1.9.2007 | 00:45
Barnapössun og kvöldverður.
Barnastúss í allan dag hjá okkur mæðgum. Við gættum barnanna fyrir son minn og tengdadóttur.
Stóri stubbur hjálpaði til við pössunina. Hann fékk samt að fara í bíó. Hann fór með tveimur dömum sá stutti.
Þær litlu léku sér saman.
svo var horft á sjónvarpið.
Hún kann að sitja hest hún Hanna sól.
Enda foreldrarnir mikið hestafólk, sjáið hvernig hún beitir fótunum. Þetta er sko cowboystile.
Við fórum svo niður í tjöruhús til að smakka á fiskiréttunum hans Magga Hauks, hann er listakokkur, og þau hjónin hann og Ragnheiður Halldórsdóttir hafa verið vertar í Tjöruhúsinu í sumar. Við fengum okkur saltfisk, sem var algjört lostæti. En í boði var líka pönnusteiktur steinbítur og koli, og einnig plokkfiskur, og þessi líka dýrindis fiskisúpa.
Litla skottið hún Ásthildur Cesil fór með.
Hún var líka ánægð með veitingarnar.
Húsið er ansi hreint kósí og skemmtilega hrátt, enda gamalt salthús sem var gert upp fyrir nokkrum árum. En Neðsti kaupstaður er elsta húsaþyrping á landinu held ég örugglega.
Og margir sem leggja hingað leið sína.
Hér er líka sjóminjasafnið, og þetta eru klippurnar víðfrægu, sem við unnum þorskastríði með.
Hér er sjóminjasafnið, og nær er eitt af íbúðarhúsunum, en þar hefur alltaf verið búið og er ennþá.
Hér má sjá faktorshúsið, Þð er líka búið í því og hér sjást reitirnir sem saltfiskurinn er þurrkaður á. En ég átti minn þátt í því að það var byrjað á slíku, það var meðan Elsa sem var hér atvinnumálafulltrúi, okkur datt í hug að fá valinn hóp af unglingum í unglingavinnunni til að verka og þurrka saltfisk. Það gekk eftir og ég fékk gamlan sjóara til að leiðbeina þeim með pækil og verklag. Þetta hefur verið gert æ síðan og er orðin vel þekkt eðalvara. Sólþurrkaður saltfiskur. Ég er stolt af mínu framlagi, en ég var á þessum tíma með unglingavinnuna hér í bænum.
Hér er svo tjöruhúsið, þar sem við borðuðum.
Jamm hún átti að fara að sofa, en hvað er hægt að gera þegar maður fær svona viðbrögð
Það er ekkert hægt að gera nema knúsa svona engil.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 6
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 2022150
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 24
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Yndislegar myndir og DÚLLAN á neðstu myndinni. OMG
Jenný Anna Baldursdóttir, 1.9.2007 kl. 00:55
Jamm hún var sko ekki á því að fara að sofa þessi unga mær hehehehe....
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.9.2007 kl. 00:59
YNDISLEGAR myndir og falleg barnabörn þín.
Kristín Katla Árnadóttir, 1.9.2007 kl. 10:01
Takk fyrir að leifa okkur að taka þátt í lífi þínu, með þessum myndum, falleg börn og þú ert greinilega mjög lifandi manneskja, sem nýtur fjölskyldu og vina. Það er ríkidæmi í þessum litlu englum!
G.Helga Ingadóttir, 1.9.2007 kl. 13:15
Það stenst enginn svona augnaráð eins og litla skvísan beitir á neðstu myndinni!
Huld S. Ringsted, 1.9.2007 kl. 13:45
Frábærar myndir og fróðleg lesning!!
Flott hálsmenið þitt! Hvaðan er það?
Hrönn Sigurðardóttir, 1.9.2007 kl. 14:18
Takk allar saman.
Hrönn sonur minn gaf mér þetta hjarta í afmælisgjöf þegar ég var sextug. Hann keypti það örugglega í Danmörku, hann bjó þar þá.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.9.2007 kl. 14:34
Úff hvað mig langar HEIM!!
Kveðjur til allra HEIMA á Ísafirði.
Þórdís
Þórdís Einarsdóttir, 1.9.2007 kl. 14:59
Skal skila því
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.9.2007 kl. 15:09
Æðislegur þesi matsölustaður sýnist mér. Verð að borða þar þegar ég kemst vestur. Stefni á næsta sumar þegar allur krankleiki verður batnaður. Heimilið hjá þér lítur út eins og ævintýraland. Helgarknús vestur til ykkar allra.
Ásdís Sigurðardóttir, 1.9.2007 kl. 16:53
Já þú verður ekki fyrir vonbrigðum ef Magnús Hauks og Ragnheiður verða með eldamennskuna, þau eru snillingar.
Takk Jóna Ingibjörg mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.9.2007 kl. 20:23
myndirnar þínar sýna alltaf ást og gleði
Solla Guðjóns, 3.9.2007 kl. 20:32
Takk Olla mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.9.2007 kl. 20:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.