Kvöldmyndir og blómarósir.

Hér er bara ágætis veður, hálfskýjað, en sólin gægist við og við.  Þannig að það er létt yfir okkur hér á sjómannadaginn.

Börnin ætla að fara í dorgveiðikeppni.  Það hafa þau gert lengi, stubburinn minn hefur oftar en einu sinni verið nálægt því að vinna.  Númer tvö.  En svona er þetta bara.

Tók þessar myndir í gær.

IMG_5244

Fífilbrekka gróin grund. 

IMG_5246

Gaman saman.

IMG_5249

Með blóm í fangi.

IMG_5250

Og svo var reynt að gera blómsveig.  Tvær blómarósir.

IMG_5247

Kviknað í ?? hehehe.....

IMG_5264

En við getum nú líka haft það notalegt.  Prívat konsert bara fyrir mig.  Hvað á ég að spila fyrir þig elskan. Heart

IMG_5255

Gallerí himin.

IMG_5251

 

Mamma viltu senda mér nokkrar næturmyndir, sagði dóttir mín sem býr í Vín.  Hún er sennilega farin að sakna björtu nóttanna hér heima.  Ég skil hana vel.  Þessi tími er alveg frábær hjá okkur hvað varðar birtuna.

IMG_5256

Þessi er tekinn um tíu leytið.

IMG_5260

Þessi um tveimur tímum seinna.

IMG_5265

Um klukkutíma síðar.

IMG_5269

Þessi tekinn um hálf tvö um nóttina.  Hér sést að Ísafjarðarlognið er komið. 

Það er bara alveg einstakt. 

Ég vil svon bara óska ykkur öllum til hamingju með sjómannadaginn. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Myndirnar þínar eru hreint út sagt dásamlegar.

Jenný Anna Baldursdóttir, 3.6.2007 kl. 11:29

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hrönn Sigurðardóttir, 3.6.2007 kl. 11:43

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk stelpur mínar.  Þið dekrið við  mig. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.6.2007 kl. 11:52

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Nei stundum er leiðindaveður.  En það er mjög oft gott veður.  Sumir segja að veðrið hérna sé best geymda leyndarmálið.  Það er nefnilega alltaf talað um í fréttum um Bolungarvík, sem liggur út við opið haf, og oftast miklu kaldara en hér inn á Ísafirði.  En við eigum þetta einstaka logn.  Sem þeir kannast við sem hér hafa dvalist.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.6.2007 kl. 12:11

5 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Þú ert snillingur að taka myndir þetta mjög fallegar myndir.

Kristín Katla Árnadóttir, 3.6.2007 kl. 12:35

6 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Dásamlegar myndir. Þú hefur greinilega næmt auga fyrir góðu myndefni  Skrifin þín alltaf upplífgandi og jákvæð  Knús

Margrét St Hafsteinsdóttir, 3.6.2007 kl. 12:55

7 identicon

Takk fyrir þessar fallegu myndir - njóttu dagsins -

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 3.6.2007 kl. 13:22

8 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Fegurðin býr í hjarta þess er horfir á og þú ert greinilega snillingur í að sjá það fallega. Kveðja

Ásdís Sigurðardóttir, 3.6.2007 kl. 14:01

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk fyrir það stúlkur mínar.  Mín er ánægjan.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.6.2007 kl. 16:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 2022143

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband