Sól, og gott veður á Ísafirði eins og verið hefur.

Það er sama góða veðrið einn daginn enn.  Það er bara yndislegt. 

IMG_6092

Þessi var tekin í gær, en það er sama veður núna.

IMG_6096

Ég var ánægð með Austurvöllinn í gær, við unnum í honum í gær, og vökvuðum.  Hér má sjá blómarósirnar mínar taka saman slöngur. 

IMG_6097

Hér er garðurinn minn.

IMG_6100

Hér vildu svo gista tveir kjarnakarlar ömmu í kúlustrákar.  Hér eru þeir ásamt stubbnum mínum.

IMG_6102

Þeir foru svo með afa niður í fjöru að leika sér í og á sjónum. 

IMG_6103

Sjáiði sólskinið glampa á haffletinum.  Kvöldsólin.

IMG_6104

Það er gaman að fara með afa niður á kajakaðstöðu.

IMG_6107 

Þá er að hoppa í sjóinn.  Fyllsta öryggis er gætt eins og sjá má.

IMG_6111

Þetta er nefnilega það dýrmætasta sem við eigum.

IMG_6113

Klifur er líka skemmtilegt.

IMG_6119

Skyldi vera búið að lagfæra kvótkerfið þegar þessir piltar komast á legg, svo þeir hafi möguleika á að draga fisk úr sjó.  Eða ætli það verði búið að færa L.Í.Ú. fiskinn endanlega á silfurfati, svo þeir geti selt hann til útlanda til að græða nógu mikið í sinn eigin rassvasa. 

IMG_6125

Hann er bara sex ára, en rær eins og herforingi.  Hann hefur aldrei farið á námskeið, en hann kann svo sannarlega að róa kajak.

IMG_6126

Seinna um kvöldið læddist dalalæðan inn fjörðin og gerði sig heimakomna.  Hún heldur sig eiga heima hér.  En hún er alltaf farin þegar dagar aftur.

IMG_6127

Þá er það næturhimininn.  Það er auðvitað ekki  myrkur, en ljósbrotið gerir það.

Jæja ég verð að hlaupa.  langaði bara til að deila þessu með ykkur.  Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Ef þetta heitir ekki að lifa lífinu sprelllifandi þá veit ég ekki hvað. Algerlega einstakt og frábærar myndir af mannlífi og náttúru í samhljómi. Takk fyrir þessar skemmtilegu netdagbækur um lífið eins og það getur verið flott.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 30.6.2007 kl. 11:05

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Katrín mín.  Ég er að spá í hvernig þetta verður í skammdeginu

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.6.2007 kl. 11:09

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Sammála Katrínu.  Takk fyrir mig og njóttu dagsins.

Jenný Anna Baldursdóttir, 30.6.2007 kl. 11:27

4 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

 Þetta er frábært

Hrönn Sigurðardóttir, 30.6.2007 kl. 12:01

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk elskulegu mínar.  Ég er að vinna í pappírum núna, ekki mjög skemmtilegt.  En það verður aðgerast eins og annað.  Sem betur fer get ég sest út með pappírana. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.6.2007 kl. 12:09

6 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Hér er engin sól í dag, en ég sé að hún er hjá þér svo ég er slök. Verst að ég er ekki með þér í pappírunum, bókhalds genin í mér elska pappíra sem þarf að taka til í. Hef stundum hjálpað fólki sem er í vandræðum með reikningana sína. Fékk einu sinni tvo svarta (stóra) plastpoka fulla af óopnuðum pósti ofl. og tókst að koma því í lag.  Semsagt elska pappírsóreiðu sem ég get lagað. Er ýkt skipulögð sjálf.

Ásdís Sigurðardóttir, 30.6.2007 kl. 12:17

7 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Þetta eru frábærar  myndir sem þú tekur alltaf svo fallegar takk fyrir þetta.

Kristín Katla Árnadóttir, 30.6.2007 kl. 13:29

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Kristín Katla mín.  Ásdís vildu ekki bara skella þér til mín í sólina og pappírana

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.6.2007 kl. 14:55

9 Smámynd: Laufey B Waage

Já ég ætla rétt að vona að það náist að færa fiskveiðiástandið í almennilegt horf (má lesast; fyrra horf), áður en þessir kútar vaxa úr grasi.

Gamla góða Lubbu-nafnið er bara notalega krúttlegt og sætt. Eins og Íju-nafnið (með eða án j ?)

Laufey B Waage, 30.6.2007 kl. 20:15

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jamm einmitt mín kæra.  Svo gaman að hitta þig hér.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.6.2007 kl. 22:13

11 Smámynd: Solla Guðjóns

Mér finnst svo dásamlegt að sjá myndirnar þínar.Þær eru alveg ljóslifandi fyrir mér..svo gaman að sjá krakkana í og við trilluna.. umm ég finn liktina af sjónum ........svona trillu hef ég róið síðan ég man eftir mér og er það eitt það skemmtilegasta sem við gerum með krökkunum þegar við erum á EyriÞestu þakkir og knús á þig

Solla Guðjóns, 30.6.2007 kl. 22:21

12 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Knús til baka elskuleg

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.6.2007 kl. 22:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 8
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 2022152

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband