El Salvador, réttlætið og mafían.

Jamm það er þá eitthvað réttlæti í El Salvador eftir allt saman. 

Hér er fólk frá San Salvador sem þurfti að flýja landið, vegna hótana mafíunnar.  Þessi mafía hafði nokkrum árum áður drepið foreldra konunnar, svo þau tóku hótanirnar alvarlega.  Fjölskyldan var vel efnuð og átti tvö fyrirtæki.  Þau þurftu að losa sig við allar eigur sínar með hraði, og komust til Bandaríkjanna.  Þar höfðu þau enga von um atvinnu, og vildu því komast hingað, en einn sonur okkar var kvæntur dóttur þeirra.   Það varð úr að ég fékk fyrir þau vinnu hér, og þau komin yfir fimmtugt, þurftu að byrja allt frá grunni.  Mállaus og í landi sem er gjörólíkt þeirra.  Kalt og dimmt.  En þau hafa ekki kvartað eða eytt sínum tíma í víl.  Heldur hafa þau af þrautseigju byggt upp heimili og líf.  Yndislegt fólk, sem er fjölskylda mín hér.  Þau höfðu með sér barnabarn, sem þau hafa átt í erfiðleikum með.  Því hún fær ekki dvalarleyfi nema smá tíma í senn.  Vegna þess að  þau eru ekki foreldrar heldur afi og amma.  En ættleiðing hefur gengið illa, þar sem lögfræðingur sem vann að ættleiðingunni fórst í jarðskjálftanum sem varð í San Salvador fyrir fimm árum síðan, og öll plögg glötuðust.  Þau hafa verið að reyna að fá pappíra og ráðið lögfræðinga til annast sín mál.  En það hefur gengið illa, óheiðarlegt fólk sem hefur einungis haft af þeim fé.  Og þau hafa þurf að borga stóra peninga til að reyna að fá pappíra.  Og Íslenska ríkið krefst þess að allt sé eftir ritualinu.  En einmitt þess vegna varð ég svo reið, þegar Jónína fékk ríkisborgararétt fyrir stúlku af því að hana vandaði að komast í skóla í Englandi á kostnað lánasjóðs námsmanna.  En þessi litla stúlka nú 10 ára, á sífellt yfir höfði sér að vera send út landi.  Þó hún eigi enga aðra að en afa og ömmu.  Og tali fullkomna íslensku, hefur gengið hér í skóla frá 6 ára aldrei og telji sig á allan hátta íslenska.  Og vill hvergi annarsstaðar vera.

Mér finnst að útlendingastofnun eigi bara að veita henni dvalarleyfi í eitt ár í viðbót, þá geta hjónin sótt um íslenskan ríkisborgararétt, og í framhaldi af því sótt um forræði yfir barninu samkvæmt íslenskum lögum.  Og eru ekki bundinn hentistefnu heimalandsins, þar sem svo margt gengur út á mútur og peninga undir borðið. 

Ég segi nú ekki margt. 


mbl.is Dæmdir fyrir morðið á Íslendingi í San Salvador
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Saumakonan

Það er ekki furða að þú verðir sár fyrir hönd fjölskyldu þinnar... þvílíkt óréttlæti!!   Og eins og alltaf bitnar þetta á BARNI!!!   arrrggghhhhhhhhhhhhhh!!!!   (smá öskurpúst fyrir þína hönd)

Saumakonan, 4.6.2007 kl. 21:52

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Nákvæmlega Arna mín.  Þarna úti eru hermann og vopnaðir verðir sem standa við allar opinberar byggingar, banka og markaði.  Meira að segja er vörður við hótelin, með alvæpni.  Samt er þetta mjög glaðvært samfélag.  En undir lúrir óhugnaðurinn.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.6.2007 kl. 21:52

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

DJö..  Fck verður maður reiður að heyra svona. Börnum á skilyrðislaust að veita skjól. Hvað dettur þessum mönnum í hug að gera? senda hana EINA heim. Hvað er til ráða??? Veistu hvað er til lausnar.?

Ásdís Sigurðardóttir, 4.6.2007 kl. 22:11

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Nei ég veit það ekki.  Nema að nú er ég harðákveðin í að senda inn beiðni til alsherjarnefndar um að henni verði veitt dvalarleyfi af mannúðarástæðum. 

Saumakona mín sá ekki innleggið þitt þegar ég svaraði.  Það er nefnilega svo að þetta bitnar alltaf mest á börnunum.  Amma, sagði hún, ég á víst að fara 1. júlí.  En ég vil bara vera hér.

Enda þekkir hún ekkert annað en Ísland, hún var fjögurra ára þegar hún kom.  Er búin að vera hér í skóla síðan hún var sex ára, og talar íslensku eins og innfædd.  Ég er reyndar að fara að hlusta á hana spila annað kvöld í tónlistarskólanum.

Þegar hún var búin að vera hér í nokkra mánuði, sagði hún.  Guð er góður, hann tók frá mér ömmu og afa, en svo gaf hann mér aðra ömmu og afa hér á Íslandi. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.6.2007 kl. 22:24

5 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Er það full alvara að barnið eigi að fara...hvert????..1. júlí. Þetta bara gengur ekki...og má ekki gerast.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 4.6.2007 kl. 22:31

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Nei ég veit.  Það þarf að sækja um undanþágu, ennþá einu sinni.  En þetta tætir fjölskylduna niður.  Það er búið að fara gegnum ræðismann El Salvador í Stockhólmi og Okkar sendiherra þar Svavar Gests, rauðikrossinn getur ekkert gert, af því að þetta er ekki stjórnmálalegs eðlis heldur mafían, svo við vonum bara að hér verði einhver mannlegheit ofaná.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.6.2007 kl. 22:34

7 Smámynd: Skafti Elíasson

Já fyrst að það var hægt að gera það með tengdadóttir JBjartmrz þá er það hægt nú og á að gera það.

Skafti Elíasson, 4.6.2007 kl. 23:11

8 Smámynd: Heiða  Þórðar

Enn einn hryllingurinn!

Heiða Þórðar, 4.6.2007 kl. 23:21

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Einmitt Skafti minn.  Það mun verða reyna að láta reyna á það.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.6.2007 kl. 23:23

10 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Hún er bara heppnust að eiga þig fyrir ömmu Ásthildur mín..eins og öll hin ömmubörnin þín. Þú hefur bæði kjark og kærleika og það er besta blandan.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 4.6.2007 kl. 23:38

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Katrín mín. Ég ætla að reyna.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.6.2007 kl. 23:39

12 Smámynd: Ragnheiður

Og hvert á að senda barnið eiginlega aleitt ? Hverslags fábjánakerfi er þetta sem skilur ekki svona einfalda hluti ?

Oj maður verður bara reiður þegar maður sér svona. Sendu henni eitt knús frá mér. Vonandi leysist þetta mál sem fyrst en hún er heppin að eiga svona góðan bandamann eins og þig. Það er lán í óláni.

Ragnheiður , 4.6.2007 kl. 23:54

13 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þeir skulu rétt ráða því ef þeir senda barnið úr landi.

Jenný Anna Baldursdóttir, 5.6.2007 kl. 00:17

14 Smámynd: Hallgrímur Óli Helgason

gangi þér vel Ásthildur með litlu stúlkuna, þetta er ótrúlegt hvernig er alltaf níðst á þeim sem minnst mega sín, skilningsleysið algjört

Hallgrímur Óli Helgason, 5.6.2007 kl. 00:34

15 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

þetta er einhvernvegin oft svo óskiljanlegt þegar fólk fær ekki að vera þar sem því líður vel, og svo þegar þetta eru börn....

hérna í dk hafa gerst margir svona leiðinlegir hlutir sem þjóðin ætti að skammast sín fyrir.það sem börn eða hálf vaxin börn hafa verið sendir "heim" og jafnvel lent í fangabúðum þegar "heim" er komið.

Ein Jörð, Eitt Líf

Ljós til þín

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 5.6.2007 kl. 06:18

16 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

knúsaðu hana frá mér

Hrönn Sigurðardóttir, 5.6.2007 kl. 07:05

17 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk öll sömul, eg skal gera það Hrönn mín.  Það er ekki við fólkið að sakast sem er að vinna á útlendingastofu, heldur hvernig lagaramminn er.  En stundum finnst manni þó að opinberir starfsmenn ættu að láta hjartað ráða og horfa fram hjá svona agnúum á kerfi okkar.  Þetta hefur veriðl áhyggjuefni litlu fjölskyldunnar nú í nokkur ár.  Endalaust að þurfa að endurnýja bráðabirgðadvalarleyfi og svo gengur ekkert né rekur að fá pappírana frá El Salvador um ættleiðingu.  En ég skal láta ykkur vita ef einhver ætlar að senda hana burtu, þá mun heill her koma til varnar.   Hulduherinn minn.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.6.2007 kl. 08:01

18 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Þetta er hræilegt Ásthildur mín ég vona að elsku telpan  að vera kyrr  þetta er svo mikið órettlæ

 Mikið er þetta mikið óréttlæti vonandi fær barnið að vera áfram í þessu landi það verður að gera eitthvað,í þessu máli

 m

Kristín Katla Árnadóttir, 5.6.2007 kl. 09:36

19 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Það var villa hjá mér átti ekki að koma 2 sinnum óréttlæti .fyrirgefðu.

Kristín Katla Árnadóttir, 5.6.2007 kl. 09:39

20 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já ég las þetta eins og það var meint Kristín Katla mín.  Já ég vona svo sannarlega að þetta leysist farsællega og hún fái að vera í friði og ró hér.  Hér á hún heima.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.6.2007 kl. 10:02

21 Smámynd: Ísdrottningin

Kerfið er svo ópersónulegt, það sér ekki mannlegu hliðarnar.

Láttu vita ef eitthvað er hægt að gera, skrifa gjarnan á undirskriftalista eða eitthvað slíkt kynni það að hjálpa. 

Ísdrottningin, 5.6.2007 kl. 17:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 2022150

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband