Hér vakna spurningar.

Ég er svolítið hugsandi yfir þessum fréttum.  Þetta kom líka fram í Útvarpsfréttum.  Það var rætt við fulltrúa frá Vinnumálastofnun og hann sérstaklega spurður um hvort vinnumálastofnun hefði ekki í hendi sér að stöðva vinnu þessara undirverktaka.  Hann sagði það vera.

Ef hins vegar það gengur ekki eftir, þá er spurning hvers vegna.  Hafa leigurnar brugðist vel vil og skilað réttum gögnum.  Eða er það einhver inngrip annarsstaðar frá ?

Ég er ansi hrædd um að það verði að vera skýr svör hvort heldur er, og hver tekur sér þá það vald að varna lokun.

 

Að öðru.  Mér barst rafpóstur vegna áskorunarinnar sem ég sendi á þriðjudaginn.  Svarið hljóðar svo:

Góðan dag,

Þakka þér fyrir þá áskorun sem heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu hefur borist frá þér varðandi kjör öryrkja og aldraða.

Í stefnuyfirlýsingu núverandi ríkisstjórnar kemur fram áhersla á að styrkja stöðu aldraðra og öryrkja. Meðal annars verður unnið að framgangi málsins með einföldun á almannatryggingakerfinu, með því að draga úr tekjutengingum og skerðingum bóta og með því afnema tekjutengingu launatekna 70 ára og eldri við lífeyri almannatrygginga sem og skerðingu tryggingabóta vegna maka. Þá er stefnt að því að fylgt verði eftir tillögum örorkumatsnefndar um stóraukna starfsendurhæfingu og nýtt matskerfi varðandi örorku og starfsgetu. Jafnframt verði komið til móts við þann hóp sem er með varanlega skerta starfsorku.

Hafin er vinna við tilfærslu verkefna milli heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytis annars vegar og félagsmálaráðuneytis hins vegar með það fyrir augum að auka skilvirkni og einfalda yfirsýn. Stefnt er að því að þeirri vinnu ljúki fyrir árslok og næsta skref er þá að móta tillögur og aðgerðaáætlun sem m.a. snertir á ofangreindum þáttum í stefnuyfirlýsingunni.

Í tölvupóstinum er einnig áskorun sem tengist lyfjaverði. Markmið mitt í þeim málum er í stórum dráttum tvíþætt: annars vegar að lækka lyfjaverð til einstaklinga og hins vegar að lækka lyfjakostnað ríkisins. Tillagna er að vænta í þeim málum á næstunni.

Þær ábendingar sem fram koma í tölvupóstinum eru mikilvægar og munu verða teknar alvarlega við þá vinnu sem í gangi er.

Með góðri kveðju,

Guðlaugur Þór Þórðarson,


mbl.is Talið að starfsemi Hunnebek og GT verði ekki stöðvuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fulltrúi fólksins

Varðandi svarið frá Guðlaugi þá fékk ég sama svar á "opinbera" netfangið mitt en ég tók þátt í þessari áskorun líka.  Svo áðan þá fékk fékk svar frá Jóhönnu Sigurðardóttur.  Mér finnst það gott hjá þeim að svara póstinum, ég bjóst ekki við því.

Fulltrúi fólksins, 6.9.2007 kl. 17:29

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Jamm ég fékk líka svör frá þeim báðum Flott hjá þeim. Mér finnst Guðlaugur að vísu svolítið "staðlaður" en ég er einlægur aðdáandi Jóhönnu

Hrönn Sigurðardóttir, 6.9.2007 kl. 18:07

3 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Ég hef fengið svör við mínum tölvupósti bæði frá Guðlaugi Þór og Jóhönnu.  Mér finnst þetta gott hjá þeim því yfirleitt nenna ráðherrar ekki að svara svona pósti.

Hvað varðar starfsemina þarna fyrir austan er ljóst að Vinnumálastofnun hefur brugðist.  Það er með öllu ólíðandi að fyrirtæki komist upp með að skila ekki inn gögnum um sína starfsmenn og ekki á að taka tilgreina að veita hvern frestinn eftir annan heldur stöðva starfsemina strax.  Það er óskiljanlegt að það þurfi langan tíma til að skila inn þessum gögn og ef svo er þá er eitthvað að sem þarf að fela.  Eins finnst mér Landsvirkjun bera nokkra ábyrgð í málinu hún er jú verkkaupandinn og í eigu ríkisins og ætti þess vegna að sjá til þess að svona hlutir væru í lagi.  Ríkisskattstjóri var að ræða það í fréttum fyrir stuttu að ólíðandi væri að um 18.000 einstaklingar skili ekki inn skattaframtölum og ætli skýringin sé ekki sú að hingað til lands kemur árlega fjöldi fólks og vinnur tímabundið og fer síðan úr landi án þess að greiða nokkur gjöld og lítið þýðir að áætla síðan gjöld á þessa aðila því þeir eru farnir úr landi og greiða þar af leiðandi aldrei neitt.  Vinnumálastofnun verður að taka sig verulega á í þessum málum 

Jakob Falur Kristinsson, 6.9.2007 kl. 18:17

4 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Ég fékk ekkert svar , þar sem ég ætlaði að senda Guðlaugi, en fékk einhverra hluta vegna póstinn endursendan, þrátt fyrir að ég tékkaði á hvort ég hefði skrifað netfangið vitlaust, og hafði ekki þolinmæði til að halda áfram að reyna. En það er flott hvað margir sendu, vonandi að þetta hafi eitthvað að segja, þetta sýnir að minnsta kosti þessum ráðamönnum hug fólksins í landinu. Tek undir það að það er flott að þau skuli svara póstinum, jafnvel þó skiljanlega, sé um staðlað svar að ræða.

Greta Björg Úlfsdóttir, 6.9.2007 kl. 18:18

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já ég vildi bara koma því til skila, það á að tala um það sem vel er gert. 

Hvað varðar vinnumálastofnun, þá held ég að hún hafi staðið sig ágætlega, en ég er samt sammála þér Jakob, að þeir hefðu mátt taka fyrr og fastar á þessum málum.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.9.2007 kl. 18:31

6 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Ekki fékk ég svar ég gleymdi að setja emailið mitt á mitt. Alltaf jafn óheppin.

Kristín Katla Árnadóttir, 6.9.2007 kl. 19:42

7 Smámynd: Steingrímur Helgason

Já, vá, fenguð þið svar....

Mikið er það nú merkilegt að þegar að manni dettur í hug að senda tölvupóst að einhver nenni að svara manni til baka, þó svo að viðkomandi séu merkilegir ráðherrar.

Ég er alveg viss um að atvinnulausir íslenskir verkamenn séu núna hæstánægðir með þessa truflun ykkar á nokkrum starfsleyfum einhverja pólverja í þrælavinnu þeirri sem að hér hefur verið ástunduð undanfarin ár, en eins & fréttir segja frá, þá verður þessu reddað eftir hádegi á morgun.

S.

Steingrímur Helgason, 7.9.2007 kl. 00:56

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jamm þetta er náttúrulega sjúklegt að vera hissa að fá svar heheheh....

Hvað varðar vinnumálastofnun og afskipti hennar af erlendum verkamönnum, þá verður að segjast eins og er, að þetta atferli er ávísun á láglaunastefnu hér á landi. Það er löngu vitað að atvinnurekendum hefur verið gefið veiðileyfi á íslenska verkamenn og sjómenn. Heyrðu vinur ef þú ert eitthvað að ibba þig, rek ég þig og ræð 2 pólverja í staðinn fyrir sama verð. Það er ekki mjög skemmtilega staða .... eða hvað ?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.9.2007 kl. 01:23

9 Smámynd: Guðný GG

Ekki hef ég fengið neitt svar heldur ,bjóst svosem ekki við því .

ástandið á vinnumarkaðnum er svo grátlegt að það tekur ekki tali ,spurning hvort að við bloggarar ættum ekki bara að taka að okkur stjórn í eins og mánuð og kenna þessu pakki hvernig á að gera hlutina . Þyrftum ekki lengri tíma til að redda hlutunum allavega virðist vera nægur peningur í kassanum  

Guðný GG, 7.9.2007 kl. 09:01

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já ættum við ekki bara að gera það Guðný mín

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.9.2007 kl. 09:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband