31.8.2007 | 15:00
Í minningu Kristjáns Sverrissonar.
Í dag er til moldar borin Kristján Sverrisson. Kristjáni kynntist ég fyrir nokkrum árum, þegar hann fór að vinna hjá Ásel. Kristán reyndist hinn besti vinur og hann var alltaf fyrstur til að bjóða fram hjálp sína. Hann var kátur og skemmtilegur maður.
Ég man það svo vel, þegar hann tilkynnti okkur að hann væri með illkynja æxli í höfði. Í allri þeirri baráttu var hann bjartsýnn og vongóður. Það var hann sem alltaf var að hughreysta alla í kring um sig. Þegar hann var rétt að ná sér, sló honum niður aftur, en alltaf hélt hann ró sinni og gleði. Hann var hreint ótrúlegur þessi drengur. Maður lærir margt af því að fá að umgangast og kynnast fólki eins og honum.
En því miður sigraði meinið, og hann varð undan að láta. Þar féll góður drengur frá langt fyrir aldur fram.
Ég man þegar ég handleggsbrotnaði í fyrra, og hafði boðið fólki í mat. Hann sat hér og ég var að vandræðast hvað skyldi til bragðs að taka. Hvað ertu tala um, sagði Kristján strax, þú ert hér með mann sem kann að elda. Þetta verður ekkert mál. Ég sé um þetta allt alveg frá A til Ö.
Og það gerði hann svo sannarlega. Ég sem gat ekki gert neitt, þurfti bara að slaka á og meðan hann var að útbúa matinn, smitaði hann mig og allt í kring um sig af gleði og kátínu. Það var svo framreidd dýrindismáltíð fyrir gestina mína og okkur öll hin. Ég bara gleymi þessu aldrei. En svona var Kristján. Aldrei neitt vesen, bara að leysa hlutina.
Þessi mynd var tekin við það tækifæri, því miður er hann ekki á henni, því að öllum líkindum hefur hann tekið myndina fyrir mig.
Yndislegur maður hann Kristján, mig langaði bara að minnast hans með nokkrum orðum. Ég mun aldrei gleyma honum, og hjálpsemi hans við okkur hér.
Elsku Anna mín þetta hefur verið þér erfiður tími, þar sem litli drengurinn ykkar hefur haft nauman tíma til að kynnast föður sínum. Þú hefur staðið eins og hetja algjörlega við hlið hans. Aldrei æðru orð frá þér á neinn hátt.
Ég votta þér börnum ykkar og öllum aðstandendum mínar innilegustu samúðarkveðjur. Megi allir góðir vættir vaka með ykkur og vernda. Minning um góðan dreng mun lifa lengi hér á þessu heimili. Stórt knús til þín og þinna.
Ó, Faðir, gjör mig lítið ljós
um lífs míns stutta skeið,
til hjálpar hverjum hal og drós,
sem hefur villst af leið.
Ó, Faðir, gjör mig blómstur blítt,
sem brosir öllum mót
og kvíðalaust við kalt og hlýtt
er kyrrt á sinni rót.
Ó, Faðir, gjör mig ljúflingslag,
sem lífgar hug og sál
og vekur sól og sumardag,
en svæfir storm og bál.
Ó, Faðir, gjör mig styrkan staf
að styðja hvern sem þarf,
unz allt það pund, er Guð mér gaf,
ég gef sem bróðurarf.
Ó, Faðir, gjör mig sigursálm,
eitt signað trúarlag, sem afli blæs í brotinn hálm
og breytir nótt í dag.
Guð veri með þér vinur minn allt til enda veraldar.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 8
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 2022152
Annað
- Innlit í dag: 8
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 8
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
já, ég hitti Kristján einu sinni í fyrra, indælis maður, erum fjórmenningar ég og mamma hans
Hallgrímur Óli Helgason, 31.8.2007 kl. 17:00
Samúðarkveðjur
Jenný Anna Baldursdóttir, 31.8.2007 kl. 17:03
Samúðarkveðjur.
Kristín Katla Árnadóttir, 31.8.2007 kl. 19:20
Greta Björg Úlfsdóttir, 31.8.2007 kl. 19:46
Falleg skrif hjá þér. Samúðarveðjur
Ásdís Sigurðardóttir, 31.8.2007 kl. 20:07
fékstu meilið frá mér í kvöld ???
Kristín Katla Árnadóttir, 31.8.2007 kl. 22:15
Nei Kristín mín. Ætli ég hafi látið þig fá ranga addressu. Reyni aftur. Takk fyrir öll sömul, ég mun koma þessu áleiðis.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 31.8.2007 kl. 22:47
Solla Guðjóns, 3.9.2007 kl. 20:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.