Hugleiðing.

Þegar atburðir gerast eins og í morgun, setur þjóðina hljóða.  Við finnum flest til samúðar með því fólki sem nú stendur mitt í harmleiknum.  Mér finnst einhvernveginn eins og við skiptum svona harmleikjum niður í flokka.  Ef þetta hefði verið uppgjör í fíkniefnaheiminum, eins og svo sannarlega margir héldu, þá hefði málið einhvernveginn snúið öðruvísi.  Það er allavega mín tilfinning.  ´

Ég þekki dálítið til þar, og veit að það ólánsfólk sem þar lifir, er einhvernveginn ekki metið á sama hátt og fólkið í okkar veröld.  Þetta er ef til vill harkalega sagt, en það er svo sannarlega sannleikurinn.  Ég hef orðið vör við það, að slíkt fólk hefur hreinlega ekki sömu réttindi og aðrir þegnar landsins.  Og ef enginn úr okkar veröld er tilbúin til að tala máli þeirra, þá eru þeir í vondum málum.

Ég var ásökuð um það í dag að fara offari, þegar ég talaði um að sennilega væri þetta uppgjör vegna fíkniefna.  En ég held að flestir hafi strax sett þar samasem merki.  Þó það hafi ekki verið í þessu tilfelli, þá situr samt eftir allt ofbeldið sem framið er í fíkniefnaheiminum.  Og það sem bitnar á öðrum borgurum.  Mér finnst einhvernveginn gæta þarna ákveðinnar hræsni.  Að menn hafi  meiri samúð vegna þess að þarna var ekki slíku til að dreyfa.  Ef til vill er það vitleysa hjá mér.  En samt...

Það er alveg jafn sárt að missa ástvin þó hann sé í hinum heiminum (undirheimum), sem við þekkjum bara af afspurn.  Í kring um hvern einasta fíkil er fólk sem elskar hann/hana, og hefur áhyggjur.  Ég lýsi auðvitað fullri samúð með því fólki sem nú á um sárt að binda, og vona að þau fái áfallahjálp. 

En ég vek líka athygli á því, að þegar menn eru myrtir í fíkniefnaheiminum, þá hef ég ekki séð þá ósk til handa þeirra aðstandendum að fá slíka aðstoð.  Þarna er verið að skipta fólki í lið, góða liðið og vonda liðið.  Ég vil ekki vera leiðinleg, en ég vil bara vekja athygli á þessu og segja; að foreldrar og aðstandendur fíkla sem eru myrtir hafa nákvæmlega sömu tilfinningar og annað fólk.  Og það sem meira er, þessir aðstandendur hafa jafn vel svo árum skiptir liðið sálarhvalir og ótta í brjósti um sína nánustu.  Ekki fengið hjálp til að takast á við vandamálið, og eru oftar en ekki brotnar sálir fyrir. 

Fólk er bara fólk, þó það sé háð einhverri óáran sem það ræður ekki við.  Þá getum við ekki bara afskrifað það.  En það er nefnilega gert í dag.  Þau eru ekki til í samfélaginu, nema sem einhver byrði sem best er að loka inni og gleyma helst af öllu.

Málið er bara að hverjum slíkum einstaklingi fylgir heil fjölskylda sem þjáist oftast í kyrrþey.  Brotið fólk sem á erfitt með að leita sér aðstoðar. Fólk sem hrópar út í tómið og þar er oftast litla hjálp að fá.  Mest er af fordómum og þegjandahætti.  Þetta gengur ekki lengur.  Við verðum að fara að taka á rótum þessa vanda.  Skoða hvað er hægt að gera, og hvernig við eigum að bregðast við.  Og þá á ég við allt samfélagið.  Þetta er málefni okkar allra.  Ekki bara þeirra sem þjást. 

Hver ert þú sem dæmir ?

Hvaða forsendur hefur þú til þess ?

Varst þú móðirin sem fæddi barnið ?

Fylgdist þú með uppvextinum og hlustaðir á alla draumana sem hann átti, þegar hann yrði stór ?

Hvað veist þú um sjálfsáskanir móður, og hvernig henni líður?

Eða andvökunætur og áhyggjur ?

Reiði, vonleysi, sársauka, hróp út í eyðimörkina, þar sem enginn er til að svara ?

Eða hefurðu ef til vill bara staðið álengdar og dæmt út frá eigin fullkomleika ?

Að þetta snerti þig ekki, bara aðra. 

Við erum öll jöfn fyrir almættinu.

Og þeir sem setja sig á háan hest gagnvart öðrum, og telja sig þess umkomna að dæma, verða sjálfir dæmdir að lokum. 

Því við erum í sjálfu sér ófullkomin, hvert og eitt okkar, og enginn getur sagt hvað býr í sálinni.

Það mun ekki skýrast fyrr en við stöndum við dyr himinsins, knýjum á, og þá er spurning fyrir hverjum mun upplokið verða.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Við erum nefnilega öll jöfn fyrir almættinu.  Það mætti fólk hafa í huga.  Takk fyrir góðan pistil.

Jenný Anna Baldursdóttir, 30.7.2007 kl. 01:12

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Góður pistill Cesil.

takk fyrir.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 30.7.2007 kl. 01:21

3 Smámynd: Solla Guðjóns

Flott hjá þér Ásthildur mín ég var að enda við að kommenta við færsluna hér fyrir neðan og fór stórum ljóum orðum um innflytendur  eytursins.

Ég vil sjá þá sprengda í loft upp.

Ég vil sjá meðferðarúrræði sem fylgja meðferð eftir og gera einstklingunum kleift að fóta sig að nýju.

Ég vil sjá eitthvað annað en 6.vikna meðferð og bæbæ hafðu það gott!!!

Ég vil sjá stuðning við aðstandeur fíkniefnaneytenda og alkóhólista.

Æjjjjj mig langar að bjarga þessum heimi veit bara ekki hvernig.

Solla Guðjóns, 30.7.2007 kl. 01:24

4 Smámynd: G.Helga Ingadóttir

Já, Jesús sagði við Faríseana, að ekki væri hann kominn til að lækna heilbrigða, heldur sjúka, ekki kominn til að frelsa syndlausa, heldur syndarana og samkvæmt Orðinu er enginn maður/kona syndlaus, öll erum við sjálflæg og veikgeðja á einhvern hátt.

Engu síður erum við yndisleg sköpun Guðs og eigum að bera elsku og umhyggju fyrir hvort öðru, líka ljótu börnunum hennar Evu. Ekki misskilja, það erum jú við mennirnir sem að viljum draga í dilka og flokka menn eftir stöðum í gæðaflokka, en Drottinn skoðar hjörtun og er nálægur hverjum þeim sem að ákallar hann í einlægni, sama hvað hann kann að hafa gert, eða ekki gert.

Ég finn til með öllum sem að hlut eiga að máli og sé þetta voðaverk sem verk í myrkri sál, sem að fann til og var stjórnlaus, réði ekki við kringumstæður. Verk sem að ekki verður aftur tekið og það er sárara en orð fá lýst. Ég votta samúð þeim sem að eftir standa, ættingjum fórnarlambs og geranda.

G.Helga Ingadóttir, 30.7.2007 kl. 01:24

5 Smámynd: Ragnheiður

Góður pistill og svo sannur. Einu vinir sonar míns eru  fjölskyldan og lögreglan, almenningsálitið er búið að dæma hann úr leik sem ónýtan leikmann í samfélagi okkar hinna.

Ragnheiður , 30.7.2007 kl. 01:25

6 Smámynd: Karl Tómasson

Fallegt Ásthildur.

Stöndum saman.

Kær kveðja frá Kalla Tomm úr Mosó.

Karl Tómasson, 30.7.2007 kl. 01:32

7 Smámynd: Solla Guðjóns

Þetta er svo mikið óréttlæti....og er að verða þjóðarskömm.....að leifa þessum dj...að vera í friði og freysta og græða á já?? hver sem er gæti komist í þær aðsæður að byrja á uhh kann nú ekkert að nefna þessi eitur jú e-pillu kansi eða hassi og boltinn er farinn að rúlla fyrir djöfsa meðan allt fer niður á við hjá þeim er einu sinni prufuðu og kannski aftur og aftur og svo er sá aðili komin í klípu..handrukkarar og læti og meiri böl fyrir viðkomandi og sætur gróði fyrir djöflakónginn.

Solla Guðjóns, 30.7.2007 kl. 01:33

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk öll sömul.  Ég er bara eitthvað svö döpur þegar ég hugsa um þessi mál.  Og alla þá sem eru þarna úti og eru að berjast við óvininn andlitslausa.  Við þurfum að leita nýrra leiða, það er ljóst að þau úrræði sem reynt hafa verið, duga ekki.  Ég veit vel að það hefur ýmislegt verið gert, og ég veit líka að fólk vill gera eitthvað í þessum málum.  En stærðin á vandamálinu er slík að mönnum fallast hendur.

En við getum bara ekki leyft okkur slíkt.  Hér þarf þjóðarátak til að koma málum í lag.  Samvinnu allra aðila sem í hlut eiga.  Eins og ég hef nefnt.  En það eiga fleiri að koma þarna að, eins og tryggingafélögin.  Því afleiðingar þess að hafa fíkla á götunni hefur margar afleiðingar, ein af þeim er innbrot í hýbýli fólks.  Hvað ætli slík innbrot kosti í raun og veru, og hvað ætli þetta ástand kosti samfélagið í raun og veru.  Efnahagslega og heilsufarslega ?  Það er nefnilega ekki ókeypis.  Ef menn eru að meta lokaðar meðferðarstofnanir til fjár til dæmis.  Þá er margt sem hægt er að týna til, sem sýnir að það kostar gífurlega fjármuni að gera ekkert í þessum málum. 

En meðan við látum málefni þessa hóps reka á reiðanum, og allt þetta fólk í sárum.  Þá getum við ekki kallað okkur eina af ríkustu þjóðum heims.  Það er mín skoðun. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.7.2007 kl. 07:35

9 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Ég velksit ekki í vafa um að það er vel hægt að gera stórátak í þessum málum eins og mörgum öðrum sem setið hafa á hakanum...og eru okkur til skammar sem þjóð. Hvernig svo stendur á pólitíksu viljaleysi og vanmætti til að forgangsraða og taka á málum með heilbrigðri skynsemi með aðilum sem vita um hvað málin snúast er mér gjörsamlega ofviða að skilja. þAÐ ER EITTHVAÐ EKKKI EINS OG ÞAÐ Á AÐ VERA HÉR....

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 30.7.2007 kl. 09:14

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Einmitt Katrín mín og hefur sorglega lítið þokast áfram í nú yfir 20 ár. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.7.2007 kl. 09:20

11 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Góður pistill Ásthildur mín þetta er allt sorglegt og hörmulegt.

Kristín Katla Árnadóttir, 30.7.2007 kl. 11:37

12 Smámynd: Katrín

Þakka þér pistilinn vinkona góð.  Það er merkilegt hvernig við flokkum sorgina.  Fann það t.d. þegar foreldrar mínir létust.  Það var eins og fólk trúði því að það að syrgja foreldra sína sem ,,voru þó orðin sjötug'' væri léttari sorg   en ef þau hefðu látist yngri að árum.  Sama með ástvini eiturlyfjafíkla og geðsjúka, menn ætla að sorgin sé minni þar sem viðkomandi ætti hvort sem er ekki neina von.  Í harmleik helgarinnar létust tveir menn, ætli sorgin sé þeirra ástvinum ekki jafnþung og erfið?  Viljinn til að setja sig í annarra manna spor virðist horfinn úr þjóðarsálinni....kannski hefur hann aldrei verið til staðar nema hjá örfáum.  Flestir virðast þurfa að finna á eigin skinni til að skilja tilfinningar annarra.

Katrín, 30.7.2007 kl. 13:22

13 Smámynd: Katrín

Þakka þér pistilinn vinkona góð.  Það er merkilegt hvernig við flokkum sorgina.  Fann það t.d. þegar foreldrar mínir létust.  Það var eins og fólk trúði því að það að syrgja foreldra sína sem ,,voru þó orðin sjötug'' væri léttari sorg   en ef þau hefðu látist yngri að árum.  Sama með ástvini eiturlyfjafíkla og geðsjúka, menn ætla að sorgin sé minni þar sem viðkomandi ætti hvort sem er ekki neina von.  Í harmleik helgarinnar létust tveir menn, ætli sorgin sé þeirra ástvinum ekki jafnþung og erfið?  Viljinn til að setja sig í annarra manna spor virðist horfinn úr þjóðarsálinni....kannski hefur hann aldrei verið til staðar nema hjá örfáum.  Flestir virðast þurfa að finna á eigin skinni til að skilja tilfinningar annarra.

Katrín, 30.7.2007 kl. 13:25

14 Smámynd: Huld S. Ringsted

góður pistill

Huld S. Ringsted, 30.7.2007 kl. 13:55

15 Smámynd: Solla Guðjóns

Á þing með þig kona!!!

Solla Guðjóns, 30.7.2007 kl. 13:56

16 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk allar saman  Ég held einmitt að það sem hefur snortið mig mest í umræðunni er þessi flokkun á sorginni.  Eins og Katrín kemur inn á.  Hún gengur ekki upp.  Manni þykir alveg jafnvænt um ættingja sinn, hve gamall sem hann er, eða hvað það er sem amar að honum.  'Astin, söknuðurinn og allt það er jafn erfitt. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.7.2007 kl. 14:11

17 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Sæl Ásthildur,

mjög góður og þarfur pistill. Við lestur hans hrökk upp í hausinn á mér " sá yðar sem syndlaus er kasti fyrsta steininum". Veit ekki hvort það er á neinn hátt viðeigandi en þannig virkar stundum grauturinn inn í kúpunni.

Var sjálfur að velta fyrir mér þessum málum á mínu bloggi í gær eftir heimsókn móður fíkils. Hún hafði mjög ákveðnar skoðanir til lausnar sem ég kerfiskarlinn kúgaðist aðeins á. Aftur á móti var ég þó undirbúinn því ég var nýbúinn að lesa bókina Sigur sem segir mjög merkilega sögu. Allt þetta hefur valdið mér töluverðum heilabrotum.

Að lokum er ég þér sammála að sorgin hefur engin landamæri. 

Gunnar Skúli Ármannsson, 30.7.2007 kl. 14:53

18 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk fyrir það.  Ég setti þetta inn á bloggið þitt:

Ég hef sagt það áður, að það þarf að skoða sem eitt af varnaraðgerðum, hvort ekki sé rétt að aflétta banni á hassi og öðru slíku, sem er ekki eins skaðsamt og þau eitur verri eins og LSD.  Við hljótum að gera okkur grein fyrir því að með þessu banni, hjálpum við til við að moka undir eiturlyfjabarónana, og gerum þeim kleyft að "eiga" einstaklinga sem hafa ánetjast.  Að minnsta kost ætti að veita þessi lyf illa förnum sjúklingum á heilsugæslustöðvum.  Sagt er líka að hass sé gott lyf við alsheimer og öðrum slíkum sjúkdómum.  En það er algjörlega tabú að ræða það að lina þjáningar manna, vegna fordóma út í slík lyf.

Ég hef lengi þurft að berjast fyrir barninu mínu.  Og hef í yfir 20 ár, reynt að opna umræðuna um þennan vágest og hvað er til ráða gegn honum.  Það er nokkuð ljóst að við erum ekki að gera hlutina rétt, því sífellt stækkar hópur fíkla og sífellt færist aldurin neðar.  Og sífellt koma fram verri tilfelli og harðari efni. 

Nú er mál að allir aðilar sem málið varða taki sig saman og haldi stóra ráðstefnu, þar sem ræddar eru allar hliðar þessa máls.  Menn skoði fordómalaust hvað er hægt að gera raunhæft til að sporna við.  Við hljótum að eiga svar einhversstaðar, ef við virkilega viljum það. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.7.2007 kl. 16:11

19 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Takk fyrir góða pistla elsku Ásthildur. Ég á son sem hefur verið í neyslu en er þessa dagana o.k. við tökum einn dag í einu og vonum það besta. Þetta böl er hræðilegt og enginn veit við hvað er að eiga fyrr en fíkniefnadjöfullinn ryðst inn á heimilið. Hann bankar ekki og bíður hann bara kemur inn.Það eru daprir síðustu dagar í þjóðarsálinni og einhvernvegin hvílir yfir öllu skuggi, vona að næstu dagar verði skárri, en við verðum að senda ljós og bænir út í alheiminn. Kær kveðja til þín, já og svo bíð ég spennt eftir sögunni í rómantíska blogginu hér á undan.

Ásdís Sigurðardóttir, 30.7.2007 kl. 16:27

20 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ásdís mín það er alveg rétt, fólk getur illa sett sig í þau spor.  Og ekki hægt að ætlast til þess.  En okkar krafa er, að nú verði tekið til hendinni og málin skoðuð af raunsæi.  Við sitjum á heljarbrún og ekkert nema hyldýpið fyrir neðan.  Það þarf ekki að vera þannig.

Frúin í Geimnum, það er nefnilega einmitt þessi flokkun sem fór svo fyrir brjóstið á mér.  Hún er fólki töm, og það áttar sig ekki á því.  Það er sett samasem merki þarna á milli fíkla (fórnarlamba) og sölumanna,( gerenda).  Á þeim er regin munur, sem menn verða að átta sig á. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.7.2007 kl. 17:26

21 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Kæra Ásthildur, hef verið þeirrar náðar aðnjótandi að þurfa ekki að glíma við fíkniefni í návígi. Aftur á móti er ég að ala upp fjögur börn og óttinn við að börnin muni ánetjast þeim verið svipaður og að ganga á brún Látrabjargs með bundið fyrir augun. Ekki hafandi hugmynd um hversu nærri eða fjarri fallið sé en þegar það gerist vitandi að það yrði langt og sársaukafullt.

Orð eru til alls fyrst. Ráðstefna er góð hugmynd. Þar yrðu allir aðilar að fá að viðra sínar skoðanir. 

Það eru þrír grundvallaþættir í þessu máli. Einstaklingurinn, fíkniefnið og fíknin. Ekki hefur tekist að útrýma neinum þessara þátta í mörg þúsund ára sögu mannkynsins. Spurningin er hvernig við höndlum þetta, ekki vel hingað til þannig að þörf er á endurskoðun.

Hugmyndin að flytja sölu fíkniefna til ríkisins er vel athugandi. Grundvöllur þeirrar hugmyndar er að losna við viss vandamál tengd fíkniefnum en ekki að leysa þau öll. Það eru aldrei til töfralausnir á flóknum vandamálum. Ef fíkniefnasalar hefðu engan hag af sölu fíkniefna þá myndu þeir sjálfsagt hætta því. Þá hyrfu handrukkarar einnig. Þá yrði ríkið að hafa öll hugsanleg fíkniefni til staðar og alltaf að undirbjóða sölumenn götunnar. Einnig myndi smygl detta upp fyrir. Afbrot tengd fjármögnun neyslu myndu minnka verulega. Að þessu leitinu til er um framför að ræða.

Á móti kæmu rök þess eðlis að við værum að lögleiða og eða gera fíkniefnaneyslu "eðlilegan" þátt í lífi hvers Íslendings. Miðað við ástand mála í dag sé ég ekki skaðsemi þess.

Hverjir ættu að útdeila þessum efnum, tæplega læknar, með fullri virðingu fyrir starfsfélögum mínum, þá held ég að margir aðrir sem nær standa þessum málaflokki séu betur til þess fallnir en almennir læknar. Að minnsta kosti verða örugglega praktísk vandamál tengd dreifingu.

Það er margt í mörgu og örugglega ekki síðasta orðið sagt.

Gunnar Skúli Ármannsson, 30.7.2007 kl. 18:29

22 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Einmitt þetta er ekki auðvelt, þess vegna tel ég ráðstefnu með öllum aðilum, lögreglu, dómurum, heilbrigðisráðuneyti, sálfræðingum aðstandendum og fíklum og sjálfssagt hef ég gleymt enhverjum, vera grundvallaratriði til að menn geti leitt saman hesta sína og snúið bökum saman, fundið út hvað er alvarlegasta vandamálið, og hvað er raunhæft að gera.  Þarna yrði svo mótuð stefna til framtíðar. Og ég er viss um að ef okkur tækist þetta, myndum við geta orðið leiðandi í þessari baráttu fyrir aðrar þjóðir.  Ráðlagt og jafnvel tekið hingað aðila sem þurfa aðstoð.  Við myndum leggja okkar af mörkum til heilla fyrir marga.  Það er falleg hugsun.  Ég er nefnilega ekki alveg tilbúin að láta fara hjá garði alla mína sáru reynslu og angist í nær 30 ár.  Ég vil ekki vita að fleiri þurfi að glíma við það sama.  Það er komið nóg. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.7.2007 kl. 18:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 5
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 2022149

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband