5.6.2007 | 12:40
Mér finnst rigningin góð.
Það rignir í dag. Það er hlýtt og logn og rigning. Það er yndislegt svo gott fyrir gróðurinn. Allt verður svo litfallegt og skýrt.
Þau brosa við manni úti og inni.
Drottning blómanna sjálf svo glæsileg og fögur.
Svo er það leikur skýjanna í gallerí himni.
Þessar myndir voru reyndar teknar í gær seinnipartinn. Það er bjartara yfir núna, vonandi gægist sólin smá niður til okkar.
En þetta er allt í lagi. Yndælt alveg hreint.
Stubburinn er hæst ánægður á Kajaknámskeiðinu. Hann kom holdvotur heim í gær, hafði dottið í sjóinn. Núna hafi hann með sér aukaföt, ef ske kynni. Þau eru fjóra daga í viku í 6 tíma fram að 17. júní. Þetta er aldeilis frábært fyrir unga krakka að kynnast sjónum og því sem honum fylgir í návígi. Það auðgar þau, og veitir meira öryggi. Mér finnst þetta alveg frábært af þeim í Sæfara. Enda frábærir menn og konur sem þar eru af þvílíkum áhuga.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 8
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 2022152
Annað
- Innlit í dag: 8
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 8
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þú tekur skemmtilegar myndir. Rósin þín er æðisleg. Hvernig rós er þetta?
Ég átti Dornrós þar sem ég bjó á gamla staðnum og hún var alveg ofboðslega falleg. Daginn sem við giftum okkur taldi ég 22 útsprungnar rósir á henni en það var líka hellingur af knúppum þar fyrir utan sem átti eftir að springa út. Næst þegar ég á heima á stað þar sem ég er með garð ætla ég að hafa fullt af rósum. Er búin að setja samt nokkra blómapotta á svalirnar og á stéttina fyrir framan útidyrnar. Er með tvo svalakassa og sé að það er alltí lagi að hafa tvo til viðbótar. En þá er þetta orðið gott því ef ég hef meira þá er þetta orðinn troðningur.
Sigga (IP-tala skráð) 5.6.2007 kl. 13:22
Flottar myndir, hérna í höfuðborginni er rigning og rok.
Kristín Katla Árnadóttir, 5.6.2007 kl. 13:24
Myndirnar eru yndislegar að vanda. Hér rignir að ég held þriðja daginn í röð.
Jenný Anna Baldursdóttir, 5.6.2007 kl. 13:56
yndisleg blóm, og ljós til þín blómakona
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 5.6.2007 kl. 14:44
Takk allar saman. Engin átroðningur Sigga mín, allt í lagi að tala hér. Ég er ekki viss með nafnið á henni, búin að gleyma því en hún er á stofni. Þannig að hún er í augnhæð þessi elska. Dornrósin er alveg yndisleg. Enda mikið keypt af henni. Hún er vinsæl. Eins er með Flammentanz sem er eldrauð klifurrós og Pólstjarnan. Ég er líka mjög hrifin af Darts Defender sem er ígulrós, en hálffyllt og mjög flott og harðgerð rós. En þær eru allar of stórar fyrir ker. Þá þarf að velja eðalrósirnar, eins og queen Elisabeth sem er fallega bleik, eða Ena Harkness sem er eldrauð, koresia sem er fallega gul og ilmar. Wiskey Mac ilmar líka. Jamm það er virkilega gaman að spá í rósir.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.6.2007 kl. 15:11
Ég fór til Ingibjargar (http://ingibjorg.is/) og keypti eina rós í ker sem heitir Fairy sem á víst að vera mjög falleg. Ég keypti líka slatta af sumarblómum hjá henni til að setja í ker og svalakassa. Svo keypti ég friggjarlykil til að setja á leiði í kirkjugarðinum en þegar ég kom heim með hann þá mundi ég eftir fjandans kanínunum sem grafa allt upp og skemma sem ég hef sett niður. Ég er að hugsa um að snúa á þær og kaupa flauelisblóm og sólboða til að raða hringinn í kringum hann því mér er sagt að kanínur forðist það. Er það rétt? Veistu um einhverjar fleiri plöntur sem kanínur forðast? Er að hugsa um þessar rósir sem þú skrifar um að séu fínar í ker. Það væri gaman að hafa allavega tvær í viðbót. Ég er rósasjúk.
Sigga (IP-tala skráð) 5.6.2007 kl. 19:20
The Fairy er góð rós, hún er frekar skriðul og sómir sér vel sem undirgróður. Falleg er hún líka.
Ég myndi athuga með hvítlauk í sambandi við kanínurnar. Skera hann niður og setja í kring um plöntuna. Flest dýr forðast lyktina af hvítlauknum. Hann er svolítið ógnvekjandi, eins veit ég að laukar Keisarakrónu halda músum frá sumarbústöðum, vegna lyktarinnar, minnir svolítið á minka hland og heldur þar af leiðandi ýmsum smádýrum frá... eða þannig. Allt í lagi að prófa Sigga mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.6.2007 kl. 00:40
Þakka þér fyrir þetta. Ætla að prófa hvítlaukinn og reyna að verða mér úti um lauk Keisarakrónu.
Sigga (IP-tala skráð) 6.6.2007 kl. 14:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.