Lystisnekkja, umsókn um ríkisborgararétt og gott veður.

Já hér var í gær alveg meiriháttar flott lystisnekkja, amerískur auðjöfur á ferð þar.

Snekkjan er þriggja hæða með 12 manna áhöfn.  Hún heitir Turmoil, eftir sögu um danska skistjórann Henrik Kurt Carlsen sem varð heimsfrægur þegar hann hélt til í sökkvandi skipi sínu í þretttán daga i janúar 1952.  Það sökk síðan sextíu kílómetra fyrir utan hafnarmynnið í Cornwall á Bretlandi, eftir því sem kemur fram í BB. Auðkýfingurinn varð svo heillaður af sögunni að hann hefur nefnt fjögur skip sem hann hefur átt öll Turmoil.

IMG_8501

Algjört beauti ekki satt ?

IMG_8502

Þið sjáið líka að gerfigrasvöllurinn er mikið notaður.

IMG_8503

Flott skip.  Vonandi hefur fólkið átt góðan tíma á Ísafirði.

IMG_8504

Hér er svo kúlan mín hún er orðin ansi innilukt í gróðri. 

IMG_8505

Þessi var tekin núna rétt áðan, það fara að koma haustlitir bráðum.

En í gærkveldi kom El Salvadorska fjölskyldan mín hingað, og við hjálpuðumst að, að fylla út umsögn um íslenskan ríkisborgararétt.  Það verður sannarlega frábært fyrir okkar þjóð að eignast svona yndislegar og duglegar manneskjur í okkar raðir. 

Ég mun segja frá því ferli hér eftir því sem það vindur upp á sig. 

IMG_5680

'I skírnarveislunni í sumar.

IMG_5683

Pabbi hefur tekið þau inn í fjölskylduna líka.

En svo er að vona það besta.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég bæti vinum þínúm, í bænir mínar, þetta hlýtur að ganga, ef ekki þá förum við í heimsókn til Össurar öll saman, mundi það ekki hjálpa.?? Kær kveðja í draumalandið þitt. Meina vestfirði þvílík endalaus fegurð hjá ykkur.

Ásdís Sigurðardóttir, 28.8.2007 kl. 10:28

2 identicon

ahhhh,,, langar vestur þegar ég sé þessar myndir þínar, en þessi snekkja er búin að liggja við Reykjavíkurhöfn í nokkrar vikur,heyrst hafði að Jagger væri á þessari snekkju, það styrkir manni í trúnni ef hún kom til ykkar, hann er nú sérstakur Vestfirðingar-vinur. En það var aldrei staðfest, ekki hafa mig fyrir því

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 28.8.2007 kl. 10:35

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Nei Magga mín ég lofa að hafa þig ekki fyrir því  Ef Ólafur Helgi sýslumaður hefði verið að sniglast þarna í kring þá hefði það verið alveg öruggt

Ásdís ég er alveg viss um að það myndi örugglega duga mín kæra.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.8.2007 kl. 11:21

4 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Það væri ekki dónalegt að ferðast með svona flottu skipi. svo eru þetta svo flottar myndir.

Kristín Katla Árnadóttir, 28.8.2007 kl. 12:03

5 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Falleg náttúra, fagurt mannlíf og góðar óskir til ykkar um að allt gangi vel og að það besta muni koma í ljós!!!!!

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 28.8.2007 kl. 14:34

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Katrín mín.  Ég er að hugsa um að beita leyndarmálinu fyrir mig.... þú veist.

Kristín Katla, við getum gert allt sem við viljum með Leyndarmálinu mikla.  The Secret. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.8.2007 kl. 14:41

7 Smámynd: Hallgrímur Óli Helgason

vona að þetta gangi alllt vel, flottar myndir

Hallgrímur Óli Helgason, 28.8.2007 kl. 21:53

8 Smámynd: Solla Guðjóns

Gott að heyra

Solla Guðjóns, 28.8.2007 kl. 22:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband