðarar - takk
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 9.9.2007 kl. 14:42
Nammi Lúða!! úppáhaldsfiskurinn minn!!
Yndislegar myndir af litlu krúttunum
Huld S. Ringsted, 9.9.2007 kl. 15:09
Takk elskurnar ég er svo rík.
Já Gréta mín, það var í föstudagsblaðinu, ætli blaðberinn hafi ekki bara hirt blaðið þitt sjálfur heheheeh...
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.9.2007 kl. 16:54
Ég segi eins og Huld lúða er góð. fallegar myndir.
Kristín Katla Árnadóttir, 9.9.2007 kl. 17:14
Takk Kristín Katla mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.9.2007 kl. 17:32
Nammi lúða, hefði viljað vera í mat hjá ykkur. Myndirnar frábærar eins og alltaf og gaman að sjá þig í Mogganum. Eigðu góða vinnuviku.
Ásdís Sigurðardóttir, 9.9.2007 kl. 17:41
MOGGANUM ??? hélt að það hefði verið Fréttablaðið elskuleg Næst skal ég bjóða þér í lúðu.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.9.2007 kl. 17:58
veistu að það er svo langt síðan að ég hef borðað lúðu að ég man bara ekki hvernig hún bragðast!!! Börnin eru fallegust Líka voða langt síðan ég hef borðað börn og man hreinlega ekki heldur hvernig þau smakkast þessar dúllur..hehe. Knús og ég er búin að senda mailið.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 9.9.2007 kl. 19:09
Hehehehehe
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.9.2007 kl. 19:28
Faðmlag til þín, elsku mín. Vona að úr rætist, hratt og örugglega.
Hrönn Sigurðardóttir, 9.9.2007 kl. 22:49
Takk Hrönn mín. Hann hefur tekið þessu vel. Ég vona bara það besta.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.9.2007 kl. 23:01
Ég tek undir þetta með Hrönn. Knús á þig
Greta Björg Úlfsdóttir, 9.9.2007 kl. 23:10
Mínar bestu óskir um gott gengi
Ragnheiður , 9.9.2007 kl. 23:22
Takk elskulegu vinkonur mínar . Stundum er lífið bara svona. Ég ætla samt að taka þann pól í hæðina að allt verði í lagi. Ég ætla að hugsa þannig, setja mynd í hugann um fallegan heilbrigðan yndislegan son. Sú mynd skal verða ofaná. Ef kerfið bregst og enginn leið verður fær, mun ég rísa upp og láta vita af því. Það er komið nóg af innantómum loforðum og afskiptaleysi stjórnvalda í því mesta meini sem herjar á unga fólkið okkar í dag. Sundurtættar fjölskyldur og brotin heimili, fjölskyldur í ráðaleysi og sorg. Það er komið nóg. Ég veit ekki einu sinni almennilega hvernig mér líður, ég er dofin, en róleg. Tekur þetta aldei enda ???
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.9.2007 kl. 01:03
Lýsingin þín á eigin líðan veldur mér áhyggjum Ásthildur mín. Ég veit hversu sterk þú ert sem persóna, svo ef til vill er kominn tími til að þú hugsir pínu meira um sjálfa þig. Stundum koma þeir tímar hjá þeim sem gefa endalaust af sér án þess að hugsa um að hlaða eigið batterí, að orkuforðinn einhvernvegin mjatlast út hægt og rólega þar til maður á varla eftir neista í eigið start. Það gengur ekki upp.
Kannski er kominn tími til að fólk spyrji hvernig þér líði og láti sig það varða. Þó að fólk sé kallað klettar, er ekki þar með sagt að það sé gert úr steini.
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 10.9.2007 kl. 03:08
Takk elsku Helga Guðrún mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.9.2007 kl. 08:33
Já þú ert aldeilis rík Ía mín, - fátt yndislegra en að fá börn og barnabörn í mat og huggulegheit evrí ná end ðenn. Og maturinn ekkert smá girnilegur. Gott hjá þér að "leyfa" syninum að elda. Ég er ennþá svo frek í mínu eldhúsi, elda altaf sjálf.
Laufey B Waage, 10.9.2007 kl. 09:55
Sæl ljúfust.Ég fékk vatn í munninn við fyrstu mynd......síðan fór ég að skynja eitthvað í kommentunum..hvað sem það er ..þá innilegt faðmlag frá mér til þín
Solla Guðjóns, 10.9.2007 kl. 10:38
Takk Ollasak mín.
Þau eru öll frábærir kokkar krakkarnir mínir, og stubburinn virðist ætla að fá þennan áhuga á matargerð líka.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.9.2007 kl. 10:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.