27.7.2007 | 16:36
Gerfigras og gerfiblóm.
Ég minntist á það lauslega hér einhversstaðar að það væri maður að leggja gerfigras á lóðina hjá sér. Ég smellti nokkrum myndum af fyrirbærinu. Og ég er alveg viss um að fleiri koma á eftir honum. Fyrir Þá sem ekki kæra sig um að slá gras, eða hirða lóðina er þetta kjörin lausn. Og svo má setja plast pálma og silkirósir og allt viðhaldsfrítt.
Svona lítur þetta út, samt ekki alveg búið að ganga frá.
Sniðugt og auðvelt hehehe....
Annars er veðrið þungbúið og frekar kalt. Hér er stórt skemmtiferðaskip og fullur bærinn af erlendum túristaher.
Hjá mér er húsið fullt af barnabörnum hvað ætli þau séu mörg ..... Jú þau eru átta talsins. Vill til að taugarnar eru sterkar.
Nú þarf ég að fara að útbúa kakó það er ekki gefinn neinn griður hjá smáfólkinu.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 6
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 2022150
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 24
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þú ert alltaf svo dugleg með barnabörnin þín. hér er sól og yndislegt veður. Þetta eru flottar myndir hjá þér.
Kristín Katla Árnadóttir, 27.7.2007 kl. 17:00
Nú vantar bara upptrekkta fugla, plastflugur og gerfisól. Þá er það fullkomnað. Lítil tjörn úr plexigleri væri heldur ekki úr vegi. Ég held að fólk sé ekki með öllum mjalla, svei mér þá.
Jón Steinar Ragnarsson, 27.7.2007 kl. 17:01
Hehehe Jón Steinar, og ekki gleyma gerfiarninum þessum sem sýndur er í sjónvarpinu, svo má fá annað sjónvarp fyrir gerfigullfiskana
Takk Kristín Katla mín. Þegar maður er komin á þennan aldur, gerir maður sér grein fyrir þvílíkur fjársjóður þessar litlu elskur eru í raun og veru. Það er gott að heyra að þið hafið góða veðrið.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.7.2007 kl. 18:19
Jón Steinar sagði caabout það sem ég ætlaði að segja. Feikífeikífeik.
Jenný Anna Baldursdóttir, 27.7.2007 kl. 18:45
Merkilegt hvað sumir eru mikið fyrir gervi. Jæja, þeir ráða sér sjálfir. Fáum við ekki myndir af barnaskaranum?? hlýtur að vera stuð í kúlunni.
Ásdís Sigurðardóttir, 27.7.2007 kl. 18:58
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.7.2007 kl. 18:58
Við erum með smá gras og er kallinn alltaf að tala um að fá bara gervi gras á blettinn. Ég hef alltaf sagt nei en er það svo vitlaust. Hvar er þetta ef ég má spyrja?
Halla Rut , 27.7.2007 kl. 18:58
Alveg væri ég til í að vera með gervigras, hef því miður afskaplega lítið gaman að garðvinnu
Huld S. Ringsted, 27.7.2007 kl. 19:07
Jamm oft hefur maður nú sagt ,bara skella gerfi grasi eða malbika yfir þetta allt saman en ekki eina einustu sekúnu meint það
Solla Guðjóns, 27.7.2007 kl. 20:31
Hmmm ... gerfigras á lóðina já ... það held ég sé eitthvað fyrir mig. Aldrei að slá, aldrei að berjast við mosa, aldrei að bera á - og grænt allt árið. En ég er bara ekki viss um að konan sé sama sinnis og ég, en ég ætla samt að nefna þetta við hana, lauslega eins og í framhjáhlaupi.
Jóhannes Ragnarsson, 27.7.2007 kl. 22:07
Ásthildur, bara að minna þig á að þú ætlar að senda mér ljósmyndina flottu í betri upplausn á j.gud@simnet.is. Þó að hún sé pínulítið töff svona grófkornótt sem bakgrunnsmynd á skjánum mínum þá verður hún ennþá flottari í háskerpu.
Einn kunningi minn hefur líka beðið mig um að senda sér hana í háskerpu. Hann langar einnig að hafa hana sem bakgrunn hjá sér.
Jens Guð, 28.7.2007 kl. 00:25
Jamm ég skal afla upplýsinga um kostnað og slíkt. Ég hef ekki fordóma gagnavart gerfieitthvað, ef það er það sem fólk vill, alveg eins og ég segi við fólk sem hefur áhyggjur af mosa í lóðinni, þetta er bara spurning um afstöðu, hvað viltu gera ? Mosi er mjúkur og fallegur, en fólki hefur verið sagt að hann sé ekki æskilegur í lóðum, hver getur sagt um hvað er æskilegt og hvað ekki? Er það ekki okkar smekkur sem ræður ? Maður á að vera sjálfstæður og ákveða fyrir sig hvað maður vill, en ekki bara fylgja straumnum. Að hafa þor til að gera það sem maður vill, nákvæmlega eins og þessi maður. Hann vill gervigras og gerir það. Einhver vill eitthvað annað, og það er hans val. Í Guðanna bænum elskuleg lærið að gera það sem ÞIÐ sjálf viljið en ekki hlusta á aðra. Þið eigið ykkar eigið líf. Enginn annar, þið þurfið alltaf sjálf að standa frammi fyrir ykkar ákvörðunum. Enginn annar. Svo sýnið frumkvæði og gerið það sem þið viljið sjálf.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.7.2007 kl. 00:29
Jens minn ég skal gera þetta bara núna strax.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.7.2007 kl. 11:12
Aldrei að slá..... kostur
Óþægilegt að ganga á berfættur.... ókostur
Segi eins og þú Cesil mín, velji bara hver fyrir sig og sleppum öllum fordómum!
Eigðu góðan dag
Hrönn Sigurðardóttir, 28.7.2007 kl. 14:05
Þetta gervigras er örugglega mjög fín lausn fyrir mína ekkigrænu fingur. Þarf greinilega að setja þetta í nefnd
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 28.7.2007 kl. 14:07
Já þetta eru nefnilega fordómar skal ég segja ykkur alveg eins og fólk er skíthrætt við að láta sjá mosa í garðinum af því að því hefur verið sagt að það komi af vanhirðu. Af hverju ekki gerfigras eins og hvað annað, svo má hafa blóm í kerjum hér og þar.
Takk fyrir góðar óskir elskurnar Og sömuleiðis.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.7.2007 kl. 14:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.