Gifting og gott veður.

Það er komin sama blíðan aftur, það er ágætt því að þá getum við haft borðin úti í skírninni í dag.

IMG_7295

IMG_7251

Fallega góða frænka mín, sem snéri slæmri lífsreynslu upp í eitthvað svo gott, það kom fram í gær að ung kona fullyrti að hún hefði bjargað lífi sínu, og jafnvel fleiri. 

IMG_7247

En stubburinn dundaði sér vel í veislunni.

IMG_7255

Viltu galdrrrrra fyrrrir mig frrrændi, sagði Hanna Sólin við ömmubróður sinn.

IMG_7257

Nú ét ég læmið, sagði frændi.

IMG_7258

Og svo kemur það út um magan.

IMG_7259

Vúbbs og svo er það hér .......

IMG_7260

Þetta er svo meistarakokkurinn Magnús Hauksson, hann framreiðir dýrindis fisk í tjöruhúsinu á sumrin ásamt konu sinni henni Rönku.  Ef þið eigið leið um, þá er það must að fara og borða sjávarréttina hans.  Algjör snillingur.

IMG_7268

Hvað erum við stelpurnar án vinkvennanna.  Það er svo gott að eiga margar slíkar.

Þessar elskur hafa fylgst að heillengi, eða sennilega alla skólagöngu og varir ennþá.

Þessi myndarlegi ungi maður sem stendur hérna næst á myndinni er ekki vinkona, heldur veislustjórinn og frændi okkar brúðarinnar. Hann er á lausu hehehe..

IMG_7285

Svo fengu þær brúðguman upp í dans, svo sem auðvitað hehehe....

IMG_7289

Enginn smá tilþrif í gangi þar.

IMG_7293

Og brúðurin lét ekki sitt eftir liggja.

IMG_7276

Þau eru ekki bara falleg, þau eru líka bæði hjartahrein og góð í gegn Heart

IMG_7277

Ég söng fyrir þau lagið mitt Óður til eiginmanns.

Er ég horfi inn í augun þín,

undurblíð þau eru ástin mín.

Þú þolinmóður þrauka mömmu hjá,

þekkir alla galla til og frá.

 

Við lifað höfum saman langa tíð.

Í ljúfri sælu stundum var þó stríð.

Þú vissir að börn og bú var ekki allt,

og leyfðir mér að lifa þúsundfalt.

 

Ég elska þig og einnig börnin mín,

og innst inni þá er ég bara þín.

Svo geysimargt sem glepur huga minn,

og Guð einn veit hvað verður næsta sinn.

 

Því ég vil lifa, lifa, lifa, lífinu lifandi.

Ég verð að lifa, lifa, lifa, ekki sofa sitjandi. Heart

Megi gæfan fylgja þér litla frænka mín alla þína ævidaga. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hreint dásamleg færsla og myndirnar eru yndislegar.  Til hamingju með skírnir og giftingar, ég vona að ég gleymi engu.

Jenný Anna Baldursdóttir, 5.8.2007 kl. 11:55

2 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Innilega til hamingju, mikið er þetta fallegt.

Marta B Helgadóttir, 5.8.2007 kl. 12:05

3 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Dásamlegar myndir og til hamingju með giftingar og skírnir þetta hefur verið alveg dásamlegt hjá ykkur.

Kristín Katla Árnadóttir, 5.8.2007 kl. 12:05

4 identicon

Hjartanlega til hamingju kæra bloggvinkona.  Það er mikið að gerast í lífi þínu núna, svona eins og venjulega - knús frá mér :)

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 5.8.2007 kl. 12:08

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk mínar kæru.  Ég er á kafi að undirbúa skírnina, er að baka vöfflur  Má bjóða ykkur heitar vöfflur með rjóma ?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.8.2007 kl. 12:16

6 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Til hamingju! Rosalega eru þau falleg, brúðurin og brúðguminn. Megi lánið leika við þau

Hrönn Sigurðardóttir, 5.8.2007 kl. 12:26

7 Smámynd: Solla Guðjóns

Yndislegt.Já ég væri alveg til í vöflur þakka þér fyrirFallegur texti við lagið svo fullur af ást.Til hamingju með glæsilegu brúðhjónin og þína falllegu fjölskyldu

Solla Guðjóns, 5.8.2007 kl. 13:55

8 Smámynd: Huld S. Ringsted

Til hamingju! Falleg brúðhjón, greinilega verið heljarinnar veisla

Huld S. Ringsted, 5.8.2007 kl. 18:15

9 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Innilega til hamingju elsku Ásthildur með alla hamingjudaga hjá ykkur. Megi lukkan setjast að hjá ungu hjónunum. Takk fyrir fallegar myndir

Ásdís Sigurðardóttir, 5.8.2007 kl. 18:25

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk mínar kæru, ég er búin að halda litlu minni undir skírn, og vitið hvað, það var verið að koma mér á óvart, hún átti nefnilega að heita Ásthildur Cesil, svo ég fékk allt nafnið mitt, og ég er rosalega ánægð.  Sendi ykkur myndir fljótlega, ég er að fara inn í djúp, þar sem litla Evíta Cesil verður skírð á morgun.  Ég á að halda henni undir skírn líka. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.8.2007 kl. 19:39

11 Smámynd: Hallgrímur Óli Helgason

til hamingju með barnabörnin, falleg nöfn

Hallgrímur Óli Helgason, 5.8.2007 kl. 22:28

12 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Yndi pyndi....alltaf bara fallegt að lesa hér og sjá alvöru kærleika að virka eins og hann er fallegastur.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 5.8.2007 kl. 22:43

13 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk öll sömul

Og takk fyrir allt litla/stóra frænkan mín.  Þið eruð yndislegar manneskjur, og það er bara svo auðvelt að elska ykkur bæði tvö.  Almættið eitt veit  hvað þið eigið eftir að gera mörg kærleiksverk saman. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.8.2007 kl. 21:12

14 identicon

Til hamingju með giftingu og skírnirmín kæra, skemmtilegt að fá svona alnöfnu  Skemmtilegar myndir frá veislunni og ég sé að stubburinn þinn hefur sennilega séð bíómyndina Benny and Joon

Þórunn (IP-tala skráð) 6.8.2007 kl. 23:50

15 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk elskuleg mín.  Jamm eitthvað svoleiðs hjá stubbnum.  Ég mun setja inn myndir á morgun af upplifun minni a skírninni hjá þessum tveimur Cesiljum, sem reyndar vor hvor um sig alveg frábær upplifun.  Það kemur í ljós á morgun

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.8.2007 kl. 00:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 8
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 2022152

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband