16.8.2007 | 23:01
Snúrublogg, vöflur og Fjótavík.
Ég var hjá þýsku vinum okkar í vöfflupartýi. Nammi namm með rjóma flórsykri eplamauki og kanelsykri. Þau gera hlutina aðeins öðruvísi en aðrir. Þetta var ljómandi skemmtileg kvöldstund sem við áttum, húsbóndinn og unginn þurftu að fara fyrr, því stubbnum tókst að plata afa í bíó.
En við hin, dóttir mín og fjölskylda áttu góðar stundir með þeim. Enda gott og skemmtilegt fólk.
En það má segja að kúlan hafi verið alþjóðleg í dag, þegar Mirna frá El Salvador var að kveðja og fara heim, en Birgit og fjölskylda voru að koma frá Látrabjargi, dóttir mín lánaði þeim bílinn sinn, og þau fóru á Látrabjarg og gistu hjá bloggvinkonu minni henni Birnu Mjöll í Breiðuvík.
Hér er svo mynd af Ísafirði, sem fóstrar okkur öll, fólkið sem hér býr. Fjöllinn eru kraftmikil og þess vegna erum við svona eins og við erum öll, orkuboltar upp til hópa
En ég talaði um snúrublogg. Það er í anda vinkonu minnar hennar Jennýjar, ég get líka verið með snúrublogg hehehe.. en það lítur svona út hjá mér;
Þarna náði ég þér Jenný
En nú verður bið á bloggi frá mér, því ég fer á morgun í langþráða ferð til Fljótavíkur. Ég fer með fjölskylduna einu sinni á ári, í vikuferð þangað til að slaka á og njóta þess að vera til. Reyndar er það svo að börnin geta ekki beðið eftir að komast þangað. Að vísu óvenju seint í ár, en það er bara meira rómó svona þegar skyggja tekur, því þar er ekkert rafmagn, svo það eru bara kertaljós sem duga þar.
En þau kunna að hafa ofan af fyrir sér þar blessuð.
Svo er haldið á veiðar.
Með allar græjur.
Svo er að gera að..... og
Steikja hann, grafa'nn
Eða grilla'nn.
Nei þetta er rangt til getið hjá ykkur..... Karlarnir fyrir vestan kunna líka að steikja fiskinn Sumir að minnsta kosti. Í Fljótavík er settur sykur yfir hann, þegar hann er tekin af pönnunni, gamall siður sem allir fylgja.
Svo er auðvitað vaskað upp, hér eru allir jafnir.
Þegar kvöldar þá eru auðvitað sagðar draugasögur en ekki hvað, við kertaljós og niðamyrkur úti.
Börn og dýr elska Hornstrandir, enda er þetta paradís.
Alltaf frekar leiðinlegt að halda heim, og þó.... maður lifir í minningunni.
Þangað til maður kemur næsta sumar.
Ég kíki við á morgun, en annars hafið það gott. Og ekki gleyma mér meðan ég er að njóta mín í óbyggðum, ég hugsa að ég gleymi ykkur ekki. Ætla reyndar að hafa með mér krossgátur og einhverja spennusögu, annars bara njóta þess að vera til og innan um fjölskylduna mína.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 23
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 22
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þitt snúrublogg er ekki síðra en mitt. Góða ferð og auðvitað gleymist þú ekki kona. Þú ert forréttindakona Ásthildur m.t.t. hvar þú átt íverustaði. Smjúts.
Jenný Anna Baldursdóttir, 16.8.2007 kl. 23:07
Smjúts
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.8.2007 kl. 23:10
Góða ferð og vonandi nýtur þú þín í botn, efa það einhvernvegin ekki. Bíð slök eftir að fá þig aftur, en hlakka til. Du er part af programmet.
Ásdís Sigurðardóttir, 16.8.2007 kl. 23:16
snúrublogg......
Hafðu það gott í víkinni þinni
Hrönn Sigurðardóttir, 16.8.2007 kl. 23:27
Takk stúlkur mínar, ég er að fara að halla mér, segi bara góða nótt.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.8.2007 kl. 00:37
Sýnist þetta vera sama villimannalífið og stundar er í mínum firði nema þangað er vegur.....njóttu þín í tætlur það er ekkert eins dásmlegt og fanga það sem náttúran hefur upp á að bjóða njót kertaljóss og kyrrðarinnar.Það er hættulegt að kíkja á bloggið þitt svona ja komin há nótt og lesa um allar kræsingarnar.......kanil og eplamauk +rjómi á vöflur hljómar dýrðlega og verður prófað ....eeenn sykur á fiskinn
Hafðu það gott ástin með fjölskydunni.
p.s sá það í færslunni fyrir neðan að berin eru farin að bíða eftir mér
Solla Guðjóns, 17.8.2007 kl. 02:46
Takk elskurnar. Ollasak mín hehehehe... berin eru farin að bíða eftir þér svo sannarlega. Það þýðir væntanlega aðra reisu í sumarbústaðinn
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.8.2007 kl. 08:40
Hafðu það gott Ásthildur mín.
Kristín Katla Árnadóttir, 17.8.2007 kl. 09:42
Takk elskuleg, ég ætla að hafa þig í mínum bænum þarna norðurfrá í öllu því kyngimagnaða andrúmslofti sem þar er. Ætla reyndar að bæta hrossinu við og nokkrum málverjabörnum. Það er gott fyrir sálina að senda út kærleika og kraft.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.8.2007 kl. 10:03
góða ferð góða kona !
njóttu óbyggða á íslandi sem er engu lík !
AlheimsLjós til þín
Steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 17.8.2007 kl. 15:40
Takk elsku Steina mín, ég mun reyna að vera sendir á orku til þín og fleiri úr þeim krafti sem býr á Hornströndum. Nú slekk ég á minni tölvu og hitti ykkur að viku liðinni. Lifið heil.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.8.2007 kl. 17:29
flottar myndir kæra bloggvinkona....hugsaði til þín í þessar andrá....muggison er að troða upp í Reykjavík og mikið djö... er hann GÓÐUR!
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 17.8.2007 kl. 20:53
Þarna þekkti ég á myndum unga dömu, snilling sem kann að skrautskrifa, syngja og spila á píanó. Gaman að þessu.
Jens Guð, 17.8.2007 kl. 22:40
Þetta er paradís á jörð, það sér maður glöggt á myndunum. Takk fyrir að deila þeim með okkur!
Talandi um snúrur: Ég verð meyr um hjartað við að sjá snúrumyndirnar ykkar.Ó, ég vildi að ég ætti mínar eigin snúrur eins og þið, það jafnast ekkert á við að taka hreinan og ilmandi, útiþurrkaðan þvott af snúru. Ég held að flestir í Reykjavík þurrki þvottinn í þurrkara inni núorðið, enda kannski of mikil mengun oft í lofti til að annað sé vænlegur kostur.
Greta Björg Úlfsdóttir, 18.8.2007 kl. 12:51
Awwwww yndislegar myndir!!! Ég vildi stundum óska þess að ég væri alin upp á Vestfjörðum. Elska þessi fallegu fjöll og þetta stórbrotna umhverfi...ég fæ þó helling út úr því að skoða myndirnar þínar! Knús til þín
Ester Júlía, 20.8.2007 kl. 09:08
Snúrublogg er frábært orð. Ég á eitt slíkt ef ég hef skilið þetta rétt.
http://matthildurh.blog.is/blog/matthildurh/entry/283040/
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir, 20.8.2007 kl. 11:01
Ég elska Fljótavík. Allt of langt síðan ég hef farið þangað. Og um þetta leyti ár hvert hugsa ég; næsta sumar fer ég. Ekki hugsa Laufey - bara gera.
Njóttur dýrðarinnar Ía mín. Bið að heilsa Boggu minni og Inga. Já og hvönninni, ósnum, fjöllunum, sólsetrinu og allri hinni dýrðinni.
Laufey B Waage, 21.8.2007 kl. 09:39
Er ekki vikan liðin?? ég sakna þín og fallegu myndanna þinna. :):):) komdu fagnandi vinkona sem allra, allra fyrst.
Ásdís Sigurðardóttir, 24.8.2007 kl. 09:42
Góða skemmtun í æðislegu Fljótavíkinni.
Viltu skila kveðjum frá mér til hennar Báru þinnar frá mér. Hef ekki hitt hana óralengi og hefði alveg viljað hitta á hana fyrir westan.
Bestu kveðjur
Þórdís Einars
Þórdís Einarsdóttir, 24.8.2007 kl. 20:15
Vonandi hefuru það gott í fríinu ljúfan og kemur eldhress til baka í bloggheima
Saumakonan, 24.8.2007 kl. 22:08
Takk öll sömul, gaman að sjá hve margir hafa litið við. Og auðvitað er Fljótavíkin bestust. Ég er með fullt af myndum og ferðasögu, ég er bara alveg örþreytt, við vorum að koma inn úr dyrunum með börnin og draslið sem fylgir okkur. En meira um það allt seinna. Knús til ykkar allra Skilaði kveðjunni Þórdís mín og á að skila kveðju til baka.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.8.2007 kl. 22:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.