Við uppskerum eins og við sáum.

Jamm ég er með smámóral yfir hve lítinn tíma ég hef til að rækta sambandið við bloggvinina mína, en það er bara svo mikið að gera hjá mér, og ég hef ekki næga orku til að sinna því sem sinna þarf.  Vona að mér fyrirgefist það.  En hér eru nokkrar myndir frá því í dag svona sem sárabót.

IMG_6128

Gallerí himin, flottur að venju.

IMG_6130

Það er svo ótrúlega fallegt samspil milli skýja og himins, hið fullkomna samspil.

IMG_6131

Smile

IMG_6136

Stubbur og hundurinn hans, hann fékk snyrtingu hjá Siggu dýralækni, og er mjög flottur. Það er að segja hundurinn Zorrow.

IMG_6140

Afi og stubbur að slá lóðina.

IMG_6141

Hey og svo kom ísbíllinn, þá þurfti að fara og kaupa ís, auðvitað.  Dingalinga ling.

IMG_6143

Jamm og allir fengu ís, nema Zorrów, en hann fékk samt að sleikja upp það sem niður fór.

IMG_6149

svo þurfti náttúrulega að leika sér í heyinu. 

IMG_6157

Og leika sér í tjörninni.

IMG_6160

Viðl hljónin skruppum til Önundarfjarðar á fund, um málefni Flateyrar og minningargarðins þar.

IMG_6163

Fórum í kaffi til þessarar kempu, og þó mér líki ekki pólitíkin, þá erum við systkin í gróðri.  Og hér er karlinn stoltur við hlyn sem ég seldi honum fyrir nokkrum árum, sem plummar sig aldeilis fínt á Sólbakka.

IMG_6165

Já hann hefur aldeilis gróðursett, og hefur græna putta þessi ágæti maður.

IMG_6166

Himininn var líka fallegur yfir Flateyri.

IMG_6167

Eins og sjá má.  og Sara mín, ég sá meira að segja lundinn ykkar, hann er bara flottur að sjá svona úr fjarlægð.

IMG_6170

Þetta er vinnumaður að vinna sko !

IMG_6171

Og svo fundu þeir rabbabara, og komu með heim

IMG_6172

Og stubburinn var kosin rabbabarakóngurinn.

IMG_6173

Og enn er gallerí himin opinn.

IMG_6174

Og strákar leika sér, þannig er bara lífið.  Ærsl og læti eru þeirra ær og kýr, þannig er að vera strákur í dag.

IMG_6177

Hmm strákar, þessi er ögn stærri, en það er ekki óalgengt að sjá menn á sjóskíðum á pollinum, og lengi vel var stökkpallur þar sem menn gátu þreytt sig við að stökkva, veit ekki hvað varð af þeim palli.  Mætti alveg endurnýja hann.

IMG_6180

En Stubbarnir hennar ömmu vildu tjalda og fara í útilegu, og hvað er betra og öruggara en að tjalda upp á lóð.

IMG_6195

Jamm og ein svona himna mynd í viðbót, meðan drengirnir og afi tjalda.

IMG_6193

Þetta er alveg að koma, og allir hjálpast að. IMG_6195

Og enn ein falleg himnamynd.

IMG_6196

Já og þá er ekkert eftir annað en að flytja inn, með sængur dýnur og svefnpoka,  vitandi að afi og amma í kúlu vaka yfir þeim og vernda.

IMG_6197

Jamm það átti nefnilega að setja svona flottar dýnur inn í tjaldið, en þær voru of stórar.  Svo það varð að skila þeim til baka. 

Málið er að það er ævintýri að vera hjá ömmu og afa í kúlu.  Og þar getur allt gerst. 

En nú er þessi dýrðar dagur til enda runninn, og bara eftir að fara í holuna sína og sofna, eins og litlu ungarnir í tjaldinu og afi sem nú þegar kúrir og steinsefur í sinni holu.

Hvað lífið er ljúft og gott, ef maður vill hafa það þannig, og skapar sér það andrúmsloft að það bara verði þannig.  Eins og vinkona mín Katrín Snæhólm er svo oft að segja.  Og Steina og fleiri.  Við ráðum ótrúlega mikið yfir okkar eigin sálar heill og hamingju.  Bara með þvi að bregðast rétt við lífinu, eins og það er.  Gefa kærleika, og fá hann tífalt til baka, það er enginn galdur, eða kaupmennska, bara einföld sálarfræði, það sem við sendum frá okkur fáum við tífalt til baka.  Bara spurningin um hvað við viljum senda frá okkur og fá til baka.  Svari því hver fyrir sig, en við uppskerum eins og við sáum.  Það er staðreynd sem ekki verður hrakinn á neinn hátt.

Og ég segi bara góða nótt. Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

gaman að sjá myndirnar af vestfirska sumrinu.

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 1.7.2007 kl. 03:00

2 Smámynd: Skafti Elíasson

Vona að þeir sofi rótt

Skafti Elíasson, 1.7.2007 kl. 04:22

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þú ert yndisleg kona Ásthildur

Jenný Anna Baldursdóttir, 1.7.2007 kl. 09:10

4 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Fallegar myndir það er rétt hjá þér  það er gott að að gefa kærleika og fá  hann tífalt til baka takk fyrir þetta.

Kristín Katla Árnadóttir, 1.7.2007 kl. 11:08

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk fyrir mig. 

Og Þeir sváfu sko rótt.  Það var Óðinn sem vaknaði fyrstur og vakti hina, en þeir eru ennþá upp í tjaldinu, komu bara til að fá sér morgunmat.  Það er svo gaman hjá þeim. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.7.2007 kl. 12:40

6 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Takk fyrir þessa skemmtilegu færslu Ásthildur. Þú kannt á lífið, það er á hreinu. Myndin sem þú segir að gallerýið á himnum sé opið er snilld, eins og stór kall sem er að leggja áherslu á það sem þú ert að segja, gefum kærleik, ást og frið og við uppskerum tífalt. Veröldin verður einfaldlega betri þegar konur eins og þú deila henni með okkur.

Ásdís Sigurðardóttir, 1.7.2007 kl. 13:05

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk fyrir þessi orð Ásdís mín.  Og ég get sagt sömuleiðis.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.7.2007 kl. 13:24

8 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Jamm margt umhugsunarvert hjá þér. Yndisfagrar myndir, mér finnst sérstaklega skemmtileg þessi þriðja neðsta

Hrönn Sigurðardóttir, 1.7.2007 kl. 16:14

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já hún er dálítið duló........... eða þannig

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.7.2007 kl. 18:14

10 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Ég ætla rétt að vona að litlu hershöfðingjarnir hafi fengið með sér heitt kakó á brúsa í tjaldið

Vertu ekkert að hafa áhyggjur af blogghringnum...ef þú kemur ekki til okkar komum við bara til þín elskan. Það kemur út á eitt.

Kona sem heldur lífinu í heilum firði má nú ekki vera að öllu alltaf!!!!

Knús.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 1.7.2007 kl. 18:42

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þeir fengu sko snakk og djús með sér í tjaldið og voru hæstánægðir hehehe...  ég þarf alltaf að hafa áhyggjur sjáðu til. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.7.2007 kl. 20:33

12 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk súpervúman

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.7.2007 kl. 21:18

13 Smámynd: Solla Guðjóns

...Svo heilbrigt

Solla Guðjóns, 2.7.2007 kl. 22:31

14 Smámynd: Katrín

Takk fyrir fallegar myndir og orð.  Frænda náði ég aðeins að knúsa á flugvellinum.  Kveðjur til litla stubbs og allra hinna.

Katrín, 3.7.2007 kl. 01:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 2022150

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband