Gæludýr.

Þau eru manneskunni mikilvæg, það segja sálfræðingar og aðrir sem skilja mannlegt eðli.  Til dæmis er gott fyrir fólk sem er einmana að eignast gæludýr.  Einnig hefur foreldrum verið ráðlagt við börn sem eiga við að stríða hræðslu við dýr að gefa þeim gæludýr.  Umhirða dýra krefst tíma og fjármagns.  Og stundum eiga þau til að krefjast af okkur tíma sem við eigum ekki.  En það þarf samt sem áður að sinna þeim.  Hvaða hundeigandi man ekki eftir að hafa þurft að rífa sig upp í göngutúr, þegar tvö brún hundsaugu störðu á hann með trúnaðartrausti um að þetta væri sjálfsagt.  Eða kattareigandi sem hefur þurft að sinna sínum ketti með klóri eða strokum, og jafnvel gengið svo langt að kisi hefur lagst ofan á tölvuborðið, eða krossgátuna til að ná sér í athygli ? En stundum er fólk ekki tilbúið í slíkar fórnír.

 Þannig að fyrir nokkrum árum voru fundin upp í Japan gæludýr sem voru rafræn.  Þeessi "gæludýr" tröllriðu heimsbyggðinni lengi vel, það þurftið að fæða þau og annast, annars dóu þau bara.  Það heyrist ekki lengur um þessi rafrænu gæludýr. 

Við eigum í dag gæludýr sem er svona rafrænt.  Við þurfum að fæða það á viðeigandi hátt, annars deyr það.  Þetta ágæta gæludýr truflar okkur líka á jafnvel erfiðustu tímum.  En við látum okkur bara hafa það.  Ég held að þetta ákveðna gæludýr sé útbreyddasta gæludýr veraldar.   Við getum flutt það milli landa, án teljandi erfiðleika.  En ekki til allra landa.  Ameríka getur ekki svo ég viti til tekið á móti okkar gæludýrum, en þeir hafa sín eigin, af sama stofni, en með aðra eiginleika svo það dæmi gengur ekki upp.

Í dag geta flest okkar eiginlega ekki verið án þessara gæludýra.  Þau fylgja okkur hvert fótmál, og án þeirra erum við í standandi vandræðum.  Þó við þykjumst vera sjálfstæðir einstaklingar, sem geturm stólað á okkur sjálf.  Þá er rauninn önnur.  Gæludýrin okkar í dag, sjá okkur fyrir sambandi við annað fólk, og þau sjá til þess að hvar sem við erum, getum við haft samband, svona að mestu leyti.  Það eru auðvita til svæði þar sem gæludýrið okkar er óþarft með öllu. En við sættum okkur bara við það.  Það er ekki gæludýrinu að kenna heldur tækninni. 
Flest okkar erum orðin svo háð þessu gæludýri að við gætum ekki verið án þess.  Það hefur lætt sér inn á okkur hljóðlátlega og án alls hávaða.  Það er meira að segja talað um gæludýrin sem kynslóðir af fullri alvöru,  fyrsta kynslóð, önnur kynslóð og svo framvegis, þó almennt sé vitað og viðurkennt að þau geti alls ekki fjölgað sér.  Og þau hafa mismunandi hljóð, við getum ráðið hvað söng þau syngja okkur.  Þannig að þar er enn ein ástæðan fyrir ást okkar á þessu ágæta gæludýri.

Sumir hafa reynt að hræða fólk um að gæludýrið sé hættulegt heilsunni.  En það einfaldlega hefur engin áhrif.  Við viljum bara eiga slíka vini, og munum aldrei vilja losa okkur við þá.  Alls ekki nema að fá aðra af sama stofni, ef til vill aðra kynslóð. 

Þetta litla gæludýr, sem fer smækkandi eftir því sem tækninni fleygir fram, hefur fengið íslenskt nafn, eins og svo margt annað sem við íslenskum.  Og þetta litla gæludýr, sem við getum ekki og viljum ekki vera án heitir því fallega og kunnuglega nafni (GSM) eða Gemsi.  Smile 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Var farið að gruna áður en lestri lauk við hvað væri átt.  Já, þessir blessuðu gemsar. Eins og skugginn manns.

Jóna Á. Gísladóttir, 14.6.2007 kl. 18:57

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jamm nákvæmlega átt þú svona gæludýr

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.6.2007 kl. 19:22

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég á eitt, alveg ömurlegt svona, ætla að farga því og fá mér nýtt

Jenný Anna Baldursdóttir, 14.6.2007 kl. 20:55

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Talandi um að gæludýrin taki yfir heiminn............... eða þannig sko

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.6.2007 kl. 21:26

5 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Ásthildur...þú ert einstök!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 14.6.2007 kl. 21:29

6 Smámynd: Solla Guðjóns

Allir á þessu heimili eiga svona gæludýr.Minn er þó orðinn gamall eða 4 ára.Tók við honum af dóttur minni.Hann er bleikur með Bart Simpson utan á

En þetta var góð lýsing hjá þér og var mig farið að renna í grun hvert dýrið væri

Solla Guðjóns, 14.6.2007 kl. 21:46

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tölvan er náttúrulega líka gæludýr.  En hún er meira svona dýragarðsgæludýr, því hún þarf smá umhverfi ekki satt, nema auðvitað lappinn

Þetta ákveðna gæludýr er mjög svo almennt, og það eru margir innan hverrar fjölskyldu sem eiga svona.  Hvenær munu þessi gæludýr verða það fullkomin að þau munu yfirtaka okkar raunveruleika.... eða hafa þau nú þegar gert það ??

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.6.2007 kl. 21:56

8 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Æi þú ert elskuleg.

Kristín Katla Árnadóttir, 14.6.2007 kl. 22:56

9 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ég get skilið þetta gæludýr eftir heima dögum saman án þess að sakna þess, hins vegar á ég alvörugæludýr sem gæti alls ekki verið án mín í einhverja daga og ég ekki hans............

Hrönn Sigurðardóttir, 14.6.2007 kl. 23:45

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Datt mér ekki í hug Elísabet mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.6.2007 kl. 11:16

11 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

ég get nú alveg verið án míns smásíma, en alvöru dýrin mín eiga hug minn allan og á þeirra gæti ég ekki verið. en svona er fólk nú ólíkt, og það er gott.

Ljós til þín kæra cesil

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 15.6.2007 kl. 14:45

12 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sömuleiðis Steinunn mín.  Já dýrin mín stór og smá eru góð.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.6.2007 kl. 16:07

13 identicon

Nýjasta gæludýrið mitt af þessari gerð hreinlega gælir við vangann á manni - svona samloka - svo eru þessi nýjustu gæludýr farin að sjá manni fyrir tónlist, myndum, útvarpi og upptökugræjum - en gallinn er að þeir sem föttuðu upp á því - eru ekki enn búnir að fatta upp á því að láta batteríin endast nógu vel til að maður geti nýtt sér allt þetta fínerí - gæludýrið verður batteríslaust á augabragði :(

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 15.6.2007 kl. 16:21

14 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hahahaha  Já þeir hljóta að laga þetta fljótt og vel.  Ég á svona gæludýr líka Samsung.  Lítill og nettur, verst er að ég týni honum jafnan, þyrfti að hafa annað gæludýr til að hringja í gæludýr númer eitt. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.6.2007 kl. 16:30

15 Smámynd: Saumakonan

Er með mitt gæludýr hangandi um hálsinn því eftir að ég skipti yfir í nýja litla samloku.... var ég alltaf að TÝNA henni!!!   Bóndinn var farinn að hlæja að mér mörgum sinnum á dag þegar ég ráfaði um húsið í leit að dýrinu.... já og kaffibollanum líka *hóst*

Saumakonan, 15.6.2007 kl. 23:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 2022144

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband