Barnapössun og kvöldverður.

Barnastúss í allan dag hjá okkur mæðgum.  Við gættum barnanna fyrir son minn og tengdadóttur. 

IMG_8543

Stóri stubbur hjálpaði til við pössunina. Hann fékk samt að fara í bíó.  Hann fór með tveimur dömum sá stutti.

IMG_8544

Þær litlu léku sér saman.

IMG_8548

svo var horft á sjónvarpið. 

IMG_8573

Hún kann að sitja hest hún Hanna sól.

IMG_8576

Enda foreldrarnir mikið hestafólk, sjáið hvernig hún beitir fótunum.  Þetta er sko cowboystile.

IMG_8549

Við fórum svo niður í tjöruhús til að smakka á fiskiréttunum hans Magga Hauks, hann er listakokkur, og þau hjónin hann og Ragnheiður Halldórsdóttir hafa verið vertar í Tjöruhúsinu í sumar.  Við fengum okkur saltfisk, sem var algjört lostæti. En í boði var líka pönnusteiktur steinbítur og koli, og einnig plokkfiskur, og þessi líka dýrindis fiskisúpa.

IMG_8551

Litla skottið hún Ásthildur Cesil fór með.

IMG_8554

Hún var líka ánægð með veitingarnar.

IMG_8556

Húsið er ansi hreint kósí og skemmtilega hrátt, enda gamalt salthús sem var gert upp fyrir nokkrum árum.  En Neðsti kaupstaður er elsta húsaþyrping á landinu held ég örugglega.

IMG_8558

Og margir sem leggja hingað leið sína.

IMG_8559

Hér er líka sjóminjasafnið, og þetta eru klippurnar víðfrægu, sem við unnum þorskastríði með.

IMG_8560

Hér er sjóminjasafnið, og nær er eitt af íbúðarhúsunum, en þar hefur alltaf verið búið og er ennþá.

IMG_8561

Hér má sjá faktorshúsið, Þð er líka búið í því og hér sjást reitirnir sem saltfiskurinn er þurrkaður á.  En ég átti minn þátt í því að það var byrjað á slíku, það var meðan Elsa sem var hér atvinnumálafulltrúi, okkur datt í hug að fá valinn hóp af unglingum í unglingavinnunni til að verka og þurrka saltfisk.  Það gekk eftir og ég fékk gamlan sjóara til að leiðbeina þeim með pækil og verklag.  Þetta hefur verið gert æ síðan og er orðin vel þekkt eðalvara.  Sólþurrkaður saltfiskur.  Ég er stolt af mínu framlagi, en ég var á þessum tíma með unglingavinnuna hér í bænum.

IMG_8562

Hér er svo tjöruhúsið, þar sem við borðuðum. 

IMG_8577

Jamm hún átti að fara að sofa, en hvað  er hægt að gera þegar maður fær svona viðbrögð Heart

Það er ekkert hægt að gera nema knúsa svona engil.  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Yndislegar myndir og DÚLLAN á neðstu myndinni.  OMG

Jenný Anna Baldursdóttir, 1.9.2007 kl. 00:55

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jamm hún var sko ekki á því að fara að sofa þessi unga mær hehehehe....

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.9.2007 kl. 00:59

3 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

YNDISLEGAR myndir og falleg barnabörn þín.

Kristín Katla Árnadóttir, 1.9.2007 kl. 10:01

4 Smámynd: G.Helga Ingadóttir

Takk fyrir að leifa okkur að taka þátt í lífi þínu, með þessum myndum, falleg börn og þú ert greinilega mjög lifandi manneskja, sem nýtur fjölskyldu og vina. Það er ríkidæmi í þessum litlu englum!

G.Helga Ingadóttir, 1.9.2007 kl. 13:15

5 Smámynd: Huld S. Ringsted

Það stenst enginn svona augnaráð eins og litla skvísan beitir á neðstu myndinni!

Huld S. Ringsted, 1.9.2007 kl. 13:45

6 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Frábærar myndir og fróðleg lesning!!

Flott hálsmenið þitt! Hvaðan er það?

Hrönn Sigurðardóttir, 1.9.2007 kl. 14:18

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk allar saman.

  Hrönn sonur minn gaf mér þetta hjarta í afmælisgjöf þegar ég var sextug.  Hann keypti það örugglega í Danmörku, hann bjó þar þá.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.9.2007 kl. 14:34

8 Smámynd: Þórdís Einarsdóttir

Úff hvað mig langar HEIM!!

Kveðjur til allra HEIMA á Ísafirði.

Þórdís 

Þórdís Einarsdóttir, 1.9.2007 kl. 14:59

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Skal skila því

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.9.2007 kl. 15:09

10 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Æðislegur þesi matsölustaður sýnist mér. Verð að borða þar þegar ég kemst vestur. Stefni á næsta sumar þegar allur krankleiki verður batnaður.  Heimilið hjá þér lítur út eins og ævintýraland. Helgarknús vestur til ykkar allra. 

Ásdís Sigurðardóttir, 1.9.2007 kl. 16:53

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já þú verður ekki fyrir vonbrigðum ef Magnús Hauks og Ragnheiður verða með eldamennskuna, þau eru snillingar.

Takk Jóna Ingibjörg mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.9.2007 kl. 20:23

12 Smámynd: Solla Guðjóns

myndirnar þínar sýna alltaf ást og gleði

Solla Guðjóns, 3.9.2007 kl. 20:32

13 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Olla mín. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.9.2007 kl. 20:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 2022150

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband