Smákrúttfærsla, veður og sultutau.

Þá er litla skottan mín komin út í kerruna sína.  Búin að borða hafragraut, taka lýsi og banana í eftirrétt.  Svo kom pelinn sér vel, fá sér mjólkursopa meðan maður sofnar.  Mikið rosalega er maður fljótur að detta aftur inn í hlutverkið, þó það séu komin yfir 30 ár síðan, með smá upprifjun með stubbnum. Og þá er ég ekki bara að meina að kunna handtökin, heldur detta inn í rulluna, að hafa smábarn, það þarf að forgangsraða öllu upp á nýtt, og maður er ekki lengur sjálfs sin herra, ónei það er komið lítið yfirvald sem skipar fyrir, og það þýðir ekkert að andmæla, hehehehe....

IMG_8657

Svo er hún til og með farin að skríða, hún mjakar sér áfram, þangað til hún kemst þangað sem hún ætlar sér að fara, og leiðin liggur alltaf út af teppinu. 

IMG_8658

Það þarf nefnilega að skoða hvað er þarna niðri, það er allt eitthvað svo spennandi, sérstaklega þegar alltaf er verið að reyna að taka mann í burtu.

IMG_8653

Afi þarf líka stundum að fylgjast með manni.

IMG_8655

Svo kom hann Sigurjón Dagur stóri frændi í heimsókn, eins og svo oft.

IMG_8661

Jamm það fjölgar sífellt á teppinu.

IMG_8666

Það er að mörgu að hyggja.

En veðrið var mjög gott í gær, hlýtt og blankalogn.  Það er svipað í dag, nema það er dálítil rigning, en sólin er að berjast við að koma fram.

IMG_8650

Birtan er voða falleg á þessum árstíma.

IMG_8651

Það skiptast á skyn og skuggar, og gerir allt svo eftirtektarvert.

IMG_8652

Yndislegt verður sem var í gær.  Og það var svo hlýtt líka.

IMG_8664

Bóndinn fór á kajak, jamm þessir tveir deplar þarna er hann og annar ræðari.

IMG_8663

Flottir ekki satt.

En svona er lífið, skin og skúrir.  Best er að hugsa jákvætt um hvorttveggja. Gleðjast þegar sólin skín, en þakka fyrir regnið sem nærir plönturnar. 

Vinkona mín, ein sem vinnur með mér, kom færandi hendi í gær.  Hún gaf mér sultu, en ekki neina venjulega sultu, því það var annars vegar hrútaberjasulta, rosalega góð og fersk og síðan hélurifssulta, hún er líka mjög góð.  Það var aldeilis gaman að fá svona góðar gjafir.  Hún er rosalega dugleg við að sulta. 

IMG_8668

Þessi mynd var svo tekin rétt áðan, og sýnir hvernig sólin reynir að þrengja sér gegnum skýin.  Henni tekst það áreiðanlega.

IMG_8667

Að lokum mynd af stubbnum mínum.  Hann er hér að hugleiða um landsins gagn og nauðsynar, ekki veitir af að einhver hugsi, ekki gera ráðamenn það.  Eða svo finnst manni stundum.  Tounge

Óska ykkur annars gleðilegs dags. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Rosalega eru þetta fallegar haustmyndir.  En það ríkir sumar í kúlunni enn, það er greinilegt.  Það er svo gaman að vera með litlu skottin og maður fer að forgangsraða öðruvísi.  Nú verður Jenny Una hjá okkur næstu nótt og við getum ekki beðið.  Svo skemmtilegt alltaf hreint.

Njóttu dagsins.

Jenný Anna Baldursdóttir, 7.9.2007 kl. 10:30

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hélurifs, ribes laxiflorum er rifstegund.  Hún er lágvaxin þekjuplanta mjög falleg og fær eldrauða haustliti.  Það koma á hana dálitið stór blá ber ögn hærð.  Þau eru bragðgóð, og berin þroskast fyrr en til dæmis garðarifs og sólber.  Ég hef ekki fyrr smakkað sultuna, en hún er mjög góð.

Æ já Jenný mín, þau eru svo gefandi þessar elskur. Nú er Hanna sólin mín að leggjast undir hníf, það á að taka bæði hálskirtla og nefkirtla núna kl. 11.00.  vona að allt gangi vel, elsku snúllan hennar ömmu sinnar.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.9.2007 kl. 10:52

3 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Yndislegt!

Er stubburinn þinn í júdó? Ég var í júdó sem unglingur og hafði afskaplega mikið gott af því, þó ég kæmist nú ekki lengra en í gult (eða var það appelsínugult?) belti.

Umm, hvað ég vildi fá smakk af sultunum þínum. Það uxu hrútaber á stangli í hlíðinni fyrir ofan Kirkjubæjarklaustur þegar ég var krakki, maður var nú ekki lengi að stinga þeim upp í sig ef maður var svo heppinn að rekast á þau. Svo sumarið 2004 var ég á ferðalagi þarna og fór í gönguferð upp í hlíðina, þá var hún svo þakin af hrútaberjum að ég hef nú bara aldrei séð annað eins, það lá við að ég frestaði því um dag að halda áfram ferðinni til þess að geta tínt í sultu, það hefði sko verið gaman, en okkar var vænst annars staðar svo það var ekki hægt.

Greta Björg Úlfsdóttir, 7.9.2007 kl. 10:59

4 Smámynd: Solla Guðjóns

Jesús minn ef þetta eru ekki alheimskrútt þá veit ég ekki hvað og alltaf jafn falllegur Ísafjörðurinn minn

P.S.

Viltu kíkja á síðuna mína og helst kommenta eitthvað því ég ætla að koma þessu í umræðuna.

Kveðja Solla

Solla Guðjóns, 7.9.2007 kl. 11:06

5 Smámynd: Þórdís Einarsdóttir

Sendi bestu óskir um gott gengi til Hönnu Sólarinnar þinnar og Báru. 

Þórdís 

Þórdís Einarsdóttir, 7.9.2007 kl. 11:28

6 identicon

Halló fylgist alltaf með blogginu þín. Það fjölgar alltaf hjá þér. Þú þarfa aðra kúlu.

Nú eru kisurnar hennar Eirný komnar heima 5 stk og hvar lenda þær svo. Hjá "ömmu" Öll barnabörnin mín eru úr dýraríkinu. Nú á ég 8"barnabörn.   Eirný með 5stk -  Áslaug með eina kisu og Karen með hund og kött. Karen er í heimsreisu og er nú á leið til Tansaníu búin að vera í sjálfboðavinnu í Uganda í mánuð. Hún bloggar- karenw.bloggar.is- Kíktu á hana. Kveðja Anna Skúla

Anna Skúladóttir (IP-tala skráð) 7.9.2007 kl. 11:30

7 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Æðislegar myndir að vanda. Alltaf gaman í kúlunni og líflegt.  Eigðu góða helgi með fjölskyldunni.

Ásdís Sigurðardóttir, 7.9.2007 kl. 12:03

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Gréta mín nei hann er reyndar ekki í júdó, en maðurinn minn og dóttir mín voru í júdó hér í den.  Ég hef geymt búningana, og börnin leika sér gjarnan með þá.  Hann var dyravörður, og þá voru þeir látnir læra júdó, sérstaklega svona svæfingartak, til að hægja á óróaseggjunum.

Var að setja inn hjá þér elsku Ollasak mín.  Þetta mál á að komast inn í umræðuna svo sannarlega.

Takk Þórdís mín, ég skal skila því.

Anna mín, en gaman að heyra frá þér, við vorum einmitt að ræða um þig í gær hjónin, hvar þú værir, og hvað þú værir að gera.  Ef Eirný sendir börnin sín heim, þýðir það að hún er líka á leiðinni heim?  Auðvitað lenda þær hjá ömmu, það er naumast dýraríkið hjá þér elskuleg  Þær hafa erft flökkugenið stelpurnar þínar  Já ég ætla sko að kíkja á bloggið hennar Karenar.

Takk Arna mín og Ásdís.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.9.2007 kl. 12:24

9 Smámynd: Huld S. Ringsted

Þessar haustmyndir hjá þér eru svo lifandi og fallegar!

Huld S. Ringsted, 7.9.2007 kl. 12:36

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Huld mín elskuleg.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.9.2007 kl. 13:09

11 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Æ hvað litlu hendurnar eru sætar

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 7.9.2007 kl. 14:28

12 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þær líta mjög sakleysislega út skal ég segja þér, en þær eru stórhættulegar.  Hún er eldsnögg að ná í það sem hún hefur áhuga á.  Og svo er hún rosalega sterk líka.   Maður þarf til dæmis að sæta lagi til að koma grautnum fram hjá þeim og upp í munninn, ég er orðin rosalega hittinn og verð að vera eldsnögg líka til að komast fram hjá hindrunum. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.9.2007 kl. 15:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband