Það skyldi þó aldrei vera.

 Bruni við Grettisgötu 57 í gær og við Laugaveginn í fyrra dag, óttast var um útigangsmenn á Grettisgötu í gærkveldi er fyrirsögn hjá Fréttablaðinu.  Mér er sagt að það hafi líka verið autt hús á Laugaveginum, þar sem útigangsmenn hafa haldið sig. Getur það verið að óprúttnir byggingarverktakar, eða fjármögnunaraðilar séu þarna að verki, til að næla sér í ódýrari lóðir ?Ég hef heyrt af ótrúlegum viðskiptum á húsum við 101 Reykjavík.  Og ég skora á yfirvöld að rannsaka þessa eldsvoða með það fyrir augum hvort það geti virkilega verið að hér sé um að ræða fólk sem er að hygla sjálfum sér, með því að fá einhverja til að kveikja í, svo þeir geti keypt lóðir ódýrara en ella til að byggja á, helst að komast yfir sem flest hús til að breyta þessu svæði í háhýsabyggingar.Eins og ég sagði hef ég heyrt að svona sögur af því að óprúttnir aðilar sækjast eftir að kaupa hús inn í 101 hverfinu og nágrenni, þar setja þeir svo inn fólk sem er alkólistar, eða fíklar, eða bara ekki í húsum hæft, og fæla þar með aðar húseigendur í burtu, geta keypt íbúðirnar ódýrari vegna þess að um leið og einhver vandræði eiga sér stað, lækkar íbúðaverðið.  Sorrý hér eru ekki fordómar á ferð gagnvart fólki sem á við félagsleg vandræði að etja, heldur einungis spurningu um hvort hér eigi sér stað skipulögð herferð til að ná undir sig eignum á sem ódýrastan hátt.  Mér finnst allt í lagi að velta upp þessari spurningu, og vil gjarnan vita hvort það hafi hvarflað að einhverjum sem ræður ríkjum að svona lagað geti átt sér stað ?Getur það verið að fólk sem er algjörlega hjartalaust eigi það til að nýta sér þannig neyð fólks til að fá sér fleiri krónur í vasann. 

Ég tek það fram að ég veit ekkert um þetta, en segi bara þar sem er reykur þar er oftast eldur.  Og okkur ber að rannsaka málið ef við sjáum einhversstaðar reyk.  Ekki satt?

Spyr sem ekki veit. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Það kom fram í fréttum að þeir nánast ganga út frá því sem vísu að þetta hafi verið íkveikja.  Ekkert rafmagn var á húsinu.

Jenný Anna Baldursdóttir, 11.7.2007 kl. 19:44

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Grunsemd þín er eðlileg. Ég hugsa svona stundum líka. Það er ekki allt opinbert í 101 því miður.

Ásdís Sigurðardóttir, 11.7.2007 kl. 19:50

3 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Ég segji eins og Jenný það kom í fréttun þetta hafi verið íkveika.

Kristín Katla Árnadóttir, 11.7.2007 kl. 19:52

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Miðað við það sem vinur minn sagði mér um ágirnd byggingarverktaka og fjárfesta á húsum í miðbænum, kæmi mér ekkert á óvart að þeir ættu þarna hlut að máli.  Þeir nota aðferðir Ísraela til að kaupa upp heilu hverfin.  Kaupa eitt hús, og setja þar inn fólk sem skemmir út frá sér, svo að íbúðirnar lækka í verði og fólk vill selja.  Og svo þegar þeir hafa náð undir sig góðum slatta af húsum þá vilja þeir rífa þau og byggja stórhýsi.  Þetta er ömurleg þróun ef satt er.  Og ekkert nema peningagræðgi sem engu eirir.  Þetta þarf að skoða og stoppa.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.7.2007 kl. 20:40

5 Smámynd: Ragnheiður

KLUKK!

Ragnheiður , 11.7.2007 kl. 21:07

6 Smámynd: Solla Guðjóns

Klukk

Þetta er hrillingur ef rétt er...annars kemur fátt orðið á óvart.

Solla Guðjóns, 11.7.2007 kl. 23:19

7 Smámynd: Halla Rut

Ég vil ekki trúa þessu en grunsamlega brennur mikið þarna niður í bæ. Ég sakna svo sem ekki þessara húsa en ekkert er eins óútreiknanlegt eins og eldur og vona ég að engin sé svo gráðugur að hann taki áhættuna.

Halla Rut , 12.7.2007 kl. 00:02

8 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

ég bjó viðGrettisgötu 36 í tæpt ár eftir að ég flutti til baka til Íslands eftir 8 ára Evrópudvöl, og allir voru rólegir.  Helgarnar voru skrautlegar , en það voru ekki nágrannar, heldur aðkomufólk!....þetta er eitthvað alveg nýtt!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 12.7.2007 kl. 02:18

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já sá sem sagði mér frá, sagði að þetta væri nýtilkomið.  En svo greinilegt.  Ég veit ekki meira um þetta mál.  En það er allt í lagi að skoða hvort þetta á við einhver rök að styðjast. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.7.2007 kl. 07:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 5
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 2022149

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband