Hvar er húmorin og hið margrómaða umburðarlyndi ?

Alltaf sama umburðarlyndið og húmorin á þessum bænum.  Ekki það að þessi auglýsing sé eitthvað kúl eða flott.  En að þetta geti sært nokkurn mann er óskiljanlegt.  Hvernig væri að sumir færu á námskeið í almennri umgengni við almenning í landinu ?
mbl.is Biskup segir nýja auglýsingu Símans smekklausa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Því miður virðist mér, og þá í ljósi skrifa þinna hér, að þú hafir ekki nægilegan skilning á hugtakinu "umburðarlyndi" enda getur það varla flokkast undir skort á umburðarlyndi að svara því til að manni finnist eitthvað smekklaust, sé maður inntur eftir áliti.

Þessi auglýsing hefur ekki sært nokkurn mann og ég get ekki ímyndað mér að herra Karl Sigurbjörnsson teljist sár vegna birtingar hennar, hann hefur hins vegar skoðun á því með hvaða hætti frásagnirnar af Jesú frá Nasaret eru notaðar.

Það er sorglegt oft á tíðum að sjá hvernig umgengni þín er við hina trúuðu í landinu og ekki síst þá sem tilheyra Þjóðkirkjunni íslensku. Allt er málað dökkum litum sem henni tengist og það gert í nafni umburðarlyndis. Það væri kannski eðlilegast að fólk sem skrifar á vefdagbækur hér á netinu færu á námskeið í "almennri umgengni við almenning í landinu" þar sem hugtökin "umburðarlyndi" og "smekkleysa" væru skilgreind og rædd.

Stefán Einar Stefánsson (IP-tala skráð) 4.9.2007 kl. 15:02

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Maðurinn minn sagði einmitt, nú segir einhver eitthvað.

Ásdís Sigurðardóttir, 4.9.2007 kl. 15:04

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já mér finnst allt í lagi að skoða það með opnum huga, og ræða.  En ég er bara að tala um mína upplifun af þeim sem eru kristnir.  Ég er sjálf trúuð.  Ég trúi á Ljós og kærleika, og reyni að vera opin fyrir öllu.  En hvað eftir annað þá kemur upp meðal þeirra sem hafa fullvissu um kristna trú, fordómar gagnvart svo mörgu.  Og það heyrist alltaf hæst í þeim sem mest tala.

Ég veit að það eru margir kristnir umburðarlyndir og skilningsríkir.  Þeir bera bara ekki skoðanir sínar á torg með sama hætti og þeir sem hafa öðlast hinn æðsta skilning að eigin mati.  Það virðist einhvernveginn stíga þeim til höfuðs.

En ég er ekki bara að tala um kristna menn, það eru í raun og veru öfgar í öllum trúarbrögðum.  Það er ekki trúnni að kenna, heldur  því fólki sem mælir fyrir henni. Við erum öll misjöfn.  Ég bara geri kröfur á það fólk sem daglega prédikar um umburðarlyndi og kærleika að það sýni það sjálft í verki.  Það er stundum vanhöld á því eins og sést þegar skoðuð er afstaða til dæmis kirkjunnar til samkynhneigðra.  Þá hverfur umburðarlyndið og bókstafurinn blífur.  Eins hefur sést í umræðum hér um níu ára stúlku sem var nauðgað og hefur ekki fengið fóstureyðingu, þó lífi hennar sé stefnt í hættu, og það vegna eindreginna fyrirmæla frá Katólsku kirkjunni, hvort sem fréttin er rétt eða röng, þá sér maður svör þeirra sem telja sig þá einu boðbera sannleikans.

Ég trúi á ljós og kærleika en ég bara get ekki gert að því að mér fellur ekki í geð þegar fólk reynir að ráða því hvað er sannleikur og hvað ekki.  

Ég var í þjóðkirkjunni mörg ár, það var ekki fyrr en ég upplifði þessa tilfinningu að fólk var sett í dilka eftir kirkjusókn og lestri biblíu og slíku, að ég ákvað að yfirgefa þann söfnuð.  Og hef ekki séð eftir því. 

Það er minn réttur að mótmæla umburðarleysi kirkjunnar manna.  Þeir hafa svo auðvitað fullt leyfi til að mótmæla því sem ég segi á móti. Þannig verkar lýðræðið.

Ég vona að sem flestir læri að leita ljóssins hið innra með sjálfum sér, í stað þess að leggja traust sitt á aðra, og leggja trúnað á rituð orð, í stað þess að finna sannleikann með sjálfum sér.  En þannig er ég bara.  Það stendur einhversstaðar; Leitið og þér munuð finna, knýið á og fyrir yður mun upplokið verða.  Það stendur ekki, lesið og lærið utanbókar, eða trúið öllu sem yður er sagt eða því sem skrifað stendur, án almennrar skynsemi. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.9.2007 kl. 15:22

4 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Já, hvað skal segja? Ég skil í sjálfu sér áhyggjur biskups af birtingu auglýsingar, þar sem notuð er endursamin nútímaútgáfa af HEILAGRI kvöldmáltíð. Það er nefnilega lóðið, að í kristinni trú er sakramenti heilagrar kvöldmáltíðar helg athöfn, þar sem fólk tekur á móti líkama Krists í athöfn sem má segja að hafi í sér fólgna mjög dulræna merkingu. Blóð Krists - bikar lífsins, er endurtekið aftur og aftur, fyrir hvern og einn sem meðtekur sakramentið, þannig að í óeiginlegri merkingu neitir maður líkama hans, svo óviðkunnanlega sem það kann að hljóma fyrir þeim sem utan trúarinnar standa.

Rætt er um umbyrðarlyndi í þessu sambandi. Umburðarlyndi er nokkuð sem okkur er innrætt að okkur beri að sína gallagripum, eða þeim sem á einhvern hátt eru gjörólíkir okkur í hugsun og hátterni. Síminn er stórt fyrirtæki á landsvísu, sem þjónar öllum landsmönnum. Því stýra menn sem ætti að vera kunnugt um megininntak kristinnar trúar og gera sér grein fyrir því að svona auglýsing komi til með að stuða marga þeirra sem eru strangtrúaðir. 

Ég held líka að það sem biskup sé að fara og hafi áhyggjur af sé það almenna virðingarleysi fyrir siðferðisgildum sem við af okkar kynslóð erum alin upp við og mörgum sýnist ógnað af nútíma markaðshyggju og auglýsingaskrumi.

En menn hafa svo sem á öllum tímum hrópað "O, tempora, o mores" - en nota bene kom að því að hið glæsta Rómarveldi hrundi vegna spillingar innanfrá. 

Greta Björg Úlfsdóttir, 4.9.2007 kl. 15:40

5 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Ehemm, sé að stafsetningarkynnáttan brást mér (að minnsta kosti) tvívegis í undanfarandi athugasemd...þeir sem ekki eru góðir í stafsetningu mega spreYta sig á að finna villurnar...

Greta Björg Úlfsdóttir, 4.9.2007 kl. 15:51

6 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Úpps, ó, nei,... kYnnáttan, það er bara eitthvað að mér í puttunum í dag...

Afsakið þessi þreföldu komment! 

Greta Björg Úlfsdóttir, 4.9.2007 kl. 15:53

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Allt í lagi Gréta mín.  Kirkjan er að mínu mati bákn þar sem einstaklingurinn er ekki lengur einstaklingur heldur er öll hjörðin orðin hjörð, þar sem einstaklingurinn skiptir minna máli.  En það er fullt af yndislegu fólki sem er trúað margir hér á blogginu og nokkrir þeirra bloggvinir mínir sem ég fylgist með og les.  Það fólk er ekki með neina svona fordóma eða slíkt.  Það eru hinir sem setja blett á söfnuðin.  Og þegar þeir sem eru í forsvari eru að mínu mati ansi hreint forpokaðir afsakið orðbragðið, en mér finnst Karl biskup vera einn af þeim, þá er það meira áberandi en yndislegt fólk sem lifir sínu trúlífi í kyrrþey. 

Talandi um teikningar af Múhamed, auðvitað er það miklu svæsnara dæmi, en samt angi af sama meiði.  Að banna fólki að hafa aðra skoðun á trúnni og því sem þar er. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.9.2007 kl. 16:46

8 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Ég fór og horfði á auglýsinguna í heild á netinu. Í sjálfu sér kemur ekkert fram þar sem er meiðandi og sumum finnst hún örugglega bara mjög fyndin, þó svo minn húmor sé töluvert annar en sá gnarrski.  Spurningin er miklu frekar sú, held ég, hvort við höfum leyfi til að gera grín að öllum sköpuðum hlutum og til dæmis hvaða skilaboð við erum að senda til barnanna með auglýsingu þar sem grínast er með atburð sem er hluti af píslarsögunni. Þarna er á vissan hátt verið að jaska út sögu sem í hugum kristinna er háheilög. Mér finnst þessi auglýsing ekki sambærileg við Spaugstofuþáttinn fræga, sem vakti líka hneyksun biskupsins, því sá þáttur var bara ætlaður til sýningar eitt kvöld í skemmtiþætti, á meðan þessi auglýsing kemur til með að dynja á okkur sjónvarpsglápurum kvöld eftir kvöld.

Greta Björg Úlfsdóttir, 4.9.2007 kl. 17:02

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já það má sjálfsagt deila um það hvort einhver innræting á sér stað.  En á móti má segja, ef börnin þola ekki auglýsingu um þetta mál, hve mikils virði er þá einlæg trú þeirra. Ég held einhvernvegin að börn séu það skynsöm að setja ekki samasem merki milli auglýsingar og boðskaps prestsins síns.  Veit það svo sem ekki.  Hvað segir fólk þá um Da Vinci lykilinn, þar sem gefið er í skyn að María Magdalena sitji við hlið Jesú í kvöldmáltíðinni, sem eiginkona hans og að þau hafi átt barn saman.  Það er alltaf þetta að það má ekki hrófla við trúnni.  Hún er heilög.  En hversu heilög er hún í raun.  Þarf ekki alltaf að spyrja spurninga og leita svara.  Og er það þá ekki sannleikurinn sem er þar heilagastur. 

Ég tel að það megi alltaf spá og spekulera reyna að finna sitt eigið svar.  En í flestum tilfellum má það ekki því miður.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.9.2007 kl. 17:26

10 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Já, það er gaman að spá og spekúlera og þannig þroskust við saman, ekki satt?

Greta Björg Úlfsdóttir, 4.9.2007 kl. 17:34

11 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég hef ekkert við þessa auglýsingu að athuga þó ég haldi að hún hafi eimitt verið samin með það í huga að vekja athygli og umtal svo varan seljist betur.  Mér finnst það smá leim. Ég tel ekki að helgirit, þjóðsöngvar, forsetar, pólitíkusar eða nokkuð svoleiðis eigi að vera hafið yfir húmor.  Bara alls ekki.

Jenný Anna Baldursdóttir, 4.9.2007 kl. 18:22

12 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Ég hef ekki séð þessa auglýsingu.

Kristín Katla Árnadóttir, 4.9.2007 kl. 18:33

13 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Ha, ha, Jenný, þá ert þú sammála biskupnum, því honum fannst auglýsingin nefnilega líka "leim" (lágkúrleg).

Greta Björg Úlfsdóttir, 4.9.2007 kl. 18:41

14 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Ég held að það sem fer fyrst og fremst fyrir brjóstið á sumum sé það að nýta píslarsöguna til að auglýsa vöru, frekar en að í henni sé nett grín. Svo ég haldi nú áfram að bollaleggja hér um hana...

Greta Björg Úlfsdóttir, 4.9.2007 kl. 20:46

15 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Hún fer alls ekkert fyrir brjóstið á mér en kemur ekki á óvart að einhver viðbrögð yrðu. Reyndar eru viðbrögð Biskupsstofu lfremur labile, þeir hafa náttúrlega upplifað eitt og annað sem dregið hefur máttinn úr frekari gagnrýni á svona útfærslu Biblíusögunnar og má þar nefna Spaugsstofuna sem lét oft á reyna. Píslarsöguna eða einhverja aðra sögu Biblíunnar finnst mér hljóti að vera persónulegt mat hvers og eins. Mig undraði að Halldór Reynisson talaði eins og við ættum öll að vera eitthvað sérlega viðkvæm fyrir henni umfram aðrar frásagnir.
Mér fannst reyndar mest krúttlegt að heyra hvað Jón Gnarr er rosalega ánægður með verk sitt,  einlæglega himinnlifandi yfir meistaraverkinu. Án þess að ég hafi eitthvað sérstakt vit á gæðum auglýsingar út frá svona faglegu sjónarmiði þá skilst mér að þetta sé vel gerð auglýsing.

Kolbrún Baldursdóttir, 4.9.2007 kl. 21:16

16 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já auðvitað eiga menn að fá að hafa sína trú í friði.  En í friði fyrir hverjum ? Þetta er eins og það að banna að klappa í kirkju, samt leyfa menn tónleikahald á slíkum stöðum.  Hvað er eiginlega að því að fólk klappi saman höndum af hrifningu ? Við gerum það strax sem börn.  Er eitthvað ljótt við að klappa ? Ekki að mínu mati.  Ég get ekki gert að því að sumir taka sig of alvarlega, en það þýðir ekki að ég megi ekki tjá mig um það. 

Fólk særir mig oft þegar það talar um fíkla eins og glæpamenn.  Ég er móðir sem hef þurft að ganga gegnum ótal erfiðleika með slíkt.  Og veit að það fólk sem er daglega í fréttum sem fíklar, eru manneskjur sem hafa rambað rangan veg, en eru oft besta fólk, bara of viðkvæmt fyrir þennan heim, og hafa lent í vandræðum.  Glæpamennirnir eru þeir sem hafa gert börnin okkar að því sem þau eru.  Er einhver að tala um að virða tilfinningar foreldra fíkla ?  Ónei aldreilis ekki.  Foreldra homma þurfa að hlusta á allskonar niðurlægjandi athugasemdir um börnin sín, ekki síst frá kirkjunni, er einhver sem talar um að það eigi ekki að tala svoleiðis, til að sýna foreldrunum umburðarlyndi.  Nei aldeilis ekki.  Það er gert grín að fötluðum, það er gert grín að öllum þjóðfélagshópum, en þegar kemur að kirkjunni, þá má ekki.  Af hverju? Er það fólk ef til vill viðkæmara en aðrir?  Á það fólk eitthvað meira bágt en aðrir ? Nei ég held ekki.  Svo af hverju má ekki gera góðlátlegt grín að atburðum í biblíunni, eða teikna myndir af Múhamed ? Það skyldi þó ekki vera af því að einmitt á þessu svæði skortir umburðarlyndi til að taka því.  

Ég verð sennilega hökkuð í spað fyrir þetta innlegg.  En þá það.  Vð erum öll manneskur og við erum öll breysk.  Það er enginn fullkomin.  Trúmál eru ekkert heilagri en önnur mál.  Þau eru bara hluti af lífi flestra.  Það er bara spurning um hve viðkvæm við erum fyrir umtali og stríðni.  Ég til dæmis trúi á jarðarverur, álfa huldufólk og aðra vætti, ég trúi á líf eftir dauðann, ég trúi því að yfir mér vaki afl sem er hluti af alheiminum.  Það eru mjög margir sem gera grín að þessari trú minni.  En ég tek því bara. Það minnkar ekkert þá afstöðu sem ég hef.  En það segir heldur enginn, virðum trú þeirra sem segja að til séu álfar og huldufólk.  Ekki gera gys að þeim.  Ónei. 

Hér er í gildi aldagömul innræting sem segir okkur að við eigum að virða þessi sjónarmið.  Alveg eins og fólk er hrætt við að segja sig úr þjóðkirkjunni, af því að það heldur að því verði hegnt fyrir.   Sumt fólk getur ekki skilið borgaralegar skírnir, eða hvað það kallast.

Jæja nú er nóg komið af þessu hjá mér.  En ég verð bara svekkt yfir þessu öllu saman.  Ég hef fundið minn Guð, og er sátt við minn status í samfélagi mannanna.  Mér hefur hlotnast svo margt fallegt í þessum heimi, og fundið nálægð almættisins, hef stundað fyrirbænir og horft upp á kraftaverk gerast, þrátt fyrir að geta ekki trúað á biblíuna, að ég veit að Guð er allstaðar, Guð er tilfinning, ljós og óendanlegur kærleikur, Guð er það sem við erum og það sem við gefum frá okkur, og fáum til baka.  Guð lýtur ekki lögmálum kirkju eða biblíu. Guð er við öll, við erum eins og dropar hafsins, við þeytumst upp i tilveruna, og höfnum svo aftur að lokum þar sem við byrjuðum í hafinu stóra, þaðan sem við öll erum og þaðan sem við munum aftur fara. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.9.2007 kl. 00:06

17 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

...skyldi manninum þykja gaman að láta krossfesta sig? ... spurði skáldið eitt sinn....kannski eitthvað til í því...alla vega virðist einhver í grenndinni við það hafa velt þessu fyrir sér með húmorinn hjá Jesú í denn...???

Jæja, en góða nótt Ásthildur mín, og dreymi þig vel

Greta Björg Úlfsdóttir, 5.9.2007 kl. 00:18

18 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk sömuleiðis elskuleg

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.9.2007 kl. 00:41

19 identicon

Einhvers staðar verða mörkin að vera krakkar mínir. Mætti t.d. auglýsa gosdrykk með því að sýna sundursprengt hús í Palestínu þar sem líkin liggja á víð og dreif og eini eftirlifandi einstaklingurinn leitar í rústunum og gleðst ógurlega þegar hann finnur gosdósina sína í heilu lagi og fær sér sopa? Þegar einhver hneykslaðist á slíkri auglýsingu (smekkleysinu) myndi þá einhver kannski tala um skort á umburðarlyndi eða húmor? Einhverjum gæti þótt auglýsingin fyndin...

Hver og einn má hafa sína skoðun á auglýsingu Símans en það er algjör óþarfi, að mínu vita, að hneykslast ógurlega á því þegar einhverjum er misboðið og tala um skort á húmor.

Magnús (IP-tala skráð) 5.9.2007 kl. 08:35

20 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já það er auðvita alveg rétt hjá þér Magnús minn.  Maður er alltaf að hneykslast á óttúlegustu hlutum.  Ég er svo sem ekkert að ergja mig á þessu.  Vildi bara sýna fram á afstöðu fólks sem er að prédika umburðarlyndi yfir fjölda manns.  Mér finnst séra Karl nefnilega ekki eiga mikið af slíku svona heilt í gegn.   Og fleiri sem þannig tala.  Við hin sauðsvartur almúgin erum ekkert að velta okkur mikið uppúr slíku svona daglig dags, þó við reynum að taka okkur á  með sjálfum okkur.  Mér finnst að þegar fagfólk er að kenna öðrum eitthvað, þurfi sá hinn sami að ganga á undan með góðu fordæmi.  Annars virkar kennslan frekar illa. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.9.2007 kl. 08:59

21 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Það er eitt merkilegt við þessa auglýsingu að í stað þess að auglýsa ákveðna gerð af farsímum er það orðið aukaatriði en í staðinn verður öll umræðan um trúmál.  Auglýsingin sem slík er falleg og vel unnin og aðalatriðið í henni er að Júdas verður uppvís að svikum við Jesú með aðstoð þessa síma.  En hvað er smekklegt eða ekki get ég ekki dæmt um, það verður hver að gera fyrir sig við þurfum ekki biskupinn til að segja okkur fyrir verkum hvað það varðar.  Ég tel mig vera trúaðan mann og á þeim forsendum finnst mér að sumt megi alveg fá að vera í friði fyrir Mammon.  En ef Síminn hf. telur þessa auglýsingu þjóna þeirra hagsmunum þá geta þeir haft þá skoðun í friði mín vegna því það truflar ekki mína trú.   

Jakob Falur Kristinsson, 5.9.2007 kl. 23:53

22 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Einmitt, þetta truflar voða lítið hinn almenna borgara.  Menn hafa misjafnan smekk fyrir auglýsingunni.  Mér finnst hún vera betri en margt sem sést í þessum bransa, en það er nú ekki úr háum söðli að detta svo sem.  Sjaldgæft að sjá góða auglýsingu.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.9.2007 kl. 00:13

23 Smámynd: Guðni Már Henningsson

Já, hvað skal segja. Ég er kristinn maður en ég álít að svona auglýsing eigi ekki að trufla okkur. Við eigum að vera yfir það hafin að sjónvarpsauglýsing þar sem Kristur er í aðalhlutverki trufli okkur. Við gátum hlegið (sum okkar allavega) að viðbrögðum múslima vegna teikninganna dönsku en þegar svipuðum atburðum skýtur upp í voru lífi, þá bregðumst við hart við. Ekki skemmir svona auglýsing trúarlíf mitt. Nema síður sé.  Jesús sagði einusinni "dæmið ekki svo þér verðið ekki dæmdir" Og ég held að Guð sé húmoristi!

Guðni Már Henningsson, 6.9.2007 kl. 23:16

24 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Einmitt, og svo veit maður líka að Jón Gnarr er mjög trúaður maður, og hann myndi aldrei viljandi misbjóða trúuðu fólki. 

Mér fannst sorglegt að hlusta á biskupinn í dag, þegar hann var að tala um þetta og sagði að fólk bryti niður allar brýr, með svona háttarlagi, en svaraði svo aðspurður að sér fyndist alveg sjálfsagt að neita að gifta homma og lesbíur.  Ég segi nú bara, þetta er maður sem prédikar umburðarlyndi.  Hans umburðarlyndi nær ansi skammt að mínu mati.  Því miður.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.9.2007 kl. 00:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 2022150

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband