8.9.2007 | 00:32
Börnin, himininn og smá hugleiðing.
Svona af tilefni þess að ég er komin með yfir 100.000 flettingar, eða; 100300 til að vera nákæm, þá hef ég verið að hugleiða hvort svona blogg og spjallrásir, muni ekki smám saman breyta heiminum. Hafa efalaust nú þegar gert það. Hér áður fyrr, þá heyrðust ekki raddir Jóns og Gunnu, nema þeirra sem skrifðuð í blöðin, og það voru ekki margir sem létu heyra í sér þannig. Það var mikið mál, fyrst var að skrifa bréfið, svo að senda það til einhvers dagblaðsins, og biðja um birtingu, þá þurfti oft að stytta greinina, eða hún fékkst ekki birt.
Í dag eru þau skötuhjú litla Gunna og litli Jón ekki í neinum vandræðum, þau bara skrifa það sem þeim býr í brjósti, og fá svör allt á sama klukkutímanum. Þetta getur verið bæði til góðs og ills. Versta nýlega dæmið er sennilega Lúkasarmálið, þar sem hysterían vatt upp á sig, þangað til fólk réði ekki við sig, ástandið var eins og í vilta vestrinu í BNA þegar menn tóku fólk af lífi án dóms og laga.
En þetta getur líka verið gott, því það er vakin athygli á málum, sem sumir vilja ekki fá umræður um. Sumt þjóðþrifamál, sem þarf að ræða á svona breiðum grundvelli.
Líka hættulegt ef menn fara af stað eins og með Lúkas.
En ætli þetta breyti ekki þjóðfélaginu varanlega ? Það hefur sýnt sig að ráðamenn taka mark á því sem fólkið segir, á bloggi og spjallrásum. Þeir láta hafa áhrif á sig. Þannig að sennilega verður lýðræðið sterkara, og vilji fólksins setur meiri svip á samfélagið. Þannig þarf það líka að vera. Þetta leiðir svo örugglega til þess, að það kemur ný kynslóð ráðamanna, fólk sem getur tekist á við opna umræðu, yngra fólk, sem þekkir þetta umhverfi. Það verður meira eins og norm, að fólk tjái sig opinberlega. Lýðræðið hlýtur að verða skilvirkara, og opnara. Það er alla vega mín trú.
Það væri verðugt verkefni fyrir mannfræðinga og aðra fræðinga að gera úttekt á breytingum á samfélaginu síðastliðin 20 ár, með tilliti til þessara þátta.
Ég vil allavega þakka því fólki sem hefur litið hér við og skoðað síðuna mína. Ég bjóst aldrei við svona góðum viðtökum, og heldur ekki að eignast svona marga frábæra vini. Og það er svo gaman líka þegar ný andlit sýna sig, eða gamlir kunningjar dúkka upp og segja hæ!.
En nóg um það. Ég ætla að setja inn nokkrar myndir af nöfnu minni það er fyrir mömmuna, sem er í Reykjavík. Hanna Sólin gekkst undir uppskurð í morgun, það voru teknir úr henni kirtlarnir bæði í hálsi og nefi. Hún var alveg sallaróleg meðan hún var svæfð, og eftir aðgerðina, gekk mín bara borubrött út og þakkaði fyrir sig. Stúlkan í mótttökunni muldraði við mömmuna; þau koma nú venjulega grátandi út. En ekki litla hetjan mín, sem er bara þriggja ára.
Við áttum góða stund í morgun nöfnurnar. Sátum og spjölluðum aðeins eftir morgunmatinn.
Bangsar eru góðir. Þessir eru frá New York og Boston. Ég fór á Cheers barinn sem er þar, það er að vísu ekki barinn þar sem þættirnir voru teknir upp, en nákvæm eftirlíking, og myndir af leikurum upp um alla veggi. gaman að koma þar.
Svona já.
Það er sko hægt að hlæja að því.
Svo þarf að smakka aðeins á öllu dótinu.
Og gott að hafa afa með. Hún er alveg að fara að skríða.
Hér er svo Sóley Ebba að skrautskrifa, að lærði hún hjá Jens Guði.
Evíta litla kom í heimsókn og þær fóru saman í bað.
Algjörar pæjur.
Við ætluðum ekkert að fara að sofa!
Það var ákveðið að grilla saman í hádeginu á morgun. Einn sonur minn fékk gefins stóra lúðu, sem verður sett á grillið.
En ég tók nokkrar himna myndir líka í dag, það eru svo flott litaskilin á þessum tíma.
Stórkostleg samspil ljóss og skugga.
Ekki satt ?
Svo er hér ein fyrir þá ísfirðinga sem hafa ekki komið heim lengi.
Póllinn og Edinborgarhúsið búin að fá þessa líka fínu andlitslyftingu.
En ég vona að þið sofið rótt og hafið það gott.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 6
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 2022150
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 24
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Takk fyrir frábæran pistil. Ég er svo sammála með virkni netsins eins og t.d. bloggsins bæði upp á gott og vont auðvitað, eins og með allt.
Myndir yndislegar.
Jenný Anna Baldursdóttir, 8.9.2007 kl. 00:48
Til hamingju með áfangann kæra Ía. Maður er nú bara hálfdrættingur við svona ofurbloggara. Það þarf ekki að kveikja ljós með svona engla í húsinu sínu. Ljómin af þeim stendur meira að segja út úr myndunum. Þakkaðu Ella kærlega fyrir að hjálpa honum pabba kallinum með að laga grafreiti ætmennanna fyrir vesta. Hann metur það mikils.
Jón Steinar Ragnarsson, 8.9.2007 kl. 05:13
Hæ! Ég er soddans auli í mannþekkingarmálum, var að fatta hver þú ert rétt núna fyrst, eftir að hafa lesið bloggið þitt næstum daglega og haft gaman af.. Ásthildur í æðislega kúluhúsinu. Frábært að sjá þig, á eftir að verða boðflenna hérna núna miklu, miklu oftar!
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 8.9.2007 kl. 06:34
Einmitt Jenný mín, þar gildir líka; aðgát skal höfð í nærveru sálar. Við mættum öll stundum skoða það.
Segir hver ? Jón Steinar, þú er helmingi flottari en ég minn kæri. Nei ég þarf voða sjaldan að kveikja ljós, og ekki fyrr en eftir að þau eru sofnuð Ég skal skila því til Ella. Honum fannst pabbi þinn ljúfur kúnni.
Hæ Guðrún Helga mín, gaman að hitta þig svona óforvarendis. Þú ert aldrei boðflenna, en samt gaman að þú skyldir melda þig inn elskuleg.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.9.2007 kl. 08:37
Frábært húsið þitt Ásthildur, sá mynd af því í Fréttablaðinu í dag.
Þú ert líka greinilega góð amma
Kolbrún Baldursdóttir, 8.9.2007 kl. 09:06
Takk Kolbrún mín, ég hef ekki séð þetta ennþá. Fréttablaðið kemur ekki hingað fyrr en með morgunfluginu. Vona að þetta hafi komið sæmilega út.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.9.2007 kl. 09:22
Góð hugleiðing hjá þér. Ég held að Lúkasar málið hafi kennt okkur góða lexíu og að allir muni vanda sig í þannig málum. Barnaabörnin eru náttl. yndisleg og himnamyndirnar þínar óborganlegar. Helgarknús vestur.
Ásdís Sigurðardóttir, 8.9.2007 kl. 10:21
Góður pistilinn þinn og fallegar myndir. Eigðu góða helgi.
Kristín Katla Árnadóttir, 8.9.2007 kl. 10:37
Já ég er viss um að Lúkasarmálið er í huga margra, og má alveg vera það Ásdís mín. Knús til þín líka.
Já Arna mín, mér finnst mjög gott að eiga þennan félagsskap að. Þó ég sé umvafinn fjölskyldu sem elskar mig, þetta er gluggi út í lífið fyrir utan. Sömuleiðis góða helgi
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.9.2007 kl. 10:38
Þetta var frábær pistill frá þér að venju. Ég hef oft verið að pæla í því að byrja að ,,blogga" en hef ekki gert það ennþá. Ég myndi nefnilega vilja hafa mína síðu læsta og helst enginn að koma þar inn en þá spyr sonurinn : til hvers viltu þá vera með bloggsíðu. Af hverju skrifar þú ekki dagbók. Auðvitað hefur mamman engin haldbær svör við þessu
Greinin í Fréttablaðinu kom mjög vel út.
Kidda (IP-tala skráð) 8.9.2007 kl. 11:05
Góð hugleiðing. Gott að hafa svona englaljós í kringum sig...
Greta Björg Úlfsdóttir, 8.9.2007 kl. 12:52
Hehehe Kidda mín, þú þarft ekkert að gefa svar, ef þig langar að blogga, með lokaða síðu sem enginn kemur inn á, þá gerirðu það bara. Ég er viss um að það er miklu betra en dagbók, hún getur týnst eða eyðilagst. Hér stendur hið talaða orð meðan bloggið stendur okkur til boða það er að segja. Takk fyrir mig
Já Gréta mín, ég er mjög þakklát fyrir öll þessi englaljós í kring um mig. Mér finnst ég vera svo rík.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.9.2007 kl. 13:05
Frábærar myndir að vanda hjá þér Cesil mín.
Eigðu góða helgi með dúllunum þínum
Hrönn Sigurðardóttir, 8.9.2007 kl. 20:46
Mér fannst bloggið hjá þér mjög athyglisvert, því að ég hugsa oft útí það hvernig hlutirnir hafa breyst bara síðan ég var krakki (20-25 árum síðan, þó svo að mér líður eins og það hafi verið í gær). Það er áhugavert þegar maður er að segja börnunum frá því hvernig hlutirnir voru þegar maður var krakki.. Þá voru engar tölvur, tölvuleikir, gemsar, geisladiskar, DVD spilarar og diskar, ég meina, listinn er endalaus. Það hafa verið rosalega margar breytingar í heiminum síðan ég var krakki, sumar góðar, aðrar misgóðar, og sumar eru efasamar.
Allaveganna, mér finnst bloggið yndislegt, af því að oft höfum við flest eitthvað að segja, en höfum engann til þess að hlusta á okkur, hvað þá að tala við. Til dæmis, þar sem ég bý í Kaliforníu, þá hef ég ekki haldið í íslenskuna eins vel og þegar ég bjó í Boston, af því að í Boston var ég umkringd af Íslendingum, en hér í Kaliforníu er ég ekki umkringd þeim, þekki enga Íslendinga hér... Bloggið hefur hjálpað mér mikið síðasta árið, sérstaklega í sambandi við að halda íslenskunni við, og ég tala nú ekki um að fylgjast með fréttum og daglegu lífi heima á Íslandi. Mér finnst bloggið ÆÐISLEGT, GEÐVEIKT, FRÁBÆRT, og svo lengi mætti telja.
Ég er þér sammála þó, að stundum tekur fólk hlutina of langt, eins og gengur og gerist, ég tala nú ekki um Lúkasarmálið. Bloggið hefur marga kosti, en getur einnig ollið fólki sorg og erfiðleikum. Mín von er sú að fólk haldi áfram að blogga, en fari varlega með orð sín, og passi sig á að skrifa ekki í hita leiksins, fyrst skal maður aðeins hugsa málið, róa sig niður, svo setjast við tölvuna og pikka inn orðin....
Í lokin vil ég bara segja, mér finnst barnabörnin þín ljómandi falleg, og greinilega er vel hugsað um þau, æðislegar myndir af þeim, og ég tala nú ekki um myndirnar af gamla heimili mínu. Ísafjörður ber margar minningar um mig, eins og ég um hann, mikið átti ég nú margar yndislegar stundir á meðan ég bjó þar. Takk fyrir myndirnar
Bertha Sigmundsdóttir, 9.9.2007 kl. 07:33
Þetta er vissulega ákveðið frelsi að geta komið sínum hugarefnum á framfæri.
Svo er hin ljóta hliðin sb.Lúkasarmálið.
Síðan eru það unglingarnir sem við þurfum að fylgjast með hver á sínu heimili að þau misnoti ekki þetta frelsi til að meiða hvort annað.
Solla Guðjóns, 10.9.2007 kl. 10:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.