Kvöldverður með góðu fólki.

Kvöldverðurinn gekk mjög vel og fólkið mitt át með bestu lyst.  En málið er að ég komst að því, að þau hafa aldrei bragðað skyr í þau sex ár sem þau hafa verið hér.  Ég bauð þeim upp á skyr, aðalbláber og rjóma í eftirrétt, og þá kom í ljós að þeim hafði aldrei dottið í hug að smakka skyrið, og mér hafði aldrei dottið í hug að bjóða þeim upp á skyr.  En þau fengu sér öll þrisvar á diskinn, svo það var greinilegt að skyrið sló í gegn í kvöld.

IMG_7645

Aðalbláber nammi namm.

IMG_7646

Og krækiber nammi namm.

IMG_7647

Ketið skorið. Pabbi gamli var í góðum félagsskap.

IMG_7654

Jamm það var margt spjallað á spænsku og íslensku og svo bara fingramáli.

IMG_7656

Tengslin liggja víða.

IMG_7664

tími til að kveðja, ég vona að Mirna fari með góðar minningar heim og huggun til fjölskyldunnar úti í El Salvador um að fjölskyldan hennar hafi það gott uppi á hinu kalda Íslandi.  Hún sagði að mest hafi komið á óvart hve innilega gott fólkið er á Íslandi.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Er berjasprettan góð í ár?  Hvernig spyr ég.  Yndislegar myndir, manni langar að fara inn í þær og vera með.

Jenný Anna Baldursdóttir, 12.8.2007 kl. 23:01

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þið eruð velkomnar stelpur mínar

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.8.2007 kl. 23:05

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Svona getur það augljósa og það sem manni finnst svo sjálfsagt, algjörlega farið fram hjá.

Góð hugmynd og berin líta afar girnilega út!

Hrönn Sigurðardóttir, 12.8.2007 kl. 23:12

4 Smámynd: Ragnheiður

Yndislegt, ég fer að leggja af stað í berjaleiðangurinn bráðum !!

Ragnheiður , 12.8.2007 kl. 23:42

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já einmitt Hrönn mín, það er alltaf það augljósa sem verður útundan, svo skrýtið sem það er nú.

Elsku hross, berjaleiðangur hljómar sko vel.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.8.2007 kl. 23:46

6 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Það er bara ALLTAF veisla í kúluhúsinu!!!!!!!

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 13.8.2007 kl. 00:36

7 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Gaman að þau skyldu fá skyr með bláberjum. Eigðu góðan dag.

Kristín Katla Árnadóttir, 13.8.2007 kl. 10:28

8 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

ég vil koma í veislu í kúluhús, það hlýtar að vera eins og að vera í amason að vera þarna inni !

mmmmmmmmnammi ber ! frá íslandi !!!!

AlheimsLjós til þín

Steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 13.8.2007 kl. 14:49

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það er ansi oft veislur hér yfir sumartímann, svo jafnast þetta út á veturna, þá er ró og rómantík í kúlunni. 

Já Arna mín það er kominn tími á berin.  Ég var satt að segja dálítið undrandi að vita að þau höfðu aldrei bragðað skyr þessi 6 ár sem þau hafa verið hér.  En svona er þetta. Okkur finnst þetta vera daglegt brauð, meðan þau hafa aldrei smakkað.

Steinunn ég get sagt þér að á svona dögum er of heitt hér inni.  Maður þarf eiginlega að vera úti í garðinum. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.8.2007 kl. 15:12

10 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Eg er nú farin að hallast á þá skoðun að þetta sé félagsheimili hjá henni Ásthildi okkar, hef ekki þekkt hjartahlýrri manneskju online ever. Minnir mig á frænkur mínar sem ráku hótel við Mývatn þegar ég var barn, þar var kærleikur og húspláss með því mesta sem ég hef kynnst og tími og matur og bara allt, man ekki hvenær þær sváfu elskurnar en aldrei man ég eftir þeim þreyttum. Ásthildur er greinilega hlaðin þessum genum og takk fyrir að leyfa okkur að fylgjast með þér við að gera heiminn að betri stað. 

Ásdís Sigurðardóttir, 13.8.2007 kl. 17:25

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Félagsheimili Ásdís mín  Það getur alveg passað, þar sem góður félagsskapur er, og heimili, þar er auðvitað félagsheimili.

 Stelpur mínar það er bara að fara og tína ber, að tína tína ber... að tína tína ber.

Og eftir situr amma ein,

við arinn hvílir lúin bein,

og leikur bros um brá.

Er koma þau svo kát og létt,

á kvikum fótum taka sprett,

og hlæja berja blá... og hlæja berjablá.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.8.2007 kl. 23:33

12 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Alltaf jafn gaman að skoða þínar fallegu myndir Ásthildur.

Jakob Falur Kristinsson, 14.8.2007 kl. 14:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 2022156

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband