Mýrarbolti.

En fyrst smá ljúflingssaga.

Litla frænka mín hringdi áðan og spurði hvort stubburinn væri ekki að koma í afmælið sitt.  Það væri sko byrjað.  Hann hafði gleymt að segja mér frá því að hann væri boðin, og ég gleymt henni í öllu umstanginu.  Svo nú voru góð ráð dýr, klukkan orðin eitt og sennilega allt lokað.  Jú það passaði, en þar sem ég er stödd í bænum að vandræðast, og fyrir framan Gullauga, sem er gull og gjafavöruverslun, sé ég útundan mér að kemur maður labbandi, ég horfi á fætur mannsins, og sé ekki betur en hann sé í brúnum sokkabuxum og stuttbuxum, örugglega útlendingur hugsa ég, en um leið heyri ég sagt hressilega, góðan daginn Ásthildur, þú ert auðvitað að fara að brullaupast í dag, er þetta þá ekki Örn Torfason eigandi Gullauga, já sagði ég, en í augnablikinu þá er ég að vandræðast með afmælisgjöf handa 12 ára frænku minni.  Bíddu aðeins, sagði hann, ég ætla að á í lykilinn, þú finnur örugglega eitthvað hjá mér.  Svo opnar hann búðina og ég kaupi þessa fínu eyrnalokka með ágúststeinum, ein besta gjöf sem ég hugsanlega gat gefið henni.  Þar sem ég er að kaupa lokkana, kemur ástfangið par inn um dyrnar, þau fara að skoða hringa.  Svo sennilega hef ég þarna stuðlað að einhverju fallegu ofan á gjöfina.  En Örn var þá með fótleggina brúna af drullu komandi beint úr mýrarboltanum.

Og þá að Mýrarboltanum.  Hann er haldinn ár hvert hér á Ísafirði, að því mér skilst er það eini staðurinn á landinu. 

 IMG_7217

Mætti þessum ungu galvösku drengjum í "pásu" í miðbænum í morgun.

IMG_7219

Taktu frekar mynd fyrir framan Langa Manga sögðu þeir hehehe

IMG_7224

Þetta er kjörið veður í Mýrarbolta.  Hér er lögreglan komin til að fylgjast með, þarna var líka bæði RUV og Stöð2.  Mikið fjör og mikið grín.

IMG_7225

Magt fólk að fylgjast með líka.

IMG_7226

Ísfirskar blómarósir eru líka meðal keppenda.

IMG_7227

Þetta er einhverskonar teygjutog drulluteyja, það á að fara með þennan svarta fána eins langt og hægt er, hér keppa saman strákar og stelpur.  Þetta er hún Eygló óbeisluð, kempan sú.

IMG_7228

Búms, fánin komin niður og maður hlunkast á botninn.

IMG_7230

Getur ekki fótað sig, og ekki staðið upp hehehe.

IMG_7234

Ef þetta er ekki sönn íslensk valkyrja þá veit ég ekki hvað.  Þegar ég fór hafði hún komist lengst af keppendum.

IMG_7235

Hálfdán Bjari (Dáni slimm) einn af aðalsprautunum, þurfti að draga hana að landi.  En það voru gífurleg fagnaðarlæti yfir Eygló.

IMG_7233

Þessi ætluðu ekki heldur að láta sitt eftir liggja, þau voru næst í röðinni.

IMG_7232

Allir tilbúnir, þetta er sko fjör.

IMG_7237

Einn litli stubburinn minn var á leiðinni í Mýrarbolta með mömmu og besta vini.

IMG_7240

Hér er svo yfirlitsmynd yfir svæðið.  Það á eftir að fjölga verulega þegar á daginn líður.

Þannig er nú það.  Þetta var í morgun, það var byrjað kl. 10 og þaða verður haldið áfram í allan dag, og sennilega á morgun líka. 

Þetta er alveg örugglega heilmikil útrás, og heilbrigð skemmtun. 

myrarboltamynd

Bæti þessari mynd inn, hún er úr BB, bæjarins besta. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

En gaman af þessari sögu mikið varstu heppin. Mýrarbolti þetta er svona drullu slagur.

Kristín Katla Árnadóttir, 4.8.2007 kl. 15:21

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þetta er eiginlega íþróttamót, með frjálslegu bjórívafi.  Ég veit ekki hvort þeir nota bolta, en þeir keppa í liðum.  Og þetta teygjutog er bara hliðargrein frá þeirri íþrótt, svo er skemmtibolti líka, stelpurnar taka líka alveg þátt í þessu og eru alveg jafn aðgangsharðar og strákarnir. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.8.2007 kl. 15:48

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Evrópumeistaramót í mýrarbolta hefst í dag.Evrópumeistaramót í mýrarbolta hefst í dag.

bb.is | 04.08.2007 | 08:05Barist um Evrópumeistaratitil í mýrarboltanum

Á þriðja hundrað keppendur taka þátt í Evrópumeistaramóti í mýrarbolta sem hefst í Tungudal í dag. Mótið hefst á riðlakeppni auk þess sem keppt verður í aukagreininni drulluteygjunni. Mýrarboltinn verður nú haldinn í fjórða sinn en í fyrsta sinn á mestu ferðahelgi ársins, verslunarmannahelginni. Mótið hefur farið stigvaxandi með ári hverju en Ísfirðingar kynntust íþróttinni í gegnum viðburðaskiptaverkefnið Usevenue sem Ísafjarðarbær er þátttakandi í, og árið eftir var haldið Evrópumót í mýrarbolta sem vakti mikla athygli á landsvísu. Undanfarna daga hefur verið unnið að því að undirbúa mótsvæðið m.a. með því að vökva vellina svo þeir verði sem forugastir. Óhætt er að spá mikilli skemmtun á mótinu, hvort sem er fyrir keppendur eða áhorfendur, en liðin eru mörg hver býsna skrautleg og mikið lagt upp úr búningum enda er hvatt til þess af mótshöldurum. Núverandi Evrópumeistarar í íþróttinni eru Englarnir og Gleðisveit Gaulverjahrepps.

Á morgun verður háð úrslitakeppni mýrarboltans og um kvöldið verður haldið lokahóf í Edinborgarhúsinu. Þar fer fram verðlaunaafhending og keppnin verður rifjuð upp með myndasýningu. Að loknum hátíðarkvöldverði mun bolvíska hljómsveitin Húsið á sléttunni halda uppi fjörinu.

Upphaf þessarar óvenjulegu íþróttar má rekja til skóglendis Norður-Finnlands þar sem er að finna talsverð mýrlendi sem myndast á auðum blettum í skóginum eftir að tré hafa verið höggvin. Á einu slíku svæði var byrjað að spila knattspyrnu á litlum velli. Í byrjun var þetta eingöngu til skemmtunar en þróaðist fljótlega yfir í keppni þar sem lítil mót voru haldin á svæðinu. Fyrir fjórum árum var byrjað að skipuleggja stærra mót í kringum þessa sérstæðu íþróttagrein sem í dag er orðið stór viðburður í N-Finnlandi.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.8.2007 kl. 15:50

4 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Úff - hlýtur að vera svakalega skemmtilegt!

Hrönn Sigurðardóttir, 4.8.2007 kl. 18:00

5 Smámynd: Karl Tómasson

Það er nú meira fjörið á Ísó.

Bestu kveðjur frá Kalla Tomm úr Mosó.

Karl Tómasson, 4.8.2007 kl. 23:10

6 Smámynd: Huld S. Ringsted

mikið svakalega held ég að þetta sé skemmtilegt!

Huld S. Ringsted, 4.8.2007 kl. 23:11

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já það var mikil stemning yfir þessu öllu í dag. Og á morgu verður loka dagurinn, og þá verður líka frábært veður um allt land líka hér. Og í kúlunni verður lítil dama skírð.  Frábært alveg.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.8.2007 kl. 02:27

8 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég segi pass á drulluboltann. Vinsamlega færið mér te og sörur í lestrarherbergið, þar sem ég ætla að njóta góðrar bókar og vindlings.

Jón Steinar Ragnarsson, 5.8.2007 kl. 03:46

9 Smámynd: Solla Guðjóns

Selfyssingar voru með einhverskonar mýrarbolta í sumar.Veit nú ekki hvort hann fór alveg svona fram.

Frétti að Steinunn Jónsdóttir frænka mín hafi tekið þátt í mýrarboltanum þarna vestra.

En voða er þetta fallleg stelpa á myndinni í færslunni hér fyrir neðan

Solla Guðjóns, 5.8.2007 kl. 04:42

10 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Alltaf stuð á Ísó, flottar myndir sá líka í fréttunum í gærkvöldi.  Kveðja vestur.

Ásdís Sigurðardóttir, 5.8.2007 kl. 08:58

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Má það vera kransakaka Jón minn ? Það var nefnilega ein svoleiðis eftir í veislunni í gær.?

Já það hlýtur eiginlega að vera víðar svona, en ísfirðingar eru allavega frumkvöðlarnir hér á landi.  Takk fyrir kveðjur og góðar óskir.  Og nú er komin sama blíðan aftur.  Yndislegt veður.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.8.2007 kl. 10:47

12 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég held að þetta sé rosalega góð útrás ef maður er haldinn kvíða eða einhverjum krankleika.  Hrein drulla er bara af hinu góða.  Takk Arna mín, ég frétti að hún hefði glaðst yfir eyrnalokkunum, fékk slíka með mánaðarsteinunum hennar.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.8.2007 kl. 11:22

13 identicon

Þið kunnið að skemmta ykkur þarna fyrir vestan, það er greinilegt  

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 5.8.2007 kl. 11:29

14 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Dáni slimm? ... nokkuð skyldur Dána Kálfi?

Jóhannes Ragnarsson, 5.8.2007 kl. 21:04

15 identicon

Sæl Ásthildur. Ég kíki stundum á síðuna þína og því mátti ég til með að kvitta fyrir innlitið. Gaman að fá svona fréttir að vestan með myndum :) BB og Cesil :)

Gunnsteinn Hlíðarvegspúki (IP-tala skráð) 7.8.2007 kl. 07:29

16 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Nei Hálfdán Bjarki er sonur Hálfdáns Ingólfssonar flugmanns, Hálfdán Guðröðsson er að því er ég best veit ekki skyldur honum.  En ég þekki hann líka ágætlega, þá kempu. 

Takk fyrir innlitið Gunnsteinn minn.  Það er gaman að því þegar fólk kemur í heimsókn, og ennþá skemmtilegra þegar það lætur vita af sér

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.8.2007 kl. 08:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 2022150

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband