23.6.2007 | 18:07
Dýrðardagur, skemmtun og gott veður.
Þetta er búin að vera dásemdar dagur. Veðrið með því besta sem gerist. Sól og blíða.
Við áttum að sækja stubbinn kl. 12, og þá var kveðjustund í sumarbúðunum. Hann er búin að vera þarna í þrjár nætur, og njóta alls þess besta sem gott fólk getur boði upp á.
en í gær fór ég á Þingeyri, og mér fannst þetta útsýni alveg frábært.
En svona var sem sagt veðrið um tíu leytið í morgun.
Við fórum vestur í Holt í Önundarfirði til að sækja stubbinn okkar. Við tókum fleiri barnabörn með og ákváðum að fara líka í sund á Suðureyri. Júlíana, Daníel og Óðinn Freyr fengu að koma með.
Það var yndisleg skemmtun á lokadagskrá sumarbúðanna. Hér er Árný með gítarinn og Elín til aðstoðar, en þær sjá um sunnudagaskóla kirkjunnar og eru yndislega manneskjur.
Stubburinn las upp úr brandarabók við mikinn fögnuð ömmu og allra hinna.
Og hér eru Júlíana og Óðinn stillt og prúð að hlusta.
Hér syngur telpnakór sumabúðanna með Árný, en það var mikið sungið, og frábært bara. Gleymdi að geta þess að ég á þarna tvær snúllur, þær Sóley Ebbu og Ólöf Dagmar.
Svo var brúðuleikhús, aldeilis flott.
Englarnir vaka yfir okkur syngja blessuð börnin og þarna má sjá séra Stínu sem er ein af forsvarsmönnum sumarbúðanna. En hún sagði að það hefðu meira að segja komið þrjú börn að sunnan til að vera með. Það var enda uppselt á í þetta sinn.
Síðan var haldið til Suðureyrar, við byrjuðum náttúrlega á að fá okkur ís.
Amma taktu mynd þegar ég stekk, sagði þessi stubbur.
Og Vúbbs !!!
Lentur.
Afi er ómissandi í svona sundferðir.
Ætli það sé hægt að ganga á vatni.
Já og afi greip tækifærið þegar amma fór ofaní að taka mynd.
Þetta er Daníel Örn, hafði séð slíka einbeitingu ? Hann verður góður íþróttamaður.
Síðan var haldið í sjoppuna, en það er algjört must í sundi á Suðureyri að fá sér pulsu og bland í poka. En þetta eru bátarnir í höfninni á Suðureyri, margir þeirra tilheyra Elíasi Guðmundssyn Fjordfishing, sem er að gera góða hluti í ferðamálabransanum. Þorpið var fullt af þjóðverjum, sem eru þar í veiðihug, það er flogið vikulega með fólk hingað, og þeir sem hafa dvalist sóttir. Vaxandi sport á heimsvísu.
Þegar heim var komið, fórum við svo í skoðunarferð um lóðina okkar. Þar er margt skemmtilegt að skoða.
En þetta er bara sýnishorn. Nú förum við að kveikja í grillinu og fá okkur bjór. Pabbi gamli er boðin í mat, svo það er skemmtilegt kvöld framundan. Ef einhver hefur ekki átt sólardag í dag, er þeim sama velkomið að fá sér sól héðan. Sendist þeim sem langar til.
Eigiði góðan dag elskurnar. Kveðja frá Ísafirði, Holti og Suðureyri.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
prakkarinn
-
katrinsnaeholm
-
jensgud
-
matthildurh
-
jenfo
-
kiddat
-
hronnsig
-
katlaa
-
katagunn
-
kolbrunb
-
joiragnars
-
birgitta
-
holi
-
rs1600
-
ktomm
-
heidathord
-
vestfirdir
-
steina
-
laufeywaage
-
maggadora
-
lehamzdr
-
icekeiko
-
isdrottningin
-
skaftie
-
hneta
-
hross
-
amman
-
johanneliasson
-
helgamagg
-
zeriaph
-
olafia
-
jogamagg
-
tigercopper
-
ellasprella
-
zumann
-
estro
-
sjos
-
gmaria
-
gudr
-
ktedd
-
salvor
-
bertha
-
solisasta
-
meistarinn
-
baenamaer
-
sirrycoach
-
annalilja
-
komediuleikhusid
-
tildators
-
hector
-
bene
-
skelfingmodur
-
fifudalur
-
xfakureyri
-
madddy
-
siggith
-
antonia
-
elina
-
rosaadalsteinsdottir
-
framtid
-
annaragna
-
sirri
-
thjodarsalin
-
bestalitla
-
helgatho
-
jyderupdrottningin
-
hallaj
-
ingistef
-
gudruntora
-
zunzilla
-
sisvet
-
aevark
-
bostoninga
-
ace
-
drengur
-
robbitomm
-
faktor
-
disag
-
ffreykjavik
-
ma
-
rannveigh
-
igg
-
robertb
-
sgisla
-
rafng
-
helgi-sigmunds
-
lotta
-
fullvalda
-
heimssyn
-
naflaskodun
-
johannesthor
-
jeg
-
huxa
-
sigrunzanz
-
jodua
-
tryggvigunnarhansen
-
minos
-
saemi7
-
blossom
-
ansigu
-
skagstrendingur
-
beggo3
-
h2o
-
westurfari
-
ammadagny
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
esig
-
sunna2
-
frjalslyndir
-
gudlaugbjork
-
gp
-
hreinn23
-
guki
-
gustafskulason
-
harhar33
-
diva73
-
huldagar
-
kliddi
-
axelma
-
keli
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
josefsmari
-
kuldaboli
-
kiddatomm
-
ksh
-
kristjan9
-
mio
-
omnivore
-
sumri
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
nafar
-
stjornlagathing
-
sattekkisatt
-
athena
-
tikin
-
vallyskulad
-
vest1
-
totibald
-
tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.7.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 23
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 21
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þú geislar
Hrönn Sigurðardóttir, 23.6.2007 kl. 18:37
Yndislegar myndir -takk fyrir
Ragnheiður , 23.6.2007 kl. 18:43
Ég tek við sólinni Ásthildur mín hér er búið að vera rok og rigning í allan dag. Æðislegar myndir að vanda, gaman að sjá börnin þau eru svo einlæg þessar elskur. Vildi bara að ég væri komin til ykkar, væri gaman að spjalla við hann pápa þinn, hann leigði mér einu sinni Húsnæði í Sandgerði, en ég bið að heilsa honum og eigið þið öll ánægjulegt kvöld.

Kveðja Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 23.6.2007 kl. 18:47
Yndslegar fallegar myndir Ásthildur min.
Kristín Katla Árnadóttir, 23.6.2007 kl. 19:29
Takk stúlkur mínar. Og ég skal skila kveðjunni Guðrún Emilía mín. Já þetta var yndæll dagur með börnunum. Og skemmtilegt kvöld með pabba, við grilluðum lambakjöt með puru. En nú er Jónsmessan, og munið að í nótt og í fyrri nótt eru álfarnir á ferð. Og allar huldar vættir, allt verður dulúðugt og ævintýrin gerast. Njótið þess að vera hluti af stórum heimi, þar sem allt getur gerst. Og við erum hluti af miklu stærri heild, þó okkur auðnist ekki öllum að sjá eða skynja þann töfraheim, þá er hann engu að síður til, og rétt handan við hornið. Við getum teygt út hendina og snert hann. Við getum líka hugleitt inn í þá veröld og jafnvel fengið smá glims af því sem þar er fyrir. Munið bara að hugsa upp í ljós og kærleika, því þarna eru líka aðrir heimar sem ekki er gott að lenda í. Það viljum við ekki.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.6.2007 kl. 20:50
Þú toppar sjálfa þig stöðugt í myndadeildinni, kona góð. Yndislegar og sólríkar myndir og ég finn lyktina af sumrinu þínu. Svo ertu geislandi, það er rétt og hárið á þér flott. Ég veit að betra er að halda sér í "hinum réttu heimum" enda alveg nógu margir fyrir okkur öll. Smjúts
Jenný Anna Baldursdóttir, 23.6.2007 kl. 21:00
Æðislegur dagur hjá þér sé ég. Gaman eftir svona daga. Hér var skítrok og hvasst en sólríkt innandyra. Kveðja.
Ásdís Sigurðardóttir, 23.6.2007 kl. 22:05
Þetta eru dásamlegar myndir - takk
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 23.6.2007 kl. 22:12
Þið eruð æðisleg og gefið mér innblástur, það er nefnilega þannig.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.6.2007 kl. 22:51
Glæsilegar myndir Ásthildur af þér og þínum.
Já mín kæra. Hátt hreykja heimskir sér.
Bestu kveðjur frá Kalla Tomm úr Mosó.
Karl Tómasson, 23.6.2007 kl. 23:01
Komdu fagnandi
Og takk.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.6.2007 kl. 23:10
Sæl. Myndirnar eru skemmtilegar og fallegar. Takk fyrir þær !
Toshiki Toma, 24.6.2007 kl. 11:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.