Meira um börnin mín.

Nú er ég búin að telja upp þrjú af börnunum mínum.  Yngsti sonurinn er eftir.  Hann er líka rosalega duglegur, hefur sett upp sitt eigið fyrirtæki sem er hellusteypa og steypistöð.  Hann hefur líka hannað ýmislegt sem hefur gefist vel, eins og kantstein sem er smellt niður, veggjastein sem er púslað saman, og fleira sem hann er með á teikniborðinu.  Hann er líka ásamt félaga sínum að skoða það að setja hér upp kláf sem fer upp á Eyrarfjall.  Þar á að reisa veitingastað og útsýnispall.  Það hlýtur að draga að túrisma.  Harðduglegur strákur. Heart

IMG_6013

Hér er steypustöðin. 

IMG_6008

Og svona var veðrið í morgun kl. sjö. 

Ég á líka tvo aðra stráka svona til hliðar, annar þeirra er sonur mannsins míns, hann er rosalega duglegur líka, vinnur við útfluttning á fiski, og er góður sölumaður.  Talar rússnesku vel. 

Og svo Strákurinn minn frá El Salvador sem ég tók að mér um tíma.   Hann er núna verkstjóri í Ásel Steypustöð og stendur sig alveg frábærlega vel.

Þá eru öll börnin mín upptalinn.  Það er náttúrlega ekki hægt að skilja neinn eftir útundan eins og skiljanlegt er.  Og nú á ég líka 17 barnabörn og svo er eitt á leiðinni.  Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þú ert moldrík kona eins og SJ segir.  Þú ert greinilega með meirapróf á mannvænleg börn.

Jenný Anna Baldursdóttir, 28.6.2007 kl. 12:19

2 Smámynd: Skafti Elíasson

Takk mamma

Skafti Elíasson, 28.6.2007 kl. 14:06

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk stúlkur mínar, ég er svo stolt af þeim öllum.  Hvert á sinn hátt eru þau hetjur.    

Love you unginn minn

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.6.2007 kl. 15:31

4 Smámynd: Torfi Jóhannsson - Framtíðin er okkar.

Þetta er glæsilegur hópur, það er vonandi að maður verði svona ríkur þegar upp er staðið.  Er þegar byrjaður að vinna í því kominn með þrjú.

bestu kveðjur úr firði Dýranna.

Torfi Jóhannsson - Framtíðin er okkar., 28.6.2007 kl. 15:38

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það er enginn spurning um það Torfi minn, að þú átt þarna dýrindis börn, sem munu verða stolt föður síns og eru það örugglega nú þegar.   Bíddu samt, það er gaman að vera mamma og pabbi, en það er ennþá skemmtilegra að vera afi og amma.  Þú átt eftir að uppgötva það, þegar þú verður aðeins eldri.  Spurðu bara hana mömmu þína

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.6.2007 kl. 15:46

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég byrjaði smátt líka Jóhanna mín.  Svo vindur þetta upp á sig, af því að það gefur manni svo mikið.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.6.2007 kl. 17:07

7 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

  Þú mátt vera stolt af börnunum þínum Ásthildur mín.

Kristín Katla Árnadóttir, 28.6.2007 kl. 18:25

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Kristín Katla mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.6.2007 kl. 18:57

9 Smámynd: Heiða  Þórðar

Hef svona verið að velta því fyrir mér, hvort þú viljir ekki bara ættleiða mig? nei, bara svona hugmynd, þú ert þvílík perla Ásthildur.

Hef svona

Heiða Þórðar, 28.6.2007 kl. 19:04

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Elskuleg mín, komdu bara  Takk annars.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.6.2007 kl. 20:55

11 identicon

Hver verið að lesa barnabloggin þín - Börnin okkar eru þetta raunverulega ríkidæmi - hitt er bara hjóm við hliðina á þeim - smjúts

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 28.6.2007 kl. 21:21

12 identicon

Hef (sorry)

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 28.6.2007 kl. 21:22

13 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Engar myndir? Þær myndir sem hafa birst hingað til af afkomendum þínumsýna heldur betur væna einstaklinga. Ég heimta myndir af þeim sem eftir eru!

Til hamingju með börnin þín Cesil mín. Þau eru það eina sem gerir mann ríkan

knús

Hrönn Sigurðardóttir, 28.6.2007 kl. 22:17

14 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tek áskoruninni Hrönn mín, þarf aðeins að leita, en það kemur

Alveg rétt Anna mín, börnin okkar eru það dýrmætasta sem við eigum.  Ekkert kemur þar á milli.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.6.2007 kl. 22:31

15 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hvaðan skyldu þeir nú hafa þetta Ía mín.  Góð hugmynd þetta með kláfinn. Fór einmitt í einn svona í Bergen um daginn.  Flöyen heitir hann og fer upp á fjall, þar sem útsýni er yfir alla Bergen, skerjagarðinn og videre.  Þar vær flallegur veitingastaður og mikil upplifun að sitja með sopann sinn og dásama sköpunarverkið.

Veit hvert ég á að snúa mér ef mig vantar mömmu, sem skilur mig og hælir mér.

Jón Steinar Ragnarsson, 28.6.2007 kl. 22:41

16 Smámynd: Solla Guðjóns

Ja sá son þinn um daginn í sjónvarpinu þegar frétt kom um kláfinn.

Það er lofsvert að koma krökkunum svo vel til manns og mikil hamingja í því fólginHef heyrt að þú sért alger víkingur

Solla Guðjóns, 28.6.2007 kl. 23:49

17 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk krakkar mínir.  Hver á að dásama börnin sín ef ekki mamman, og ég er alltaf opin fyrir nýnum afkvæmum

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.6.2007 kl. 00:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 47
  • Frá upphafi: 2022930

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband