Dýrin mín stór og smá, flóra og fána. Skordýr og aðrir fuglar.

Jamm dýrin mín stór og smá.  Ég held að ég hafi séð maur ég get svarið það.  Ég þekki þetta dýr ekki fyrir annað.  Nema hann var með vængi.

IMG_6452

IMG_6455

IMG_6456

Hvað haldið þið ?

 

Annars sat ég í sólinni í dag og virti fyrir mér iðandi bíflugur og geitunga.  Reglulega gaman að fylgjast með þeim.  Greinilega fannst þeim varablómin best, kattarblómið og Laminum.  Þar var iðandi kös allt í einum graut, bíflugur og geitungar.

 

IMG_6467

Þessi er barn einnar drottningarinnar sem ég bjargaði í vor upp úr tjörninni.

IMG_6472

Þessi er líka flottur, einnig sá ég minni geitung eða vespu, sem var eins og með þyrluspaða. Náði ekki mynd af henni, hún var svo snögg.   En svo var líka þessi tígulmunstraði, en þá var ég ekki með myndavélina, ég held að hann sé grimmastur, sú elska.  En hann þvældist bara í kring um mig og fór svo burt.  Ég beið heillengi eftir að hann léti sjá sig aftur.

 Hænurnar mínar eru líka flottar.

IMG_6474

Þetta er dverghaninn, hann neitar að pósa nema svona framan frá, því tíkin Ísold nagaði af honum fallega stélið.  Honum varð svo mikið um að hann lá i varpkassanum í nokkra daga, en hann er að taka gleði sína aftur. 

IMG_6475

 

Þessi er náttúrlega með allt sitt stél og stolt í lagi.

IMG_6476

Og eggin eru bragðbetri en búðaregg.  Miklu betri sko.  hehehe...

IMG_6477

Notalegt að vappa frjálsar í sólinni og ná sér í snigil eða orm.

Brandurflottur

Þið hafið áður kynnst Brandi bílastæðaverði.  Hér lítur hann ábyrgðarfullum augum á ykkur, til að vita hvort þið hafið parkerað vitlaust.  LoL

IMG_6479

Sum blóm eru bara flott ekki satt. fyllt sporasóley í sínu fegursta skarti.

IMG_6481

Og rauðtoppurinn Fremri Stekkur skartar hér líka sínu fegursta. 

IMG_6486

Vestmannaeyja Baldursbráin er ekki sem verst heldur.

IMG_6487

Og þessi hreina hvíta drottning blómanna.

IMG_6498

Elínor ber hér við himin með sína fallegu klasa.

IMG_6499

Gullregnið gefur ekkert eftir með sitt blómaskrúð.

IMG_6500

Lambarunninn er að blómstra, hann á ekki að geta þrifist hér fyrir vestan að mati sérfræðinga, en hann er nú samt hér og blómstrara eins og ekkert sé.  Bræður hans Bersarunninn og Úlfarunninn blómstra líka fel og fallega.

IMG_6501

Blóðrifs hér i sínu fallega skrúði.  Og bak við það en sést ekki er svo hunangsviður, sem er að verða þakin í berjum. 

Þetta er nú sumarið hér í hnotskurn elskurnar.

Á morgun fer ég á smáferðalag til Rvíkur en verð komin aftur á mánudagskvöld.  Sé ykkur vonandi hress og kát.  En þangað til hafið það gott.  Kíki auðvitað á ykkur af og til Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Takk fyrir myndir og þetta er örugglega maur.  Hverju ertu að starta þarna í kúlunni kona?  Mauraþúfu?  Góða ferð til borgarinnar.

Jenný Anna Baldursdóttir, 12.7.2007 kl. 21:34

2 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Hvar var þessi maur að skríða eiginlega?? Á hverjum?

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 12.7.2007 kl. 22:16

3 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Takk Fyrir þessar fallegu myndir Ásthildur mín en með geitung er ég hrætt við

Kristín Katla Árnadóttir, 12.7.2007 kl. 22:25

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Hamingjan er greinilega í kúlunni þinni. Gaman að þessum myndum, eiginlega bara mega gaman, frábærar. Góða ferð í geðveikina og farðu varlega.

Ásdís Sigurðardóttir, 12.7.2007 kl. 23:08

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk elskurlega, jamm það er spurningin hverju ég er að starta þarna  Hef ekki séð maur áður hér á landi, nema eina málverju, og einn málverja.

Maurinn er að skríða á hönd mannsins míns, hann var að hjálpa mér að taka mynd af skepnunni, og setti hann á handlegginn á sér, alltaf jafn hjálpsamur þessi elska.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.7.2007 kl. 23:37

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Fallegar myndir.  Saknaði þess samt að sjá ekki portrett af Prakkaranum.  Þetta er hörkumyndavél, sem þú ert með. Maura hef ég ekki séð hér á landi heldur en það er töluvert af þeim á norðurlöndum.  Ísland er víst orðinn vinsæll áfangastaður hjá norðurlandabúum, svo hví skildu maurarnir ekki fylgja trendinu.

Jón Steinar Ragnarsson, 13.7.2007 kl. 00:01

7 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Flottar myndir! Elínor? er það sírena?

Fékkstu einhverntíma nafnið á blóminu sem þú varst að spyrja um í vor?

Passaðu þig á reykvíkingum, þeir eru skæðir

Hrönn Sigurðardóttir, 13.7.2007 kl. 00:43

8 Smámynd: Solla Guðjóns

Glæsilegt þetta.Ef ég væri hæna  ooooo svo flottur haniVonandi er þetta eini maurinn hérlendis.....mér finnst ferlega gaman að fylgjast með maurum en þoli þá alls ekki skríðandi um allt...fannst samt frekar fúlt að vera smúla þá í burtu síðast þegar ég var á Spáni.

Solla Guðjóns, 13.7.2007 kl. 02:20

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég reyndi áðan að ná mynd af prakkaranum, en hann lét eins og flón, vildi alls ekki að tekin væri mynd, meiri prakkarinn.

Jamm ég held að maurinn hafi verið með litla ferðatösku og visakort

Elínor er fagursírena Hrönn mín.  Já ég fékk það reyndar frá einum bloggvini, en mamma hennar þekkti það.  Postulínsblóm heitir það og er blendingur milli tveggja tegunda. Það var virkilega gott að fá heitið.

Ég er mjööööööööööö ánægð að þú er kvenmaður en ekki hæna Ollasak mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.7.2007 kl. 09:15

10 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Ooooooooo mér er ekki neitt voðalega vel við flugur, en reyni þó að hunsa þær  Mjög skemmtileg myndasyrpa hjá þér eins og alltaf. Knús

Margrét St Hafsteinsdóttir, 14.7.2007 kl. 00:58

11 Smámynd: Solla Guðjóns

Hahaha hva villt'ekki að ég reyni við hanann

Solla Guðjóns, 14.7.2007 kl. 03:46

12 Smámynd: Halla Rut

Flottar myndir og alveg rétt "vilt" egg eru miklu betri en búðaregg.

Halla Rut , 15.7.2007 kl. 02:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 8
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 2022152

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband