Ferðin suður á bóginn.

Eins og þið hafið ef til vill tekið eftir sum ykkar a.m.k. hef ég verið fjarverandi.  Fór sum sé í ferðina sem við lukum aldrei við í síðustu viku. 

Þetta er eiginlega stubbasaga eins og þær gerast bestar.

Ferð til Rvíkur og Bára, Hanna Sól og Hildur Cesil. 012

Í upphafi ferðar, hér er sérkennileg birta yfir hestinum.

Ferð til Rvíkur og Bára, Hanna Sól og Hildur Cesil. 018

Og þessi sérkennilega birta var um allt djúpið. 

Ferð til Rvíkur og Bára, Hanna Sól og Hildur Cesil. 020

Eins og ég segi, gallerí himinn opinn og eins flottur og hann getur orðið.

Ferð til Rvíkur og Bára, Hanna Sól og Hildur Cesil. 025

Svona lítur húsið okkar út að innan, og gott fyrir stubba að fá sér epli.

Ferð til Rvíkur og Bára, Hanna Sól og Hildur Cesil. 026

Og þar sem átti að gera svo margt í ferðinni var eins gott að fjárreiður væru góðar og í lagi.  Jafnt skipt og svoleiðis.

Ferð til Rvíkur og Bára, Hanna Sól og Hildur Cesil. 030

Tjöld og vagnar voru af ýmsum gerðum í Laugardalnum, þetta kallaði ég kóngulóna.

Ferð til Rvíkur og Bára, Hanna Sól og Hildur Cesil. 034

Hér er svo samloka.

Ferð til Rvíkur og Bára, Hanna Sól og Hildur Cesil. 035

Náttúunnendur voru þarna líka auðvitað.

Ferð til Rvíkur og Bára, Hanna Sól og Hildur Cesil. 036

Ferð til Rvíkur og Bára, Hanna Sól og Hildur Cesil. 037

Sumir vilja lúxus....

Ferð til Rvíkur og Bára, Hanna Sól og Hildur Cesil. 038

Meðan aðrir láta sér nægja minna eins og bara er í lífinu.

Ferð til Rvíkur og Bára, Hanna Sól og Hildur Cesil. 045

Sumir vilja hafa þetta sértækt hehe...

Ferð til Rvíkur og Bára, Hanna Sól og Hildur Cesil. 039

Svo eru það náttúrulega dreyfbýlistútturnar að vestan.

Ferð til Rvíkur og Bára, Hanna Sól og Hildur Cesil. 049

Það var náttúrulega Húsdýra og ríkrafjöldkyldugarðurinn, það kostaði 1700 kr. á hvert barn, með dagmiða í öll tæki,  ekki fyrir einstæðar mæður eða aðra sem eiga ekki mikið í handraðanum.

Ferð til Rvíkur og Bára, Hanna Sól og Hildur Cesil. 055

Litlir snúðar spá auðvitað ekkert í það, heldur skemmta sér konunglega.  Þetta var náttúrulega vinsælast.  Fyrst þorðu stubbarnir ekki svo starfsmaður fór með þeim í fyrstu ferðina, þær urðu sex eða sjö. 

Ferð til Rvíkur og Bára, Hanna Sól og Hildur Cesil. 061

Svo var farið í bílaleik, engir smábílar þar á ferð.

Ferð til Rvíkur og Bára, Hanna Sól og Hildur Cesil. 064

Og í bátsferð.  Mikið fjör og mikið gaman.

Ferð til Rvíkur og Bára, Hanna Sól og Hildur Cesil. 069

Þessir eru í fríu fæði og húsnæði og njóta sín vel í góða veðrinu.

Ferð til Rvíkur og Bára, Hanna Sól og Hildur Cesil. 070

Laugardalurinn var ómissandi fyrir ömmuna, en stubbar höfðu meiri áhuga á geitungagildrum.

Ferð til Rvíkur og Bára, Hanna Sól og Hildur Cesil. 071

Þar taka brúðhjónin brúðarmyndirnar í fallegu umhverfi.

Ferð til Rvíkur og Bára, Hanna Sól og Hildur Cesil. 073

Svo var endað í tívolí, góður dagur að kveldi kominn.

Ferð til Rvíkur og Bára, Hanna Sól og Hildur Cesil. 074

Þetta er ógnvænlegt tæki svei mér þá og líkist innrás frá mars.

Ferð til Rvíkur og Bára, Hanna Sól og Hildur Cesil. 091

Daginn eftir var farið í Bláa Lónið, dóttir mín og fjölskylda var kominn í heimsókn ásamt austurrísku pari sem hafði komið með henni frá Vín.

Ferð til Rvíkur og Bára, Hanna Sól og Hildur Cesil. 092

Drengur í mosa.

Ferð til Rvíkur og Bára, Hanna Sól og Hildur Cesil. 098

Aðkoman að lóninu er mjög flott, en dýrt er það drottinn minn, 1800 kr. á manninn.  Ef til vill ekki mikið miðað við Fjölskyldugarðinn. 

Ferð til Rvíkur og Bára, Hanna Sól og Hildur Cesil. 126

Lítil dama, eitt af barnabörnunum. Ferð til Rvíkur og Bára, Hanna Sól og Hildur Cesil. 137

Gamla brýnið komið í fötin. 

Ferð til Rvíkur og Bára, Hanna Sól og Hildur Cesil. 146

Yndislegur staður og örugglega einstæður í veröldinni.

Ferð til Rvíkur og Bára, Hanna Sól og Hildur Cesil. 157

Og allt tekur enda, loks tókst að koma stubbunum uppúr lóninu.

Ferð til Rvíkur og Bára, Hanna Sól og Hildur Cesil. 162

Ólíkt er nú suðurlandið frá Vestfjörðum. Hvað eru fjöllinn ?

Ferð til Rvíkur og Bára, Hanna Sól og Hildur Cesil. 176

Það var grillað og svo léku börnin sér fram eftir kvöldi.

Ferð til Rvíkur og Bára, Hanna Sól og Hildur Cesil. 183

Yndislegar systur Heart Þær koma heim með ömmu og afa, og það verður spennandi að sjá Cesiljarnar tvær saman.

Ferð til Rvíkur og Bára, Hanna Sól og Hildur Cesil. 189

Við gistum svo í Stykkishólmi á frábæru tjaldsvæði. Sambærilegt við tjaldsvæðið á Táknafirði, en við gistum fyrstu nóttina á tjaldsvæðinu í Borgarnesi, ég tók enga mynd og ætla ekki einu sinni að segja meira en Djísús kræst,  eyðimörk algjör, alveg við þjóðveginn, ferðaklósett voru þar fjögur stykki en bara tvö virk.  Enginn vaskur nema einhver renna með nokkrum krönum af köldu rennandi vatni, það góða við staðinn var, að það virtist vera ókeypis.  En sundaðstaðan er góð í Borgarnesi.

Ferð til Rvíkur og Bára, Hanna Sól og Hildur Cesil. 222

Komin heim í faðm fjölskyldunnar, og þarna eru Cesiljarnar tvær sú rauða og sú bláa að hittast í fyrsta skipti.  Það var fagnaðarfundur. 

En ekki meira í bili elskurnar, því ég þarf að koma mat á borðið. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Frábærar myndir, ja það sem ég sé af þeim. Einhver tölvubilun hjá mér bara...ég var svei mér farin að sakna þín vestfjarðanorn

Ragnheiður , 26.7.2007 kl. 20:14

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sömuleiðis, ég var farin að sakna ykkar hér mín kæra hross.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.7.2007 kl. 20:20

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

LOKSINS, ég var búin að auglýsa eftir þér, var þvílíkt farin að sakna þín. Þetta hefur verið frábær ferð, æðislegar myndir.  Eru stubbarnir barnabörn?? fyrirgefðu vorvitnina, Cesilurnar eru mega dúllur. Gott að vera búin að fá þig inn í hringinn aftur.  knús vestur 

Ásdís Sigurðardóttir, 26.7.2007 kl. 20:24

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Ásdís mín, já stubbarnir eru barnabörn.  Þeir sömu og fengu að fara í fyrriferðina, og þess vegna tókum við þá báða með í seinni.  Það er gott að vera komin heim aftur og í góðan selskap hér. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.7.2007 kl. 20:52

5 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

yndislegar myndir Ásthildur mín ég er búinn að sakna þín mikið.

Kristín Katla Árnadóttir, 26.7.2007 kl. 20:56

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það er svo gott að heyra að manns er saknað  Það er sama sagan hér.  Þið voruð í mínum huga líka.  Og ég hugsaði, þetta hefðu þau gaman af að sjá, og svo var smellt af mynd.

Á morgun ætla ég að sýna ykkur frá lóð sem verið er að setja gerfigras.  Sá maður vill ekkert sláttuvesen eða arfadót.  Og þar verða sko pálmar og suðrænar jurtir. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.7.2007 kl. 21:55

7 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Skemmtilegar myndir og skemmtileg stubbasaga. Það er tímanna tákn að það eftirminnilegasta úr ferðinni er fjandans okrið.  Ég fatta ekki hvað þeir eru að pæla þarna hjá húsdýragarðinum. 

Jón Steinar Ragnarsson, 26.7.2007 kl. 22:38

8 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Alltaf jafn yndislegt að "lesa" myndirnar þínar.  Ég var farin að velta því alvarlega fyrir mér hvort þú hefðir verið brottnumin af álfum eða eitthvað?  Þessi börn eru hvert öðru fallegra.

Smjúts.

Jenný Anna Baldursdóttir, 26.7.2007 kl. 23:15

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk bæði tvö.  Ef ég einhverntíman hverf alveg, þá hef ég álpast inn í álfheima og ekki viljað koma til baka.

Ég var einmitt að hugsa það Jón Steinar hvort ekki kæmu fleiri og veltan yrði meiri ef þetta væri miðað við hina venjulegu fjölskyldu.  Ég hugaði um öll börnin sem missa af þessu svæði vegna þess að foreldrar hafa ekki efni á að bjóða þeim í þessa paradís.  Og svo annað er þetta ekki á vegum borgarinnar, hvernig stendur þá á því að það þarf að okra svona á fólki ?

Hvar er umhyggjan fyrir litlu fjölskyldunni þá ?

Ég var einmitt að hugsa um litlu Jenný, þegar skottan mín var að tala hún Hanna Sól, hún notar einmitt Errin sín, skrollar pínulítið svona rétt út af þýskunni, eða öllu heldur austurrískkunni.   En hún svissar hreinlega yfir, talar þýsku við erlendu gestina og svarar svo ömmu á harðri íslensku. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.7.2007 kl. 00:20

10 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Skemmtilegar myndir hjá þér eins og ævinlega Cesil mín.

Ekki ónýtt að hafa forstofuherbergi í útilegu.......

Hvar er fimmta síðasta myndin tekin? Í minni sveit? Komstu? Án þess að koma við hjá mér?

Hrönn Sigurðardóttir, 27.7.2007 kl. 01:07

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Myndin er tekin í Hoftúni rétt utan við Stokkseyri.  Dóttir mín og unnusti hennar, ásamt systkinum hans keyptu landið fyrir nokkrum árum og eru þar með hesta.  Ég hef sennilega verið að þvælast kring um þig Hrönn mín, en ég kom seint að kveldi og við vorum farin um fjögur leytið daginn eftir áleiðis heim. 

Það  hefði verið gaman að heilsa upp á þig og þann fjórfætta.    Lofa að gera það næst.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.7.2007 kl. 07:35

12 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Sýndist þetta.....

Hrönn Sigurðardóttir, 27.7.2007 kl. 08:21

13 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

takk fyrir ferðasöguna í bæði máli og myndurm. laugardalurinn svo gróðusæll, ísland er fallegt og fjölskrúðugt, ef dæma má eftir húsvagnatjaldabílasofagerðaplássi !

nú fer ég brátt af stað í mitt ferðalag ! hlakka mikið til

Alheimsljós til þín

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 27.7.2007 kl. 09:17

14 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

 húsvagnatjaldabílasofagerðaplássi  hehehe þetta hljómar eins og superkalifradsiglistigespialidósus.

Takk fyrir ljósið mín kæra.  Það er alltaf vel þegið.  Því fylgir ákveðin friður og vellíðan, svo ég sendi þér kærleika til baka

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.7.2007 kl. 10:08

15 Smámynd: Solla Guðjóns

Hææ!! Yndislegt að sjá Hestinn og gylltan sjóinn.Ég er alltaf jafn hugfanginn á leiðinni vestur þegar ég sé Djúpið opnast.Þú hefur keyrt farm hjá Eyri í Skötufj.Við eigum bústaðinn sem er utar í firðinum nær Hvítanesi.

Gaman og spes að sjá ferðalanga-gisti-flóruna

Stubbalingarnir greinilega að fíla þetta allt saman í tætlur..já þetta er okur ..vissi ekki að væri svona dýrt á þessum stöðum

Falllegar litlu nöfnurnar þínar.

En já verið ykkur að góðu þó seint sé.

Faðmlag vestur.

Solla Guðjóns, 27.7.2007 kl. 11:01

16 Smámynd: Laufey B Waage

Ég hefði viljað vita hvenær þú varst í Laugardalnum, þá hefði ég hjólað þangað inn eftir. Ja eða boðið þér í kaffi í rauða húsið við hafið. Við hefðum líka getað hist á útikaffihúsi í blíðunni. Kannski verðum við meðvitaðri næst þegar þú kemur suður.  

Laufey B Waage, 27.7.2007 kl. 11:32

17 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Laufey ég lofa að láta vita af mér næst.  Þá gerum við eitthvað skemmtilegt eins og að tala um hina gullnu gömlu daga í LL.  Eða bara um það sem bíður okkar í framtíðinni. 

Ollasak mín.  Ég hef séð nokkra sumarbústaði þarna, er það nálægt bænum sem brann, hét hann ekki Brekka eða eitthvað álíka.  Takk fyrir faðmlagið og knús til þín líka. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.7.2007 kl. 12:16

18 Smámynd: Huld S. Ringsted

flottar myndir og velkomin heim aftur

Huld S. Ringsted, 27.7.2007 kl. 15:53

19 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Huld mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.7.2007 kl. 16:29

20 Smámynd: Solla Guðjóns

Því miður þá var það gamli bærinn á Eyri sem brann fyrir nokkrum árum og misstum við mikið af eldgömlum munum.Gömlu dúkkuna mína og dúkkulísurnar mínar svo eitthvað sé nefnt.

Solla Guðjóns, 27.7.2007 kl. 20:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 8
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 2022152

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband