Að kolefnisjafna af hugsjón.

Þessi dagur er eins og aðrir góðir sumardagar.  Dagurinn byrjaði með því að góður vinur okkar droppaði við í morgunkaffi eða þannig, reyndar drekkur hann bara te.

IMG_6201

Það var nú ekki amarlegt, og við fengum ferðasögu beint í æð, frá Kína og Tíbet, svo ljóslifandi að það var eins og við hefðum fengið að fara með í ferðina.  Hann var hér að skoða Act alone hátíðina, en annars kemur hann alltaf við í morgunmat, þegar hann kemur með konsert og er alltaf gleðigjafi.

IMG_6203

Nýtt sjónarhorn hjá mér.

Reyndar höfum við hjónin verið að planta trjám undanfarin ár, og í dag eftir að Hörður fór, fórum við í göngutúr um trjáræktina okkar.

IMG_6205

Þar kennir margra grasa.

IMG_6206

Ilmurinn er yndæll og bragðið eftir því.

IMG_6207

Þetta er svona yfirlits mynd yfir hluta af skóginum okkar.

IMG_6208

Sum trén orðin ansi há.

IMG_6209

Eins og sjá má.

IMG_6210

Sum bara nokkuð flott.

IMG_6211

Hér fara að myndast ber, sem týna má seinna í sumar.

IMG_6214

Hér er myndarleg ösp.

IMG_6215

Furur hafa komið vel út í vor.

IMG_6217

En púkarnir okkar voru ýmislegt að bralla á meðan, meðal annars fundu upp nýjan leik sem er að renna sér á svefnpoka niður kúluna, rosalega skemmtilegur leikur.

IMG_6220

Vííí en gaman.

IMG_6223

Strákarnir mínir sáu um matinn í kvöld, og það var svo sannarlega flottur matur.

meðal annars var grillaður camenbert ostur, sem er algjört sælgæti snæddur með bláberjasultu.

IMG_6225

Nammi namm. 

Svo  bara að slaka á og njóta þess sem eftir er af helginni.  Stubburinn er niður við höfn að veiða, með frænda sínum og afa hans.  Þeir eru örugglega rosalega ánægðir.

Og svo erum við líka hjónin.  Knús til ykkar allra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Yndislegar myndir, ég léttist í lundinni að skoða þetta. Kannski mér mundi batna helling ef ég kæmist vestur 

Ásdís Sigurðardóttir, 1.7.2007 kl. 21:59

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já Ásdís mín hvað um að skoða það mál  Takk líka Arna mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.7.2007 kl. 22:27

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Það er alltaf jafn gaman að horfa á augnablikin þín elsku Ásthildur.

Jenný Anna Baldursdóttir, 1.7.2007 kl. 22:42

4 Smámynd: Torfi Jóhannsson - Framtíðin er okkar.

alltaf að gaman að skoða hvað pjakkarnir þínir taka sér til bragðs, greinilega mjög duglegir að finna sér hina ýmsu hluti að gera renna sér á svefnpoka, busla í tjörninni og veiða og hvað annað sem hefur komið upp hérna á spjallinu.  Það liggur við að maður finnist þekkja þá við þessa stuttu frásagnir af þeim.

Torfi Jóhannsson - Framtíðin er okkar., 1.7.2007 kl. 23:21

5 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Hörður Torfa er einstakur maður. Man eftir laginu hans um Lítinn fugl sem ég spilaði mikið þegar ég var útvarpskona....Kæelikskveðja til ykkar.

Verð bara að fara að komast vestur og rifja upp eldheitar minningar.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 1.7.2007 kl. 23:52

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þú fefur nú kolefnisjafnað fyrir hverja útöndun alls þíns ættleggs frá upphafi Ía mín og gott betur.  Kannski tekurðu svona eitt puntstrá fyrir hvert púst frá mér líka.

Jón Steinar Ragnarsson, 2.7.2007 kl. 00:06

7 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Yndislegt að skoða myndirnar þína Cesil mín. Þú gersamlega geislar.

Hörður er frábær sögumaður, maður dettur alveg inn í karakter hjá honum....

knús

Hrönn Sigurðardóttir, 2.7.2007 kl. 00:09

8 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

 Það er flottar myndirnar þínar og maturinn er girnilegur hjá þér.

Kristín Katla Árnadóttir, 2.7.2007 kl. 09:54

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk öll sömul.

Já þeir eru uppátektarsamir þessi piltar.  Nú tókst þeim að dobbla einn afann til að fara með þeim að veiða. Þeir komu í gær með þorsk og ufsa, sem er lagt að ömmu að elda. 

Hörður er flottur.  Hann er listamaður með stóru elli.

Prakkari minn auðvitað skal ég gauka að þér nokkrum stráum, þó það nú væri.

Takk Jenný og Jóna Ingibjörg.  Já lífið er dásamlegt. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.7.2007 kl. 15:52

10 Smámynd: Solla Guðjóns

Sniðugir púkarnir þínir.

Solla Guðjóns, 2.7.2007 kl. 22:34

11 Smámynd: Saumakonan

ohh alltaf jafn fallegar myndirnar þínar...  knús á þig frá þreyttri saumakonu

Saumakonan, 3.7.2007 kl. 10:47

12 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Knús til ykkar líka frá örþreyttri garðyrkjukonu sem hefur verið eins og útspýtt hundskinn um allann bæ í dag og gær, bæði að vökva og sækja blóm og verkfæri.  Gjörsamlega búinn. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.7.2007 kl. 18:28

13 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hvar er rigningin ???

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.7.2007 kl. 18:28

14 Smámynd: Katrín

Elsku kerlingin mín,  vona að þú náir að hvíla þig og safna kröftum.  Rigning á næsta leyti og þá kannski er tóm til að kasta sér niður.  Kveðjur úr Vikinni

Katrín, 4.7.2007 kl. 10:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 5
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 2022149

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband