27.8.2007 | 08:25
Daglegt líf og afmæli Orkubús.
Gærdagurinn var bjartur, hlýr og fagur.
Fjölskyldan spókaði sig í góða veðrinu. Við áttum saman góða stund í gær, grilluðum saman.
Afi gantaðist svolítið með börnin, þetta eru hjólbörubörnin.
Hún Ásthildur er alveg að ná þessu. Það er ekki langt í að hún komist úr sporunum.
Úbbs þar fór það. Plómur geta verið dálítið subbulegar, en rosalega góðar.
Og þetta er stubbaknús.
En Orkubú Vestfjarða varð 30 ára í gær, að vísu höfum við misst eignarhald á fyrirtækinu til ríkisins, en þetta er gott og framsækið fyrirtæki sem á framtíðina fyrir sér, og fólk hér er bjartsýnt á hag þess eftir ágæta ræðu Iðnaðarráðherra í gær, þegar hann opnaði formlega Tunguárvirkjun, virkjun sem verið er að taka í notkun frá vatni sem kemur út göngunum.
Hér er kappinn að heilsa manni og öðrum. Lúðrasveit tólistaskólans lék við það tækifæri, ektamakinn er í þeirri hljómsveit.
Þetta er snyrtilegt hús og allur frágangur kring um virkjunina Orkubúinu til sóma.
Þarna var múgur og margmenni, hér talar orkubússtjórinn Kristján Haraldsson, sem stýrt hefur fyrirtækinu af miklum myndarskap um ára bil.
Hér má svo sjá Össur flytja sínu ræðu. Honum mæltist vel, að mati vestfirðinga. Ég notaði tækifærið og ræddi lítillega við hann um málefni Alejöndru litlu og fjölskyldu. Og ég er viss um að Össur mun taka á þeim málum af myndarskap.
Hver sem á mig trúir hehehehe..........................................
En í dag skín sólin eins og flesta aðra daga í sumar. Maður finnur samt haustið sem nálgast. Við eigum samt örugglega eftir góðan september. Mánuðurinn minn er oft bjartur og hlýr. Þá ætla ég að nota tækifærið og ganga frá plöntum eftir sumarið, bjarga þeim og undirbúa undir veturinn. Það geri ég alltaf í þeim mánuði.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 20
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég er alltaf jafn andaktug yfir myndunum þínum. Það er ekki eðlilegt hversu sumarfallegt það er fyrir vestan. Ásthildur litla er að sjálfsögðu búin að koma mér í krúttkast. Langar að knúsa og kremja, OMG. Vonandi gerir Össur eitthvað í máli litlu stelpunnar þinngar.
Knús og klem
Jenný Anna Baldursdóttir, 27.8.2007 kl. 08:35
Takk Jenný mín. Ég er alveg viss um að Össur mun hjálpa þeim. Ég mun örugglega segja þá sögu hér, hvernig það fer allt saman. Þeim hefur verið ráðlagt að sækja um ríkisborgararétt fyrir alla fjölskylduna, svo er að sjá hvað ríkið gir í því. Þau hafa nú verið hér í 6 ár, og eru góðir og gegnir borgara, borga sína skatta og skyldur og eiga hús og það sem fjölskyldur eiga. Þau hafa aðlagað sig íslensku samfélagi og tilheyra þessu samfélagi. Svo er að sjá til hvað setur.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.8.2007 kl. 08:48
Alltaf gaman að skoða myndirnar þínar Kær kveðja frá mér.
Kristín Katla Árnadóttir, 27.8.2007 kl. 09:11
Er alltaf gott veður hjá þér Ásthildur mín? Við fjölskyldan erum búin að vera á leiðinni vestur í allan ágúst en alltaf eitthvað komið upp á, ætli það verði nokkuð úr því héðan af. Ég hef mikið verið á vestfjörðum, var einn vetur á Bíldudal á vertíð þegar ég var unglingur, svo kom ég alltaf reglulega á Ísafjörð hérna í den til að snyrta konur, það var áður en opnuðu snyrtistofur hjá ykkur. Kveðja Vestur.
Huld S. Ringsted, 27.8.2007 kl. 10:24
Gaman að heyra það Huld mín. Það er búið að vera alveg einstakt veður í allt sumar hér. Vonandi kemurðu bara í heimsókn næsta sumar, vonandi verður það jafn gefandi og gott og þetta sumar. Maður verður einhvernveginn svon bjartsýnn í allri sólinni.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.8.2007 kl. 10:51
Það er svo notalegt að skoða myndirnar þínar, maður fær þvílíka heimþrá að maður hleypur næstum því út í bíl og brunar af stað.
Kveðjur til allra.
Þórdís
Þórdís Einarsdóttir, 27.8.2007 kl. 11:17
Það er ef til vill undirliggjandi ósk frá mér um að fá ykkur öll aftur heim Þórdís mín. Hver veit hvað mannshugurinn inniber svona ósjálfrátt.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.8.2007 kl. 11:31
Mér finnst absalútt að Þórdís eigi að flytja heim með fjölskylduna. Fyrst hún fær heimþrá þá á hún heima hér!!!
Ég missti alveg af þessu orkubúsdæmi.... flottar myndir!
Ylfa Mist Helgadóttir, 27.8.2007 kl. 11:46
Geggjaðar myndir eins og alltaf. Held þú sért með einhverja alveg spes myndavél, hún tekur bara góðar myndir. Fallegt að sjá bústaðina upp í hlíðinni þarna við vígsluna í gær. Var Össur ekki bara hinn brattasti? hlakka til að fylgjast með hvort hann getur hjálpað litlu vinkonu þinni. Sólskinskveðju frá Selfossi og vestur.
Ásdís Sigurðardóttir, 27.8.2007 kl. 12:17
Segi það með þér Ylfa ekki spurning.
Takk fyrir Ásdís mín ætli hún hafi ekki bara einhvern sjálfstæðan vilja myndavélin mín hehehehe... Össur var hinn brattasti og reif af sér brandara auk þess að halda skelegga ræðu nánast blaðalaust. Ég mun örugglega leyfa ykkur að fylgjast með henn Alejöndru.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.8.2007 kl. 12:46
Þetta eru finar myndir eins og fyrri daginn!
Benedikt Halldórsson, 27.8.2007 kl. 15:25
flottar myndir eins og alltaf !
ylfa hvað ert þú að fá alla til að flytja heim !!!
komdu bara hingað
kæra cesil þú ert eiginlega fréttamaður vestfjarðar !
AlheimsLjós til þín
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 27.8.2007 kl. 16:26
Takk öll sömul. Jamm það er sko blíða hér það er alveg alltaf, nema í þau örfáu skipti sem blæs ærlega. Núna er her lystisnekkja á firðinum, einhver amerískur milli, mun sýna ykkur mynd af herlegheitunum seinna í kvöld. Þetta er sko dúndur.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.8.2007 kl. 18:56
Ég held að myndirnar þínar séu ekkert bara góðri myndavél að þakka heldur aðallega frábæru og falllegu myndefni.
Knús til Ísagjarðar.
Solla Guðjóns, 28.8.2007 kl. 01:55
Já einmitt ég get fallist á þessi rök, áfram Ísafjörður og Vestfirðir. Látum ekki deigan síga í varnarbaráttunni við þá sem vilja drepa okkur niður.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.8.2007 kl. 08:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.