Skemmtun af ýmsu tagi.

Það var lágskýjað í dag, en hlýtt og gott veður samt. 

IMG_8506

Talandi um kóngulær, þá var þessi elska að spóka sig i garðskálanum.  Og maurinn sem ég hef sýnt ykkur áður var þar líka á gönguferð.  Eða einhver annar, ætli þeir séu að koma sér upp aðstöðu hjá mér?

 

IMG_8509

Hún Ásthildur Cesil jr. er afskaplega músikkölsk, og hér spilar hún á munnhörpu, slær taktinn með henni líka og syngur með.

IMG_8511

Stelpurnar mínar leika sé með dótið sitt.  Hún Matta tengdadóttir er að fara að læra hárgreiðslu, og vildi sýna dóttur minni og það var gaman hjá stelpunum að taka upp allt fína dótið sem hún var að fá.

IMG_8512

Allskonar fínar græjur fyrir ungar konur.  Pottþétt.

IMG_8513

tími skemmtiferðaskipanna er heldur ekki liðinn ennþá, og í dag voru þau tvö hér við höfnina, og svo sést þarna líka Árni Friðriksson.

IMG_8515

Líf og fjör á höfninni.

IMG_8519

Litla Ásthildur Cesil var lasin í dag með hita, en gaf sér tíma til að bregða á leik með mömmu sinni, með Vínarhúfuna hennar ömmu.

IMG_7024

Þessa hérna alltso hehehe W00t

IMG_8521

Svo kom hér maður í kvöld og bankaði uppá, spurði mig hvort ég kannaðist við þessi ber.  Þau voru innan um annað lyng hér í nágrenninu.  Ég átta mig ekki á hvaða ber þetta eru.  Laufin eru ekki lík hrútaberjum, en mér datt þau samt helst í hug.  Þekki einhver þessi ber endilega látið mig vita.

Annars býð ég ykkur góða nótt. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Yndislegar myndir að venju mínus mynd af könguló.

Jenný Anna Baldursdóttir, 30.8.2007 kl. 01:55

2 identicon

Flottar myndir Ég get ekki munað nafnið á þessum berjum þó að ég muni vel eftir þeim frá því í gamla daga í sveitinni í Skagafirði. Það hlýtur einhver á endanum að ramba inn á síðuna þína sem man nafnið á þeim

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 30.8.2007 kl. 02:11

3 Smámynd: Huld S. Ringsted

Arg!! ég var nærri búin að forða mér af síðunni þegar ég sá köngulóna!! en skrollaði svo bara hratt niður  Hinar myndirnar þó æðislegar.

Huld S. Ringsted, 30.8.2007 kl. 08:57

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jú Jóna Ingibjörg mín, það er sagt að þær ljúgi ekki

Huld mín og Jenný, það er eitthvað með fólk og skordýr sem ekki er alveg að ganga upp.  Þetta eru elskuleg dýr að mínu mati, því þær eta lýs og annan ófögnuð. 

Ég vona að einhver geti upplýst mig um þessa plöntu Annó mín.  Ætli þetta geti verið sortulyng ?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.8.2007 kl. 09:04

5 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Já alltaf fínar myndirnar hjá þér  en ekki kannast ég við þessi ber.

Kristín Katla Árnadóttir, 30.8.2007 kl. 10:40

6 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Rosalega er köngulóin flott, vel tekin mynd. Þú ert nú svo glæsileg Ásthildur, með loðhúfuna að þú mundir sóma þér vel sem þjóðhöfðingi okkar Íslendinga. 

Ásdís Sigurðardóttir, 30.8.2007 kl. 10:41

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ásdís hehehhe.. takk fyrir það.  Ég er samt alveg hæstánægð með að vera bara sú sem ég er.   Kristín Katla mín, þetta er stórglæsileg kónguló, með börnin sín á bakinu.

En það hringdi í mig áðan samstarfskona mín og sagði mér að sennilega væru þetta skollaber.  Og ég er sammála henni, þegar ég skoðaði flóru Íslands.  Það er ekki skrýtið þó fáir kannist við þau, því þau virðast vaxa einna helst á Vestfjörðum.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.8.2007 kl. 11:02

8 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Já, en hugsaðu þér þig í valdastöðu, með alla þína skynsemi og umhyggju fyrir öðrum, ég var að meina þetta.  Við yrðum ekki svikin, landsmenn.

Ásdís Sigurðardóttir, 30.8.2007 kl. 11:48

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þú ert æði Ásdís mín  Málið er að ég myndi sennilega verða bara eins og hinir, vald spillir rosalega.  Hver veit hvað það tæki langan tíma að gera mig þannig. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.8.2007 kl. 12:49

10 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Allavega eru laufin eins og á skollaberjum

knús

Hrönn Sigurðardóttir, 30.8.2007 kl. 13:06

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já mér sýnist það þegar ég skoðaði mynd.  Þau eru svo sannarlega flott.  Ætla að reyna að sá þeim. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.8.2007 kl. 13:17

12 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hún er sennilega dálítið stór vegna þess að hún er í garðskálanum mínum.  Henni líður því bara ansi vel. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.8.2007 kl. 16:03

13 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Arna mín.  Lofa að setja ekki kónguló svona fremst aftur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.8.2007 kl. 17:36

14 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Ásthildur mín ég fékk frá þér meil ég bið þig að senda mér þitt mel  aftur.

Kristín Katla Árnadóttir, 30.8.2007 kl. 23:58

15 Smámynd: Steingrímur Helgason

Köngulær eru heillamerki var mér kennt í æsku.  Vísuðu máske líka á berjamó ?

S.

Steingrímur Helgason, 31.8.2007 kl. 01:15

16 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

frábærar myndir og sérstaklega af þer cesil !

hlakka til að fá fræið, það verður örugglega góður blómálfur með því frá þér !

AlheimsLjós til þín

steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 31.8.2007 kl. 06:00

17 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég skal senda þér emailið Kristín Katla mín.

Kónguló kónguló vísaðu mér á berjamó, söng maður og reyndi svo að fylgja lóu eftir, það reyndist oft erfitt.

Takk Steinunn mín.  Já það fer alveg að fara í póst.   

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 31.8.2007 kl. 07:33

18 Smámynd: Solla Guðjóns

Vá flott ertu með húfuna

Solla Guðjóns, 3.9.2007 kl. 20:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 5
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 2022149

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband