Frá móður til móður.

 Kær bloggvinkona hér og félagi minn frá Málefnunum.com hefur orðið fyrir miklum missi, ég er afskaplega meyr út af þessum fréttum.  Það er alltaf erfitt að missa sína nánustu, en það er alveg hræðilegt að missa barnið sitt.  Það er samt gott að vita að öll sár gróa um síðir, og að það birtir til, en mestu máli skiptir að við vitum að barnið okkar hefur farið upp í ljós og kærleika þar sem því líður vel.  Þar eru engar sorgir eða tregi, heldur sæluvist.  Það sem við getum gert er að halda áfram lífinu og miðla af reynslu okkar.  Við hin getum líka gert okkar til að auðvelda fyrstu sorgarskrefin, með því að sýna samhug og kærleika.  Það skiptir miklu máli fyrir þann sem syrgir að finna að í kring um hann er fólk sem tekur þátt í ferlinu.  Elsku Ragnheiður mín, ég votta þér og þínum samúð mína.  Ég samdi eitt sinn þetta ljóð, og ég veit að móðir sem missti sinn son á sama hátt, tók það upp á sína arma, og sendi öðrum sem voru í sömu sporum.  Ég vil því senda þér það, sem tákn um samstöðu móður sem upplifir með þér í huganu það sem þú ert að ganga í gegnum.  Heart  

Sonur minn

Þú flýtur sofandi að feigðarósi

og vilt ekki vakna.

 Ég stend álengdar, en næ ekki til þín.

Þó elska ég þig svo mikið. 

Ég kalla til þín með hjartanu - en þú heyrir ekki.

Ég kalla til þín með skynseminni - en þú skilur ekki.

Ég kalla til þín með örvæntingu - en þú aðeins flýtur framhjá.  

Hvað á ég að gera.  

Ég get ekki varið þig fyrir áföllunum,

ekki hlíft þér við miskunnarleysi mannanna.

Þú ert fastur í víti - þar sem ég næ ekki til þín. 

En ég elska þig.   

Kannski nær ástúðin að bræða burt kalið í hjartanu þínu,

Svo Ísdrottningin vonda haldi þér ekki að eilífu.    

Mamma.  Heart

Guð hefur tekið drenginn þinn og geymir hann þar sem ekkert illt getur hent hann framar.  Hann er öruggur fyrir öllu því vonda, hann er frjáls.  Heart 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kæra bloggvinkona: Ég hef séð á bloggsíðunni hennar Ragnheiðar að henni er mikill styrkur í kveðjum frá okkur. Falleg hugsun og mikill kærleikur í þessari færslu hjá þér.

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 26.8.2007 kl. 12:23

2 Smámynd: Laufey B Waage

Elsku Ía mín, ég táraðist þegar ég las þetta ljóð. Ofboðslega er það sterkt og fallegt. Vonandi er það dýrmætur styrkur fyrir móðurina, sem var að upplifa þennan skelfilega missi. 

Laufey B Waage, 26.8.2007 kl. 12:40

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Fallegt og gott.

Jenný Anna Baldursdóttir, 26.8.2007 kl. 12:58

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já ég sá einmitt að það kom fram hjá henni blessaðri.  Það er einhvernveginn svo notalegt að finna hlýju og góðar hugsanir þegar maður er frosin á sálinni af sorg.  Og svo er bara að muna að það er líka eftirleikur, sumir sýna samúð fyrst en gleyma svo, það er nefnilega eftir á sem tómleikin kemur, og þá er gott að fá knús og kreist áfram.  Láta vita af sér. 

Takk Laufey mín, ég vona það líka.   Takk allar saman.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.8.2007 kl. 14:20

5 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Fallegt ég sendi góða hugsun

Kristín Katla Árnadóttir, 26.8.2007 kl. 18:10

6 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Fallegt hjá þér

PS og takk fyrir mig - þetta var verulega hughreystandi

Hrönn Sigurðardóttir, 26.8.2007 kl. 20:22

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Elsku Hrönn mín, mín er ánægjan. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.8.2007 kl. 20:31

8 Smámynd: G.Helga Ingadóttir

Fallegt og heitt ljóð - það sem að við mennirnir endum, þar tekur Drottinn Jesús við!

G.Helga Ingadóttir, 26.8.2007 kl. 22:45

9 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Guð blessi þig fyrir þessa fallegu færzlu Ásthildur, eins og venjulega ert þú með hjartað á réttum stað.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 27.8.2007 kl. 09:42

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.8.2007 kl. 10:52

11 Smámynd: Solla Guðjóns

Solla Guðjóns, 28.8.2007 kl. 21:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 5
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 2022149

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband