16.8.2007 | 08:06
Börn í bala, berjaferð, skemmtiferðaskip og uppgröftur.
Já, það er gaman í kúlunni. Hér iðar allt af lífi daginn út og inn.
Það er tekist á um hitt og þetta.
Farið í bað saman.
Þá er að halda sér í formi og gera nokkrar armbeygjur.
Svo er farið í berjamó, að vísu þeir sem aðeins eru orðnir dulítið eldri og reyndari.
Og ráðsettari.
Og enn koma skemmtiferðaskipinn og setja svip sinn á bæjarlífið og svo náttúrulega höfnina.
Reyndar voru þau tvö í gær. Og nú koma þau flest alveg upp að hafnarkantinum, í stað þess að hanga fyrir utan og skutla fólkinu í land á smábátum. Og það eru auðvitað ísfirsku hetjurnar okkar sem sigla þessum risum inn í höfnina af alkunnri snilld. Þar á ég meðal annars við Papa Mugison, Guðmund Kristjánsson hafnarstjóra.
Og þeir eru byrjaðir að grafa eftir fornminjum í bæjarhólinn, þar sem Eyrarbærinn stóð. Þar eru merkar fornminjar. Eins og segir í göngukorti sem við Elísabet Gunnars gerðum fyrir nokkrum árum síðan;
Bæjarhóllinn.
Eyri hefur löngum verið talinn landnámsjörð. þar var höfukirkja sveitarinnar, og þar voru háð hreppaþing. Kirkjur voru í bernsku kristindómsins á Íslandi yfirleitt reistar af höfðingjum. Mjög oft af afkomendum landnámsmanna, sem þá sátu bestu jarðirnar.
Fyrsti prestur sem nafngreindur er á Eyri hér Þórarinn Tómasson. Frægastur presta sem sat Eyri var efalaust síra Jón Magnússon, sá sem kallaður var þumall. (Píslasaga síra Jóns Magnússonar). Hann sat frá 1643 til 1689. (Hann fyrirskipaði síðustu galdrabrennu á Vestfjörðum, þegar hann lét brenna feðgana á Kirkjubóli. En dóttirinn flúði vestur í Arnarfjörð og slapp við eldinn).
Gamla kirkjan sem var byggð 1863, á grunni eldri kirkju, að því er talið er skemmdist af eldi árið 1987. Kirkjan var rifinn 1993 og komið í geymslu í Engidal og voru mjög skiptar skoðanir meðal bæjarbúa um þá aðgerð. Gamli torfbærinn var rifinn seint á síðustu öld, en rústir eru enn í bæjarhólnum.
Í samabandi við þennan kirkjubruna og allt í kring um byggingu nýju kirkjunnar, þá vil ég segja að þessi atburður varð til þess að ég sagði mig úr þjóðkirkjunni. Og ég veit að það gerðu margir fleiri í kjölfarið. Það var valdníðsla og hroki þáverandi sóknarnefndar sem gerði útslagið með það.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 4
- Sl. sólarhring: 12
- Sl. viku: 27
- Frá upphafi: 2022156
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Er í krúttkasti. Segi ekki meira
Jenný Anna Baldursdóttir, 16.8.2007 kl. 10:14
Yndislega Ásthildur,/ elskar börn og heysátur. Hlúir öllum gróðri að/mannlífi og góðum hag. Stolt ég tengist hennar síðu/fæ minn skammt af gleði og blíðu. Kúlan hýsir heiminn ein, /kærleik ást og engin mein. Þú ert góð og mörgum veitir / held þú aldrei neinum neitir. Æ bara datt svona upp úr mér í morgunsárið þegar ég renndi augunum yfir myndirnar þínar. Eigðu frábæran dag kæra vinkona.
Ásdís Sigurðardóttir, 16.8.2007 kl. 10:36
Skemmtileg frásögn hjá þér.Ásthildur mín og fallegar myndir.
Kristín Katla Árnadóttir, 16.8.2007 kl. 11:25
Takk fyrir þetta fallega ljóð Ásdís mín Og takk fyrir mig allar. Ég fer hjá mér
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.8.2007 kl. 12:19
Hvað þau eru falleg börnin.....
....og myndirnar þínar yfirleitt!!
Hrönn Sigurðardóttir, 16.8.2007 kl. 21:18
Dásamlegar myndir. Er allt krökkt af berjum hjá ykkur núna? Sýnist það á dollunni sem krúttið heldur á
Ester Júlía, 16.8.2007 kl. 22:03
Þetta eru guðdómleg börn Takk fyrir fallegar myndir og fróðleik
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 16.8.2007 kl. 22:12
Geitungarnir hehe Jóhanna mín ég er búin að semja við þá um landamæri. Þetta var þegar samningarnir voru undirritaðir
Takk stelpur mínar. Já Ester mín það er allt krökkt af berjum, þar sem raki er í jörð, og það er svo sem nóg af honum hér í Eyrarhlíðinni.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.8.2007 kl. 22:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.