9.8.2007 | 09:33
Allt gott að frétta héðan.
Þýsku vinir mínir frá Svartaskógi eru komnir, þau koma hér a.m.k. einu sinni á ári, í sumarhúsið sitt í Hnífsdal. Í vor um páskana komu þau líka. Þau segja að þau get ekki verið án þess að koma hingað, safna orku og slaka á. Þó eiga þau heima í smáþorpi Dietlingen.
Það er alltaf jafn gaman að fá þau hingað. Við vorum boðin í holusteik í gær, lambalæri er á óskalistanum hjá þeim. Þau giftu sig hér á landi, og voru búin að koma nokkur ár, hingað á hverju ári til að fara á Hornstrandir, þegar ég kynntist þeim.
Þessi mynd er tekin í fyrrasumar.
Ollasak leit líka við í gær, það var virkilega gaman að sjá hana bloggvinkonu okkar.
Annars er frekar blautt. En það er afskaplega gott fyrir gróðurinn. Enda hefur hann vaxið vel í sumar, og það þýðir líka að það verður góð spretta næsta sumar, og sennilega mikil frætekja. Postulínsblómið er að blómstra núna, og ég ætla að senda henni Steinunni okkar fræ, þegar þau eru tilbúin.
Annars er bara allt gott að frétta héðan úr kúlusúk.... Ásthildur Cesil nafna mín, svaf inni hjá okkur í nótt, hún vaknaði kl. 6 í morgun, og við brösuðum svolítið saman til kl. 9. þá setti ég hana út í vagninn þar sem hún sefur á sínu fallega litla eyra. Ég veit að mamma hennar hefur gott af hvíldinni. Og þær hún og risastóra Hanna Sólin geta verið svolítið meira saman. Og svo er það nefnilega líka Harrý Potter.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 5
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 25
- Frá upphafi: 2022149
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
æj þú ert yndi elsku tengdó :):)
Tinnfríður Fjóla (IP-tala skráð) 9.8.2007 kl. 09:52
Ég hef aldrei orðið svo fræg að borða holusteik en ég finn á mér að hún sé góð.
Kveðjur
Jenný Anna Baldursdóttir, 9.8.2007 kl. 09:54
Holustein er sælgæti skal ég segja þér Jenný mín.
Takk fyrir kveðjuna elsku Tinna mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.8.2007 kl. 09:58
Það er alltaf gott að fá góða gesti. Já það er bara gott fyrir gróðurinn að rigna svolítið.
Kristín Katla Árnadóttir, 9.8.2007 kl. 11:12
Rigning og holusteik ummmmm hljómar vel. Kær kveðja vestur.
Ásdís Sigurðardóttir, 9.8.2007 kl. 11:58
Þjóðverjar hafa ætíð verið miklir Íslandsvinir og samskipti þjóðanna hafa ætíð
verið náin og sterk. Tel að við eigum að reyna að stórauka þessi tengsl,
ekki síður á hinu pólitíska sviði. Persónuleg tengsl eru þar ekki síður mikilvæg.
Gaman að sjá að þú tekur fullan þátt í þeim Ásthildur.........
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 9.8.2007 kl. 14:23
Já ég tek fullan þátt í þeim Guðmundur minn. Þau eiga telpu og dreng, sem eru sama sinnis og foreldrarnir. Stúlkan hefur fengið að koma í heimsókn í Grunnskólann á Ísafirði og ræða við krakkana um þýskaland, þegar hún falaðist eftir því, var vel tekið í það. Ég vona að það verði gert meira af svoleiðis. Og minn stubbur fékk að fara í heimsókn í hannar skóla, þegar við heimsóttum þau núna í desember sl. Ég þekki líka gott fólk í Autsurríki, Svíþjóð, Mexícó og fleiri löndum. Það er gaman að ferðast og kynna sér land og þjóð frá fyrstu hendi. Fara um lönd og ræða við fólkið sem er á staðnum. Ég hef líka gaman af þegar erlent fólk kemur hér, sest niður og rabbar um heima og geima.
Við fengum svo ekki bara holusteikina, heldur voru aðalbláber og rjómi í eftirrétt.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.8.2007 kl. 18:42
Hæ já sömuleiðis.Ég fann svo mikinn hlýleika streyma frá þér
Solla Guðjóns, 11.8.2007 kl. 00:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.