Fullt að gera á stóru heimili.

Það er mikið að gera á stóru heimili.  Það var von á gestum og við Hanna Sól bökuðum pizzu.

IMG_7208

Gott að hafa svona hjálparkokk við pizzubaksturinn. Við gerðum þrjár svona stórar pizzur, tvær með hakki, skinku, pepperoni ólífum, sveppum öðru grænmeti og osti.  Og eina með túnfiski. 

Og það voru amma og afi frá hinni hliðinni sem komu í heimsókn.

IMG_7212

Auðvitað vegna skírnarinnar.

Svo er að undirbúa að fara í giftingarveisluna á morgun.

IMG_7213

Búin að pakka inn gjöfinni, og svoleiðis.

Og svo koma tvær skírnir á sunnudag og mánudag.  Það er líka komið vel á veg með undirbúning.

IMG_7216

Jamm hehehe... skírnarskórnir hennar Hildar Cesil. Og svo flottur skírnarkjóll, sem þið fáið örugglega að sjá seinna. 

En ég vil taka fram að ég er þakklát þeim á hagstofunni fyrir að breyta nafninu mínu þannig að það er skrifað rétt sem sagt Cesil, en ekki Secil. (sem minnir mig alltaf á stencil, eitthvað ofan á brauð, eða þannig, gamalt pappírsdót og prentsverta) Því það þýðir að litlu stúlkurnar mínar geta fengið að heita í hausinn á ömmu sinni. 

IMG_7215

Spurningin er bara, hvenær hef ég tíma til að lesa Harrý Potter.  Er rétt að byrja W00t


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Falleg stelpa Hanna Sól - Eigðu góða helgi ljúfust

Hrönn Sigurðardóttir, 4.8.2007 kl. 00:47

2 identicon

Flott innpakkaðar gjafir og engilfalleg Hanna Sól - tilhamingjuknús

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 4.8.2007 kl. 00:58

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk elskurnar mínar, jamm nú er þessi stóra helgi byrjuð.  Og það er notalegt að vera bara heima hjá sér. Og núna vel ég bloggvini mína og Málefnin fram yfir Harrý....................... skil ekkert í mér heheheh...

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.8.2007 kl. 01:01

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Yndisleg Hanna Sól

Jenný Anna Baldursdóttir, 4.8.2007 kl. 01:02

5 Smámynd: Karl Tómasson

Bloggharrý.

Bestu kveðjur frá K. Tomm.

Karl Tómasson, 4.8.2007 kl. 01:32

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hanna Sól er yndisleg og veistu Jenný mín, hún rullarr errrrinu eins og litla Jenný.  Hanna Sól er sko þrrrrriggja árra og talar meira þýsku en íslensku, hún hefurrr samt lærrt að tala meirri íslensku eftirr að hún kom heim til ömmu í kúlu, af því að þarr errru svo marrgir krrakkarrr hehehehe...

Já Karl minn Harrýblogg....

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.8.2007 kl. 01:39

7 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Falleg Stelpa hún. Hanna Sól . Og skemmtilegt hjá þér.

Kristín Katla Árnadóttir, 4.8.2007 kl. 09:51

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Gaman að heyra með lundinn, hann er að verða stórglæsilegur, var Bryndís ekki ánægð með gróskuna, og nú hellirigndi í nótt, svo hann hefur fengið vökvun. 

Takk Kristín Katla mín

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.8.2007 kl. 10:32

9 Smámynd: Huld S. Ringsted

greinilega nóg að gera hjá þér um helgina. Falleg lítil dama hún Hanna Sól

Eigðu góða helgi.

Huld S. Ringsted, 4.8.2007 kl. 13:42

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk sömuleiðis Huld mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.8.2007 kl. 14:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 5
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 2022149

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband