Harrý Potter og leyndarmálið mikla.

Já ég er einlægur Harrý Potter aðdáandi, en er þetta ekki orðið aðeins of mikið tilstand í kring um eina bók ?  Einhverjir geta ekki beðið og selja "bara nokkrar" bækur svona af því bara hehe.... Og svo hafa nokkrir aðrir fengið bókina "óvart" og þeir beðnir um að opna hana ekki fyrr en á föstudag.  Ef þetta er ekki mesta sölutrykk aldarinnar  þá veit ég ekki hvað.  Ætli það komi svo ekki fleiri á eftir.  Þráin Bertelsson með splunkunýja bók, og það má ekki byrja að selja hana fyrr en kl. 13.00 laugardaginn 22. desember.  Og enginn má segja frá hvernig hún endar fyrr en allir hafa keypt sér eintak.  Hver og einn verður að lofa því að steinþegja um endalokin.  Tounge

Þetta er orðið meira leyndó en skjöl frá Pentagon og allri leyniþjónustu Bandaríkjanna, sem gubbast upp svona af og til.

Ja hérna hér ég segi nú bara eins og forðum; Er þetta hægt Matthías ? 


mbl.is Kærur lagðar fram vegna sölu nýju Harry Potter bókarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Já þetta er nú meira leyndóið.

Kristín Katla Árnadóttir, 19.7.2007 kl. 10:31

2 Smámynd: Huld S. Ringsted

hehe dóttir mín er alveg að farast úr spenningi af því að "höfundurinn sást koma með tárin í augunum eftir að hafa lokið við bókina", ég er alltaf að reyna að segja henni að þetta sé bara sölutrix og núna nýjasta að enginn megi segja frá endinum!! þessi kona hefur nokkuð öfluga markaðsfræðinga sér við hlið

Huld S. Ringsted, 19.7.2007 kl. 10:56

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Flott markaðsetning.   Einfalt mál.  Er ekki kominn tími á að kíkja yfir?

Jenný Anna Baldursdóttir, 19.7.2007 kl. 10:59

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jú ég er einmitt að leggja í hann á eftir, verð í Laugardalnum í gamla pallhýsinu mínu

Ég er líka þrælspennt yfir bókinni Huld.   Og stubburinn getur ekki beðið eftir að sjá myndina.  Það er allt hægt þegar maður er svona ríkur.  En það er svolítið gaman að þessu öllu saman, svona í gúrkunni.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.7.2007 kl. 11:04

5 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Aldrei komist inn í Harry Potter - of mikið eitthvað......

....óraunverulegt er líklega orðið sem ég er að leita að

knús

Hrönn Sigurðardóttir, 19.7.2007 kl. 12:58

6 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Ég byrjaði að lesa þessar bækur fyrir allmörgum árum, áður en allt varð vitlaust, og fannst þær stórskemmtilegar. Hef síðan lesið allar bækurnar og séð allar myndirnar. Og ég ætla meira að segja að kaupa síðustu bókina á fyrsta degi. Ég er að vona að veðrið verði frábært svo hægt sé að liggja á ströndinni og lesa, en því miður er rigningu spáð.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 19.7.2007 kl. 16:29

7 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Hef hvorki séð né lesið. Ég og húsbandið höfum undrað okkur á þessari frétt um að konan hafi grátið við lok skriftar bókarinnar, ótrúlegt að hafa þann hæfileika til skrifa að vita sjálf ekki endirinn fyrr en hann kom.   æ smá djók, þetta eru örugglega geggjaðar bækur.

Ásdís Sigurðardóttir, 19.7.2007 kl. 21:21

8 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég var nú ekki lengi að googla endinn á þessari nýju bók, enda er ég enginn sérstakur aðdándi og spillti því ekki eftirvæntingu minni með því.  Nokkrir hakkarar voru búnir að komast inn á tölvur Bloomsbury útgefandans og komast yfir eintak af bókinni.  Þetta voru öfga kristnir piltar, sem að sagðri hvatningu og vegna áhyggna Benedikts Páfa vildu eyðileggja fyrir aðdáendum og hjálpa til við að forða ungviði jarðar frá heiðni og galdratrú.  Jamm...trúin lætur ekki að sér hæða og rannsóknarréttur Katólskunnar er enn að störfum, þó undir öðru heiti sé og var einmitt téður Benedikt yfirmaður þeirrar deildar áður en hann varð Páfi.

Ég ætla ekki að segja neitt.  Ýmislegt sorglegt skeður en....

Jón Steinar Ragnarsson, 20.7.2007 kl. 01:07

9 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

ég vissi hreinlega ekki að það væri að koma ný bók, eitthvað er ég að sveitast of mikið hérna í sveitinni. hlusta þó af og til á útvarp. heyrði í gær að minnst á var harry potter bók, en var viss um að þeir hefðu mismælt sig og meint bíómynd. hef séð allar myndirnar, en ekki lesið bækurnar.

les bara margt annað svo gott svo gott.

sólarkveðja héðan frá lejre

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 20.7.2007 kl. 07:23

10 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Talandi um bull í sambandi við bækur, hef ég aldrei skilið tilstandið í kringum; Biblíuna, Kóraninn, Kommúnistaávarpið, Mein Kampf, Rauða Kverið... etc.

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 20.7.2007 kl. 10:25

11 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Klukkleikurinn. Klukk, klukk. Svo bloggar þú 8 staðreyndir um sjálfa þig og klukkar svo einhverja aðra.

Kolbrún Baldursdóttir, 20.7.2007 kl. 11:11

12 Smámynd: Solla Guðjóns

Ég hef nú bara hvorki séð mynd né lesið nokkra af þessum bókum......líkleg vegna þess að þegar þetta Harry potterdæmi var að byrja fyrir einhverjum árum þá var dótir mín svo taugaveikluð að hún gat ekki horft á neitt í þessum dúr.

Knús vestur

Solla Guðjóns, 20.7.2007 kl. 23:56

13 Smámynd: Karl Tómasson

Þessi Potter er eflaust flottur en ég held samt að mér finnist þær ljósmyndir sem þú hefur byrt með færslum þínum flottari.

Bestu kveðjur frá Kalla Tomm úr Mosó.

Karl Tómasson, 21.7.2007 kl. 01:24

14 Smámynd: Ester Júlía

Ég þori varla að segja það ... en mér finnst Harry Potter leiðinlegur .  Iss..þetta er bara vel markaðsett, höfundur ætti að fá verðlaun fyrir markaðsetningu ef hún er þá ekki búin að því.  ÞVÍLÍKT FJAÐRAFOK yfir einni bók!  

Ester Júlía, 21.7.2007 kl. 09:49

15 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Frá Harry Potter yfir í klukk. Á ekki alveg eftir að klukka þig Ásthildur mín. Geri það hér með, klukk klukk.

 Þú skrifar 8 staðreyndir um sjálfa þig sem ekki eru öllum ljós og klukkar svo einhverja aðra.

Kolbrún Baldursdóttir, 21.7.2007 kl. 11:37

16 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Fyrst þú ert aðdáandi Harry Potter, Ásthildur, er ef til vill ekki rétt að benda þér á það sem ég hef bloggað um þann dreng.

Jóhannes Ragnarsson, 23.7.2007 kl. 12:57

17 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Fyrst klukkið Kolbrún mín.  Meðtek það og reyndar var ég ein af þessum fyrstu sem var klukkuð svo það er ef til vill komin tími á mig aftur. 

1. Ég á mjög erfitt með að eyða lífi, hvort sem það er í Fánaríki, flóruríki eða hryggleysingjar.  Ég týni upp ánamaðkana eftir rigningu og set þá út í kantinn svo það sé ekki ekið yfir þá.  Bjarga hunangsflugum og geitungum upp úr tjörninni (en ekki lúsum og húsflugum) 

2.  Svo þar með sannast að ég er rasisti.  Geri upp á milli flugna.

3. Ég er með vefjagigt, sem ég hef haldið niðri yfir 20 ár með lýsi. 

4. byrjaði að spila á gítar þegar ég var 12 ára og stofnaði stelputríó sem skemmti á allskyns skemmtunum í mörg ár. 

5. Er hrædd við tilfinningar hjá öðrum eins og öfund og hatur, tel að það geti skaðað mann að einhver beri til manns slíkar kenndir. 

6. Hef samt lært að verja mig fyrir slíkum sendingum, sem betur fer.

7. Á orðið erfitt með að beygja mig, og þarf örugglega að fara að þjálfa mig.

8. En er sennilega orðin of löt. 

Klukka Saumakonu, gylfigisla, sparki, merlin, huldaklara, skaftie, jonmagnússon, jakobk. Klukk klukk. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.7.2007 kl. 10:11

18 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Karl minn, þetta var fallega sagt.

Er að fara að skoða Jóhannes minn.

Er annars búin að vera að þvælast suður í borg óttans, tók aftur með mér stubbana sem voru með síðast þegar allt fór í handaskol.  Tók fullt af myndum og ætla að segja ykkur svolítið frá ferðinni.  Takk öll fyrir að tjá ykkur hér.

Auðvitað MÁ láta Harry Potter fara í taugarnar á sér.   Mér finnst reyndar þessi fyrrum einstæða fátæka móðir hafi hitt naglann á höfuðið, að vera orðin ríkari en drottninginn.  Þetta er svona öskubuskuævintýri fyrir framan augun á okkur, og sum okkar jafnvel eigum þátt í ævintýrinu.  Er það ekki svolítið magnað, ef maður spáir í það frá þeim sjónarhóli?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.7.2007 kl. 10:28

19 Smámynd: Jón Magnússon

Ásthildur hvað er klukk. Ég er svo frumstæður bloggari að ég veit ekki hvað það er.

Jón Magnússon, 25.7.2007 kl. 11:33

20 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

gaman að sjá þig.....

knús

Hrönn Sigurðardóttir, 25.7.2007 kl. 12:14

21 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk sömuleiðis Hrönn mín.

Jón minn klukk er svona leikur sem er búin að ganga hér á blogginu um tíma.  Maður er klukkaður, og þegar maður fær svona klukk, þá sendir maður 8 öðrum klukk, segir átta hluti um sjálfan sig sem fáir vita um.  Og birtir síðan klukk yfirlýsingu á blogginu þínu hehehe flott innan um alvarlegar vangaveltur í pólitíkinni, smá léttmeti, telur upp þá sem þú klukkar og klukkar þá svo á þeirra heimasíðum.  Þetta er bara svona til gaman gert.  En þetta er samt smá svona vinaleikur, að tengjast fólki á annan hátt.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.7.2007 kl. 13:20

22 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Jón Steinar Ragnarsson, 25.7.2007 kl. 14:36

23 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Vá takk Jón Steinar minn hehehe, en gaman að fá svona fallega kveðju. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.7.2007 kl. 17:09

24 Smámynd: Solla Guðjóns

Já gott að þú ert komin úr borginni....var að setja inni myndir hjá mér frá ættarmóti afkomenda Nonna og Veigu,kannski kannast þú við einhvern

Solla Guðjóns, 25.7.2007 kl. 23:15

25 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Skoða það núna rétt á eftir Ollasak mín.  Þarf að skjótast og kaupa afmælisgjöf svo stubburinn komist í afmæli. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.7.2007 kl. 11:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.9.): 7
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 45
  • Frá upphafi: 2021764

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband