Á Flateyri er margt að gerast.

Jæja þá er aðeins smá hlé hjá mér.  Er búin að vera á kafi á Flateyri að stjórna her veraldarvina í útplöntun á trjám í minningargarð um þá sem létust í hinu hryllilega snjóflóði fyrir nokkrum árum.  Flateyringar hafa rifið sig upp, og horfðu bjartsýnir fram á veginn, þegar nýjasta áfallið reið yfir, nú vita þeir ekki alveg hvað þeir þola af stjórnvaldsaðgerðum.  En þarna eru kempur sem eru ákveðnar í að halda áfram.  Ég finn samt reiðina út í stjórnvöld, fyrir niðurskurðin á þoskveiðum.  Vegna þess að sú viðmiðun sem er miðað við er algjörlega óábyrg og mjög umdeild.  Að setja fólk í þessa aðstöðu er hreint brjálæði, og þeir sem eru ábyrgir skulu fá að axla þá ábyrgð.  Hvort sem þeir heita Geir H. Haardi, Ingibjörg Sólrún eða Einar Kr. Guðfinnsson.  Þeirra verður skömmin.

 

En það er svo sem margt að gerast þarna.  Sérstaklega vegna þess að þar hafa komið duglegir einstaklingar og ýtt hlutunum áfram.  Guðrún Pálsdóttir komst í samband við spænskan mann, sem hefur unnið með Veraldar vinum.  Þau í sameiningu unnu að því að fá hóp á Flateyir, sem hefur verið að vinna ýmiss verkefni þar til fegrunar.

En þar má líka sjá þjóðverja spranga um, og ég sá fararstjóra ganga um og setja frá sögu Flateyrar.  Það er hamhleypan Elías Guðmundsson sem dregur þjóðverjarna til Flateyrar og Suðureyrar í veiði.  Þetta er mikil lyftistöng fyrir þorpin bæði.  Og allir eru ánægðir, ekki síst þeir sem koma til að veiða.  Þeir dvelja í viku, og fara á sjó, og skoða svo það sem hér er sérstakt.  Ég tók tvo þeirra upp í bílinn í gær, þeir voru á puttanum á leið til Ísafjarðar, þeir voru yfir sig hrifnir af þessu.  Þeir sögðu mér að í þýskalandi hefði rignt stanslaust núna í þrjár vikur, og þar væri 14°hiti, sem er mjög lágur hiti í Evrópu, sérstaklega á þessum tíma.  Það er nefnilega ekki sami hiti og 14°hér.  Þeir voru með kort af city Ísafjörður, og ég ók þeim niður á turist information in city center hehehehe.....

 

IMG_6418

Þetta er Önundarfjörður og Flateyrin þarna í baksýn.  En dulúðugt mistur liggur góðlátlega yfir fjöllunum og bænum.

IMG_6436

Hér erum við komin aðeins nær.   Skemmtilegur skúlptúr.

IMG_6419

Og hér er lundurinn hennar Söru vinkonu okkar og fjölskyldu hennar, en þau eru ættuð frá Flateyri, og settu þennan lund upp fyrir nokkrum árum.  Þarna eru myndarleg reynitré og aðrir runnar, mjög þrifalegir, en þyrfti að hreinsa í kring um þá.

IMG_6421

En Flateyringar eru að fá gerfigras sparkvöll, og hér eru vaskir menn að vinna í undirbúningsvinnu við það verk.

IMG_6422

Maður er búin að gleyma að það sé til aðrar myndir af Ísafirði en svona.

IMG_6425

Bílasstæði kúlunnar er fullt, og allir komnir heim úr vinnu.  Þarna sést Brandur bílaststæðavörður.  Honum finnst gott að liggja í skugganum undir þessum rauða. 

IMG_6435

Hér eru blómarósir í njólastóði.  Ekkert smáræði af njóla þarna. 

IMG_6439

Þessa fjölskyldu rakst ég á á leiðiinni til Flateyrar.  Foreldrar með tvíbura á leið í sund.

IMG_6440

Ekta afaknús.  Minn var ekki alveg sáttur, hann er nefnilega í vinnu frá 10 - 12.  En vill fá kaffitíma.  Afi sagði honum að það væri enginn kaffitími milli 10 og 12.  Og af hverju ræður þú mig þá í vinnu á þeim tíma sem ekki er kaffitími spurði stubburinn.  Já það er auðvitað alveg satt sagði afi.  á morgun byrjar þú klukkar níu og vinnur til 11, þá er kaffitími tuttugumínutur í tíu til tíu.  LoL

Sumsé mikið látið eftir þessum pilti.

IMG_6441

Þrjár skýjamyndir. 

IMG_6442

Þessi eiginlega flottari.

IMG_6444

Hugsið ykkur hve fallegt þetta er sem við höfum fyrir augunum, alveg ókeypis.  Og margar útgáfur.  Bara að njóta augnabliksins, því eftir smástund er allt orðið breytt og nýjar myndir komnar í staðin. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Égelska bloggið þitt..hér sit ég eftir lestur morgunsins með íslenskt fjallaloft í lungum og krækiberjalyng í hárinu. Og held út í daginn, alíslensk innra með mér með fallega landið í hugskoti mínu og faðma enskar hundrað ára eikur. Fullkomið bara!!!!

Thank you very much Miss ásthildur

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 12.7.2007 kl. 09:39

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hrönn Sigurðardóttir, 12.7.2007 kl. 10:17

3 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Kristín Katla Árnadóttir, 12.7.2007 kl. 12:24

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Takk Ásthildur alltaf svo fallegt bloggið þitt

Jenný Anna Baldursdóttir, 12.7.2007 kl. 12:30

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Mikið eru svanahjónin yndisleg, eins og allar aðrar myndir hjá þér. Mér finnst gott hjá stubbnum að vilja kaffitíma, þá getur hann æft sig í að nota þann tíma vel og byrja svo aftur 10, hann er greinilega að spá í sjálfsaga. Upprennandi snillingur eins og amma hans.

Ásdís Sigurðardóttir, 12.7.2007 kl. 13:40

6 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Sæl Ásthildur,

ég hef áhyggjur af sjómönnum og öðrum sem vinna í tengslum við fiskveiðar á stað eins og t.d. Flateyri. Hvernig heldur þú að þetta fari, munu ekki staðir eins og Flateyri leggjast í auðn ef kvótaskerðing verður árum saman?

Gunnar Skúli Ármannsson, 12.7.2007 kl. 14:54

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk elskurnar þið eruð öll ljúf.  Jamm stubburinn veit hvað hann vill. Og auðvitað á Jóhönnulundur að vera fínn.  Katrín mín, veistu að það gleður mig ef ég get sent einhverjum bita af þessari dásemd sem landið okkar er.  Annars takk öll.

Annars er verið að spyrja eftir þér á Málefnunum Málfríður Magnúsdóttir. sjá hér

http://www.malefnin.com/ib/index.php?showtopic=100438 og reyndar á fleiri stöðum.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.7.2007 kl. 14:55

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég er hrædd um þaða Gunnar Skúli.  Ég var að ræða við einn útgerðarmanninn, eiginlega þann eina sem er eftir á Flateyri, hún og hennar fjölskylda ætla að reyna að þrauka, en hún sagði við vitum ekki hvernig við förum að, man ekki töluna, en þau misstu mikið 17 tonn af 37 ef ég man rétt, og hvernig eigum við að lifa á því ? spurði hún.  Það virðist vera nægur fiskur í sjónum, af hverju byrja þeir ekki á kvótasvindlinu, botnvrörpuveiðunum alveg upp við landsteina, og slíku áður en þeir fara að hrófla við vistvænni veiðum.  Og ég tek í þann streng.  Þetta eru eins og hálfvitar þvi miður stjórnvöld, ef að Geir H. Haarde og Ingibjörg Sólrún eru orðin helstu ráðgjafar í kvótamálum, þá fer virkilega um mig hrollur, verð að segja það.  Það er sagt að þau hafi tekið ákvörðunina fyrir Einar Kr. og sagt honum að ef hann yrði ekki stilltur, þá biði hans annað en ráðherraembætti.  Ef þetta er svo, þá er það hitt þó heldur falleg byrjun á þessu stjórnarsamstarfi. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.7.2007 kl. 15:00

9 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Því miður er upplifun mín að þetta snúist um ískalda hagfræði. Rústa smáfyrirtækjunum til að efla nokkur stórfyrirtæki. Allt í nafni hámarksgróða. Hámarksgróði er gullkálfur nútímans, hann réttlætir allar gjörðir vorar. Ég er bara svo vitlaus og rómantískur að mér finnst það gróði að sjá fólk gera út frá minni plássum, sjá um sín litlu fyrirtæki sjálft, vera að sýsla og þess háttar. Ekki vera að flýta sér að vera ríkasta líkið í kirkjugarðinum, lífið hefur upp á svo margt annað að bjóða.

Gunnar Skúli Ármannsson, 12.7.2007 kl. 22:30

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

100 % sammála þér á allan hátt.  Spurningin er hvernig getum við breytt þessu ? það eru málefni morgundagsins.  Það eru margir sem munu fylgja, en það þarf eldhuga til að velta þúfunni.  Það er málið. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.7.2007 kl. 23:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 2022150

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband