4.9.2007 | 09:35
Lítil stúlka sem veit hvað hún vill.
Lognið er heldur að flýta sér þennan morguninn.
En við erum tvær í kotinu nöfnurnar. Ég ætlaði að láta hana sofa inni þennan morguninn, því það er svo brjálað veður. En sú stutta var sko ekkert á því. Ég skildi ekkert í þessu, reyndi að leggja hana í rúmið okkar, það gekk ekki, svo í kerruna, en það gekk ekki heldur, svo ég ákvað að klæða hana í útifötin, þá varð hún alveg róleg og var sofnuð áður en ég komi kerrunni út í garðskála.
Morgunverðareftirréttur.
Já ég set hana við dyrnar, svo vindurinn geti vaggað henni.
Svona lítur nú fjörðurinn minn út í þessari fyrstu haustlægð.
Reyndar hefur sólin ekki farið neitt langt í burtu. Hún lónir þarna uppi og bíður færis með að koma fram. Og svo á að lægja með kvöldinu. Ég vona að það verði, því mamman ætlaði að fljúga heim í kvöld.
Það er líka þetta dæmi með þýsku veiðimennina. Það koma hér tvær fullar flugvélar af þjóðverjum á hverju þriðjudagskvöldi.
En nú sefur dúllan mín, svo það er tími til að gera eitthvað annað á meðan.
Þó Kári hamist úti, þá er friður í mínu sinni. Vona að þið eigið öll góðan dag
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
prakkarinn
-
katrinsnaeholm
-
jensgud
-
matthildurh
-
jenfo
-
kiddat
-
hronnsig
-
katlaa
-
katagunn
-
kolbrunb
-
joiragnars
-
birgitta
-
holi
-
rs1600
-
ktomm
-
heidathord
-
vestfirdir
-
steina
-
laufeywaage
-
maggadora
-
lehamzdr
-
icekeiko
-
isdrottningin
-
skaftie
-
hneta
-
hross
-
amman
-
johanneliasson
-
helgamagg
-
zeriaph
-
olafia
-
jogamagg
-
tigercopper
-
ellasprella
-
zumann
-
estro
-
sjos
-
gmaria
-
gudr
-
ktedd
-
salvor
-
bertha
-
solisasta
-
meistarinn
-
baenamaer
-
sirrycoach
-
annalilja
-
komediuleikhusid
-
tildators
-
hector
-
bene
-
skelfingmodur
-
fifudalur
-
xfakureyri
-
madddy
-
siggith
-
antonia
-
elina
-
rosaadalsteinsdottir
-
framtid
-
annaragna
-
sirri
-
thjodarsalin
-
bestalitla
-
helgatho
-
jyderupdrottningin
-
hallaj
-
ingistef
-
gudruntora
-
zunzilla
-
sisvet
-
aevark
-
bostoninga
-
ace
-
drengur
-
robbitomm
-
faktor
-
disag
-
ffreykjavik
-
ma
-
rannveigh
-
igg
-
robertb
-
sgisla
-
rafng
-
helgi-sigmunds
-
lotta
-
fullvalda
-
heimssyn
-
naflaskodun
-
johannesthor
-
jeg
-
huxa
-
sigrunzanz
-
jodua
-
tryggvigunnarhansen
-
minos
-
saemi7
-
blossom
-
ansigu
-
skagstrendingur
-
beggo3
-
h2o
-
westurfari
-
ammadagny
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
esig
-
sunna2
-
frjalslyndir
-
gudlaugbjork
-
gp
-
hreinn23
-
guki
-
gustafskulason
-
harhar33
-
diva73
-
huldagar
-
kliddi
-
axelma
-
keli
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
josefsmari
-
kuldaboli
-
kiddatomm
-
ksh
-
kristjan9
-
mio
-
omnivore
-
sumri
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
nafar
-
stjornlagathing
-
sattekkisatt
-
athena
-
tikin
-
vallyskulad
-
vest1
-
totibald
-
tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 1
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 33
- Frá upphafi: 2022939
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 30
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Æ hvað hún er yndisleg sú litla...þið eruð ábyggilega flottar saman bara tvær að dunda. Fjörðurinn er úfinn hjá ykkur núna...en það er eitthvað svo geggjað við svona haustlægðir sem koma með látum. Þarf á einni að halda núna held ég.
Eigðu góðan dag Cesil mín.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 4.9.2007 kl. 09:48
Gaman að öllum þessum myndum úr þínu daglega lífi. Mikið er dúllan þín sæt
Kveðja.
Greta Björg Úlfsdóttir, 4.9.2007 kl. 09:52
haha þau eru yndisleg litlu skottin og ekkert nema vaninn!
Það er svona hífandi rok hér fyrir norðan en sólin skín þó
Huld S. Ringsted, 4.9.2007 kl. 10:21
Fallegur fjörðurinn þinn í roki líka.......
knús á ykkur
Hrönn Sigurðardóttir, 4.9.2007 kl. 10:44
mikið er hún yndisleg knús til þín
Kristín Katla Árnadóttir, 4.9.2007 kl. 10:46
Takk allar saman. Já hún er yndisleg og svo skemmtileg líka og ákveðin ung dama. Já þetta er geggjað veður
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.9.2007 kl. 10:56
Það er sama fegurðin þó svo lognið sé að flýta sér
sú litla vinn hafa hlutina bara eins, ekkrt innilúll þótt hann blási. Kær kveðja vestur.
Ásdís Sigurðardóttir, 4.9.2007 kl. 11:40
Já ekkert innilúll hehe satt er það.
Já hann er hressilegur núna, þessi átt er líka svo opin hjá mér, því maður er alltaf að verja fyrir norðanvindinum.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.9.2007 kl. 13:37
Hún er krútt
kannast við svona vanafestu frá mínum stelpum. Það er búið að vera sami steytingurinn hér á Akureyri í veðrinu. ég var að frjósa í hel hérna í vinnunni því gluggarnir eru svo óþéttir, þurfti á endanum að keyra upp ofna, og það er bara september (hneyksliskarl)
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 4.9.2007 kl. 14:19
búinn að vera steytingur - vildi ég sagt hafa (þoli ekki svona villur í eigin texta) sorrý
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 4.9.2007 kl. 14:20
Elskan mín jamm það er erfitt að geta ekki lagað eftir á. Já þetta er dálítið vill, ég finn samt lítið fyrir vindinum, því það mæðir bara á garðskálanum og jafnvel þar nær vindurinn engu taki út af lögun hans.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.9.2007 kl. 14:51
Fyndið hvað þessi litlu kríli eru föst í sínum skorðum þó lítil séu, hún er algjört krútt. Má ég spyrja, hvar býrð þú? Það er ekkert smá leiðindarveður komið strax til þín, en ég væri alveg til í að fá smá rigningu og rok, því hér er hitinn að fara með okkur, viltu skipta? Bara í einn dag eða svo???? Njóttu dúllunar, og rigningunnar, og dagsins
Bertha Sigmundsdóttir, 4.9.2007 kl. 16:03
Ég bý á Ísafirði. Alveg til í að skipta
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.9.2007 kl. 16:24
Solla Guðjóns, 4.9.2007 kl. 18:32
Guðmundur þú er algjörlega spes hr. Flakk im Kuld Von trekk
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.9.2007 kl. 00:11
Ég hélt að þetta væri Ísafjörðurinn, ekkert smá fyndið, því að ég var að skoða myndirnar og mikið leit þetta út fyrir að vera Ísó...þar sem ég ólst upp... Ég bjó á Ísafirði frá sex ára aldri til fjórtán ára aldurs. Mamma mín er Agnes Karlsdóttir, og pabbi minn er Sigmundur Annasson. Kannastu eitthvað við þau? Þau eru að vísu nýflutt suður, en bjuggu á Ísó í mörg ár, mamma var að kenna niður í MÍ, og pabbi er smiður. Amma mín er Friðgerður Guðmundsdóttir, mikið af fjölskyldunni hans pabba er ennþá á Ísó eða í Bolungarvík.
Mikið er þetta nú fyndið, gaman að sjá myndir af Ísó, mikið á ég nú margar skemmtilegar minningar þaðan
Bertha Sigmundsdóttir, 5.9.2007 kl. 06:05
Hvort ég kannast við hana Agnesi mína, vann með henni á bæjarskrifstofunni. Fábær alveg hreint, þekki pabba þinn minna, en betur þekki ég Friðgerði ömmu þína, lét slá garðin fyrir hana alla tíð meðan ég hafði sláttulið á minni könnu. En gaman Bertha mín. Svona er heimurinn lítill.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.9.2007 kl. 08:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.