7.8.2007 | 08:59
Tvær skírnir, fjölskylda og ættarbönd
Það var mikið um að vera hjá mér þessa helgi. Fyrst var það giftingin hjá Sunnevu frænku minni, og síðan skírn litlu barnabarnanna minna.
Fyrir sunnudaginn var bara til ein Ásthildur Cesil í heiminum, en nú eru þær orðnar tvær. Já, nefnilega, hún litla Hildur Cesil var nefnilega skírð í hausinn á henni ömmu sinni, og nafnið er Ásthildur Cesil. Það átti að að vera leyndó og koma mér á óvart. Svo kom bakarinn með tertuna og á henni stóð Ásthildur Cesil. Ég er náttúrulega rígmontinn. Ég veit ekki með Evítu Cesil, hvort það finnst önnur slík, efast samt um það.
Hér eru þær þessar fallegu mæðgur, tilbúnar í veisluna.
Og gestirnir streyma að, hér má sjá Alejöndru litlu og fjölskyldu.
Ég hélt nöfnu minni undir skírn, yndisleg stund.
Hún fékk svo hjálp við að taka upp pakkana. Þeir voru opnaðir með sinni aðferð hehehe...
En það voru fleiri sem hlutu skírn þennan dag, því Zorró var líka baðaður upp úr vigðu vatni.
Sunnudagurinn var bjartur og fagur, og gestirnir gátu setið úti.
En um kvöldið lögðum við svo af stað inn í Ísafjarðardjúp, þar sem litla Evíta Cesil átti að fá sinn dag, daginn eftir.
Hér er hún, þetta var líka yndisleg athöfn í einni fegurstu kirkju hér, Unaðsdalskirkju.
Stóra systir spilaði á orgelið, og hún spilaði líka frumsamið lag, sem hún samti til litlu systur sinnar. Hún spilaði líka yesterday og fleiri falleg lög. Sannarlega efnileg tónlistarkona þar á ferð.
Mamma þeirra hafði bakað margar sortir af kökum og heitum réttum, svo sannarlega dugleg og myndarleg húsmóðir hún Matthildur.
Hér sjáum við inn að Kaldalóni, Drangajökull blasir þarna við. Afskaplega falleg sjón.
Við fórum inn að lóninu, þar er mikið af fallegum steinum. Þessi er nú samt of stór í hringinn.
Eftir frábæra veislu var komin tími til að halda heim á leið.
Við komum við í Reykjanesinu og fórum þar í laugina
Þar sáum við þessa elsku, hún er með síli í goggnum, og á hreiður þarna rétt hjá. Hún er víst að nota heita vatnið til að steikja fiskinn hehehehe....
Hér áðum við og steiktum okkur silung og krakkarnir fengu aðeins að rétta úr fótunum.
Svona leit svo Ísafjörður út í morgun, Ísafjarðarlognið eins og það gerist best.
Ég er afskaplega stolt kona eftir þessa frábæru helgi. Tvær litlar nöfnur og yndisleg fjölskylda sem ég á.
Svo ég segi bara, hlúðu að kærleikanum í brjósti þínu, og þú færð það tíu sinnum til baka
Ræktaðu böndin við fjölskylduna þína, og þú ert aldrei einmana.
Gefðu vinum þínum tíma og hann kemur margfalt til þín aftur.
Við sköpum okkar eigin stað í tilverunni, látum hann liggja í faðmi þeirra sem við elskum mest.
Eigið góðan dag.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 23
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 22
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
En og aftur til hamingju með nöfnu þína og þessar myndir eru fallegar og orðin þín.
Kristín Katla Árnadóttir, 7.8.2007 kl. 09:41
Ég tárast smá, en en að öðru leyti í víðtæku krúttkasti. Er varla enn búin að ná mér eftir stoltið og gleðina sem ég finn til eftir að hún Jenny Una var látin heita í höfuðið á mér. Hún dóttir þín er alveg svakalega lík þér. Þetta eru falleg börn öll Ásthildur mín og ég þakka þér fyrir að deila þessum stundum með okkur. Ég held allavega að é sé ögn betri manneskja eftir hvern lestur. Smjúts og til hamingju aftur með dúllurnar tvær.
Jenný Anna Baldursdóttir, 7.8.2007 kl. 10:22
til hamingju með þetta allt saman...er ekki búin að lesa er að flýta mér er að leggja af stað vestur....verð trúega á ísafirði á morgun
Solla Guðjóns, 7.8.2007 kl. 10:27
Innilegar hamingjuóskir með þessar fallegu telpur og frábæru helgi.
Ragnheiður , 7.8.2007 kl. 11:17
Takk fyrir góðar kveðjur mínar kæru. Það er svo gott fyrir sálina að fá svona falleg orð til baka. Eins og þér sáið og allt það. Vonandi hittumst við á Ísó Ollasak mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.8.2007 kl. 11:39
Yndislega Ásthildur, takk fyrir færsluna. Þú ert kærleikskona og gerir okkur vinum þínum gott með bloggi og fallegum myndum og maður fyllist af kærleik að fylgjast með fjölskyldu þinni. Innilega til hamingju með nöfnurnar, þú hlýtur að vera að rifna úr monti. Kær kveðja til ykkar allra og innilegar hamingju óskir enn og aftur. Njótið dagsins.
Ásdís Sigurðardóttir, 7.8.2007 kl. 12:54
Takk fyrir það Ásdís mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.8.2007 kl. 15:05
Yndislegt hjá þér og falleg lokaorð!
Hrönn Sigurðardóttir, 7.8.2007 kl. 18:50
Innilega til hamingju með nöfnurnar, ofsalega fínar stelpur og ég segi eins og jenný, mikið svakalega er dóttir þín lík þér, þú átt glæsilega fjölskyldu
Huld S. Ringsted, 7.8.2007 kl. 19:47
Takk Huld mín
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.8.2007 kl. 19:53
Innilega innilega til hamingju! Þvílík falleg færsla - vá.. góð byrjun á deginum að lesa. Vissi að ég yrði ekki fyrir vonbrigðum . Og mikið trúi ég að þú sért stolt!!
Ester Júlía, 8.8.2007 kl. 08:17
Takk Ester Júlía mín
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.8.2007 kl. 09:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.