5.9.2007 | 11:29
Góður dagur á Ísafirði.
Yndislegur dagur á Ísafirði í dag.
Í gær var byrjað að rofa til.
En í gær morgun var kári úfin og reiður. En samt..
Má sjá sólargeisla, svo skemmtilega leika sér á pollinum.
Ég er dálítið upptekin af henni nöfnu minni. Nú er ljóst að mamma hennar verður að vera í Reykjavík í 10 daga í viðbót, svo við verðum að mestu tvær saman. Hún er voða yndæl, en krefst síns tíma, enda bara 7 mánaða.
Við vorum boðin í mat til vinafólks okkar þjóðverjanna sem eiga sumarhús í Hnífsdal. Þau ákváðu að kaupa húsið og eyða sumarfríunum sínum hér við sjávarsíðuna, enda komin alla leið frá Svartaskógi, þar sem ekki sést til hafs. En nú hafa yfirvöld ákveðið að gera veg við sjávarkambinn og þar með eyðileggja alla fjöruna, þetta er sagt til að færa veginn frá byggðinni í Hnífsdal. Nema að einu húsin sem eru þeim megin við veginn eru við Stekkjagötu, og þar búa tvær fjölskyldur fyrir utan þau.
http://www.bb.is/Pages/82?NewsID=104584 Sjá hér grein sem þau skrifuðu. Birgit og Stefan eru arkitektar og hafa tvisvar fengið verðlaun frá Evrópusambandinu fyrir vinnu með vistvænar lausnir í húsum. Þau eru mikið baráttufólk um umhverfisvernd. Og þau eru ekki hrifin af að fjaran skuli vera tekin af Hnífsdælingum.
Þau voru að fara á fund í gærkveldi með íbúum Hnífsdals. Svo er að vita hvort hlustað verður á rök.
Hér er hún Britt heimasætan þýska, með Ásthildi litlu í fanginu, og þarna sést útsýnið sem þeim þykir svo vænt um.
Þetta finns nöfnu minni gaman. Þetta er góð barnapía.
Stubburinn er líka duglegur að passa.
Við ömgurnar fórum í langan göngutúr í morgun, og síðan lagði hún sig blessunin.
En nú er hún vöknuð svo ég má drífa mig.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 5
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 25
- Frá upphafi: 2022149
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Til hamingju með að fá þennan tíma með þessari megadúllu. Úff það er bæði gaman og krefjandi. Ég vona að hús þýska fólksins fái að vera í friði. Það mætti halda stundum að það væri ekkert landrými á Íslandi, þeir hrúga öllu niður á einn og sama staðinn. Annars veit ég minna en ekkert. Vel bara fegurðina fram yfir sumt annað.
Knús og koss
Jenný Anna Baldursdóttir, 5.9.2007 kl. 11:41
Æ, því þarf alltaf að rífa og tæta og eyðileggja það sem er fallegt?
Skilningsvana skemmupúkar!
En þú átt svo sannarlega falleg barnabörn!
Eigðu góðan dag
Greta Björg Úlfsdóttir, 5.9.2007 kl. 11:52
Það eru margir sólargeislarnir í þínu lífi
Hrönn Sigurðardóttir, 5.9.2007 kl. 12:09
Takk stelpur mínar. Já sólargeislarnir mínir eru margir og ég er svo heppin að hafa þau flest í kring um mig. Það er yndislegt.
Ég vona að þeir setji veginn þar sem upphaflega var planlagt, þ.e. að færa gamla veginn fjær byggðinni, breikka hann og lækka, svo hann verður lengra frá þeim fáu húsum, sem eru við hann. Þeir tala um 700 bíla á dag, sem er ótrúleg tala miðað við að það búa 900 manns í Bolungarvík. Hvaðan kemur þá öll þessi umferð ? Og hér er aðallega verið að tala um skólabörn í því sambandi. Ferðamenn eru hér aðallega á sumrin, það eru engir 700 bílar á ferðinni milli Ísafjarðar og Bolungarvíkur yfir vetrar tímann, það finnst mér ansi ólíklegt.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.9.2007 kl. 12:18
mikil stemming í myndunum eins og vanalega kæra cesil !
AlheimsLjós til þín
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 5.9.2007 kl. 15:14
Ofasalega mikil krútt elsku börnin.
Kristín Katla Árnadóttir, 5.9.2007 kl. 15:20
Alltaf jafn flottar hjá þér myndirnar Ásthildur. Það er alltaf sama sagan að ekkert fallegt má vera í friði fyrir framkvæmdaglöðum mönnum eins og þú nefnir með þennan veg. Ég er alveg sammála þér að þessi umferðarþungi 700 bílar á dag er bara bull til að afsaka fáránlega framkvæmd. Ég hélt að það stæði til að gera jarðgöng til Bolungarvíkur svo ég skil ekki hvaðan allir þessir bílar eiga að koma.
Jakob Falur Kristinsson, 6.9.2007 kl. 00:02
Takk öll sömul.
Jakob mér er líka fyrirmunað að skilja þetta. Málið er líka að þarna er oft mjög vindasamt, og mun sjór ganga yfir veginn í norðanátt, um leið og þessi vegur kemur í gagnið, þá þarf Ísafjarðarbær að fara að sjá um mokstur á veginum sem nú liggur gegnum þorpið, það er strætóleiðin og því verður ekki hnekkt, því það er bara hægt að komast inn í þorpið sitthvorumegin við það. Og í stað þess að vegagerðin lagi þennan veg, geri hann breiðari og færi fjær byggðinni, þá sitja Hnífsdælingar uppi með sama gamla veginn, og þar sem aðallega er talað um hættur á strætóleið vegna skólabarna, þá mun það bara alls ekkert leysast. Þessi gjörð er að mínu viti arfavitlaus, fyrir utan að eyðileggja alla strandlengjuna, það verður engin fjara í sjávarþorpinu Hnífsdal, heldur hár vegur með ennþá hærra vegriði úr sprengigrjóti, og hátt í sjó niður norðanvið veginn. Aldeilis óskiljanlegt.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.9.2007 kl. 00:10
Yndislega myndasyrpa hjá þér eins og alltaf og litla nafna þín algjör dúlla Knús í krús
Margrét St Hafsteinsdóttir, 6.9.2007 kl. 00:39
Takk elsku Margrét mín sömuleiðis.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.9.2007 kl. 00:41
Alltaf svo gaman að skoða myndirnar þínar. Annars langaði mig að segja þér frá því hversu yndisleg manneskja þú ert.... bara svona í tilefni dagsins ljúfan mín.
Heiða Þórðar, 6.9.2007 kl. 10:13
Takk elsku Heiða mín, og mikið er gaman að sjá þig komna aftur til okkar.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.9.2007 kl. 10:31
Þetta innlegg hennar Heiðu "Made my day".
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.9.2007 kl. 10:33
Mikið eru þetta fallegar myndir. Mér leið betur í sálartetrinu eftir að hafa skoðað þær. Í guðs friði Guðni Már
Guðni Már Henningsson, 6.9.2007 kl. 23:04
Takk fyrir það Guðni Már minn Og sömuleiðis.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.9.2007 kl. 00:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.