Sautjándi júní okkar dagur fyrir íslenska þjóð.

Já sautjándinn er að renna sitt skeið.  Ég átti yndislegan dag í dag, við hjónin slógum garðinn, eða hann sló og ég horfði á sko !!! LoL

IMG_5677

En ég skrapp aðeins niður í bæ til að skoða mannlífið.

IMG_5669

Hér er búið að setja upp svið á Silfurtorgi til að hefja skemmtiatriði.

IMG_5671

Hér var líka allt á fullu að undirbúa skemmtiaatriði, en á sjúkrahústúninu fer aðalhátíðin fram vanalega. 

IMG_5673

Jamm hér er fólkið komið til að skemmta sér.  Þarna kemur fjallkonan fram.  Ég var fjallkona 2004, þegar ég var fimmtug, af því að ég er jafngömul lýðveldinu.  Og er mjög stolt af því reyndar.  Þó ýmsar kerlingar af báðum kynjum hafi signað sig í bak og fyrir af því að ég flutti ekki ljóð eftir Einar Ben, heldur talaði út frá eigin brjósti og fór svo með fallega ljóðið okkar, Í faðmi fjalla blárra.

En hún Isabel mín elskuleg á afmæli í dag, ég bauð þeim þess vegna í mat, El Salvador fjölskyldunni minni og svo pabba gamla.

IMG_5679

Hér heilsumst við að heiðursmanna sið.

IMG_5683

Pápi minn gamli heilsar líka, hann hefur algjörlega tekið þetta fólk sem fjölskyldu sína, og það er bara gott mál.

IMG_5685

Og hér er lærið skorið.  Yndisleg stund með fjölskyldunni.  Og veðrið hreint unaðslegt.

c_users_arna_pictures_bloggmyndir_iceland

Svo endum við á smáþjóðlegum nótum.  Heart  Þetta er nú einu sinni dagurinn okkar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Alltaf jafn gaman hjá þér. Hvernig geturðu veri svona dugleg að setja inn myndir? kanntu eitthva annað ráð en ég, ég er svo lengi.

Ásdís Sigurðardóttir, 17.6.2007 kl. 20:52

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þetta er hið eina sanna kærleiksheimili.

Jenný Anna Baldursdóttir, 17.6.2007 kl. 21:22

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Mínar elskulegu takk, hvernig ég fer að.  Ég er orðin alræmt á Ísafirði með myndavélina, get svo svarið það hehehe... En mér finnst reyndar gaman að geta fært ykkur lífið á silfurfati.  Því hér er alltaf eitthvað svo mikið að gerast, og það er líka svona eitthvað sem skiptir máli, en einhvernveginn ratar ekki í fréttir.  Svo ég er míns eigin litla fréttastofa

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.6.2007 kl. 21:42

4 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Flottu dagur elskan og þú ert yndisleg og gleðilega hátíð Ásthildur mín.

Kristín Katla Árnadóttir, 17.6.2007 kl. 22:57

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Knús til þín Kristín Katla mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.6.2007 kl. 23:25

6 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

 Knús

Hrönn Sigurðardóttir, 17.6.2007 kl. 23:28

7 Smámynd: Ester Júlía

Ég held varla vatni yfir myndunum þínum frekar en fyrri daginn . Æðislegur dagur hjá ykkur!  Og  veðrið ekkert smá gott!  Knús til þín

Ester Júlía, 18.6.2007 kl. 08:45

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk   Það er ekkert mál að setja myndir inn Hanna Birna mín.  Og í dag er ennþá betra veður en í gær, því nú er meira sólskin. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.6.2007 kl. 11:55

9 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

ljós til þín og takk fyrir að deila myndum.

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 18.6.2007 kl. 14:22

10 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Frábærar myndir að venju Áshildur ! Guð blessi þig vinkona !

Guðsteinn Haukur Barkarson, 18.6.2007 kl. 17:15

11 Smámynd: Solla Guðjóns

Vá ég finn liktina af Ísafirði og nú langar mig vestur

Solla Guðjóns, 18.6.2007 kl. 22:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband