Ferð um þorpin þrjú og fiskisúpa.

Ég fór á Þingeyri, Flateyri og Suðureyri í dag, til að skoða garða. Það var mjög fallegt veður og ég náði nokkrum skemmtilegum stemningsmyndum.

IMG_7672

Þessi er tekinn í Dýrafirði, af Dýrafjarðarbrúnni.

IMG_7673

Hér eru svo vöðin í Önundarfirði.

IMG_7676

Við lón á Flateyri er áskorun um að smíða skipamódel.  Hér er eitt glæsilegt eintak.

IMG_7686

Við höfnina á Suðureyri var líka kyrrt og fallegt veður eins og sjá má.

IMG_7696

Þarna er gæsapartý í gangi, hinar einu og sönnu sko !

IMG_7699

Þessar voru á græna tippnum á Ísafirði, forvitnar mjög.  En sóttu þarna í gras sem hafði verið losað á staðnum.

IMG_7707

Hér eru svo börn og barnabörn í kúlunni.  Hér var elduð dýrindis fiskisúpa í kvöld, þar var einn sonurinn við eldavélina.  Hún smakkaðist alveg rosalega vel og allir voru ánægðir.  En okkar kæru þýsku vinir voru með okkur í kvöld.  Einn sonurinn er eins og indíánakona með barnið í fatla hehehe..

IMG_7719

Hér er fjölskyldan og dóttir mín sem ræðir við þau á þýsku auðvita, þar sem hún var mörg á í Þýskalandi og dvelur núna í Austurríki.

IMG_7713

Já ungviðið lætur ekki að sér hæða, í góðum föðmum.

Þetta er hún Ásthildur Cesil sem brosið hér fremst á myndinni.  Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heil og sæl, Ásthildur !

Þakka þér stórkostlegar myndir. Mátt vera stolt; af landshluta ykkar.

Tími kominn til, að Vestfirðir njóti þess sannmælis, sem þeim ber.

Með beztu kveðjum, úr Árnesþingi / Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 14.8.2007 kl. 00:16

2 Smámynd: Karl Tómasson

Gæsapartýið er snilld. Mikið er gaman að sjá myndirnar sem þú tekur.

Endilega kíktu á ljósmyndasýningu Mosfellings í Kjarna. Þú ert greinilega með ljósmyndadellu.

Bestu kveðjur frá Kalla Tomm úr Mosó.

Karl Tómasson, 14.8.2007 kl. 01:01

3 identicon

Ásthildur Cesil, "kúlan" þín er miðja alheimsins.  Ég þykist vita að maðurinn þinn eigi líka stóran hluta af því hversu kúlan er notarleg, sendu honum kveðju mína.  Þessi litla stúlka Ásthildur Cesil sem brosir við okkur er ekkert annað en yndi.  Það er dásamlegt að fylgjast með "gæsapartýum" þínum og öllum hinum. 

Unnur (IP-tala skráð) 14.8.2007 kl. 04:43

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk fyrir að kíkja við og heilsa upp á Óskar Helgi og Unnur.  Og takk fyrir mig. 

Ég kíki á þessa sýningu Karl minn ef ég verð í bænum. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.8.2007 kl. 06:53

5 Smámynd: Torfi Jóhannsson - Framtíðin er okkar.

Flottar myndir, veðurblíðan er stórkostleg hérna fyrir vestan þetta sumarið

Torfi Jóhannsson - Framtíðin er okkar., 14.8.2007 kl. 09:35

6 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Skemmtilegar myndir  kveðja.

Kristín Katla Árnadóttir, 14.8.2007 kl. 09:36

7 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Það er mín bjargföst skoðun, að óvíða sé fallegra en á Vestfjörðum. Og fólkið skemmtilegt.

Jóhannes Ragnarsson, 14.8.2007 kl. 10:23

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Arna fyrst Múmín mamma gat hoppað inn í myndir, þá getur þú það örugglega líka

Já Torfi, hér er búið að vera alveg einstaklega gott sumar.

Ég held að ég sé bara sammála þér Jóhannes minn.  Kveðja til þín líka Kristín Katla mín og mundu að fara til læknis.

Annars er ég búin að vera í garðaskoðun líka í dag, það er svo gaman að sjá hve allur gróður kemur vel út, og hve ísfirðingar hafa tekið við sér í garðamenningu.  Það eru svo margir fallegir velhirtir og skemmtilegir garðar.  Maður er í að skoða hvað er sérstakt og áhugaverðar útfærslur.  Virkilega gaman. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.8.2007 kl. 11:33

9 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Sólskin í hjarta og sinni til ykkar fyrir vestan, hér er yndislegur dagur líka, við erum heppnar konur. 

Ásdís Sigurðardóttir, 14.8.2007 kl. 13:05

10 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

flottar myndir eins og alltaf ! þú er stemningsfull kona cisel

AlheimsLjós til þín

steina í Lejre

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 14.8.2007 kl. 13:36

11 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Unaðslegar myndir.  Ég á ekki orð yfir náttúrufegurðinni.  Jesús minn OMG

Jenný Anna Baldursdóttir, 14.8.2007 kl. 14:28

12 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já við erum heppnar Ásdís mín.  Takk allar saman, mín er svo sannarlega ánægjan að geta sýnt fólki að hér er eitthvað annað en eymd og volæði sem svo oft hefur verið látið liggja að í fjölmiðlum.  Hér er bæði fallegt, og svo býr hér fólk með allskonar drauma sem það lætur rætast, og svo allt hitt skemmtilega sem við gerum, saman og með þeim sem hingað vilja koma.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.8.2007 kl. 14:46

13 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Unaðslegt, kærleiksríkt, skemmtilegt, dásamlegt, lifandi, fjölskylduvænt, veðurblítt og........segjum bara að myndirnar tali sínu máli. Ég gefst upp.

Knúsikremjukveðja til þín Alheimstöfrakona.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 14.8.2007 kl. 18:26

14 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Fyrsta myndin er eins og af heimsendi! Þarna endar allt.........

Frábærar myndir af fallegu fólki og landslagi.

Hrönn Sigurðardóttir, 14.8.2007 kl. 19:16

15 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

PS áttu uppskrift af fiskisúpu?

Hrönn Sigurðardóttir, 14.8.2007 kl. 19:16

16 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk fyrir þetta elsku Katrín mín.  Ég segi sama um þig

Hrönn fiskisúpu ? ég skal fá uppskriftina hans sonar míns.  Hún snarvirkar.  Ég þarf bara að hitta á hann í góðu tómi.  En svo skal ég setja hana inn.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.8.2007 kl. 21:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 5
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 2022157

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband